Morgunblaðið - 05.12.2008, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.12.2008, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 5. D E S E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 333. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A Leikhúsin í landinu >> 41 ÍÞRÓTTIR FEÐGAR TÓKUST Á Í HANDBOLTANUM AF LISTUM Markaðsverðlaun ekki marktæk? ÍSLENSKA krónan styrktist um rúm 8% eftir viðskipti gærdagsins og kostaði evran víða um 173 kr. Geng- isvísitalan endaði í 229,6 stigum og hafði lækkað um 8,2%. Þetta mun vera mesta styrking krónunnar á einum degi frá því hún var fyrst sett á flot 2001. „Þessi tilraun sem hófst í dag lofar góðu. Spár um að krónan myndi veikjast mjög á fyrsta degi viðskipta hafa ekki ræst. Þvert á móti hefur hún styrkst og það meira að segja verulega. Ég fagna þessu og tel að þetta séu mjög ánægjuleg tíðindi,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráð- herra á fundi með fréttamönnum í Stjórnarráðinu í gær. Geir minnti á að hann sjálfur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Seðlabankinn og fleiri hefðu haldið því fram að gengi krón- unnar hefði verið allt of lágt undan- farið. Ljóst væri að erlendur gjald- eyrir hefði skilað sér í meiri mæli í gær en eftirspurn var eftir. Því hefði gjaldeyrir lækkað í verði. Búist er við því að krónan haldi áfram að styrkjast næstu daga, með hliðsjón af vöruflæði og áætluðum viðskipta- afgangi í nóvember. | 2 og 18 Búist er við áframhaldandi styrkingu krónunnar næstu daga Krónan styrktist um 8%                     Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is „ÞETTA þýðir að ríkið eða Seðla- bankinn eigi mjög erfitt með að koma bönkunum aftur til hjálpar,“ segir Gunnar Haraldsson, forstöðu- maður Hagfræðistofnunar. Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s lækkaði lánshæfiseinkunn ríkisins fyrir innlendar og erlendar skuldbindingar um marga flokka í gær. Þar á meðal einkunn sem segir til um fjárhagslegan styrk stjórn- valda til að styðja við bankakerfið í kreppu og tryggja innlendar inni- stæður. Fór sú einkunn niður um fjóra flokka, úr Aaa í A1. „Ég held að menn eigi ekki að hafa áhyggjur af þessu,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. Ríkis- stjórnin hafi lýst því yfir að innistæð- ur í íslenskum krónum væru tryggð- ar. „Svona mikil lækkun veldur von- brigðum í ljósi þess að stjórnvöld hafa í samstarfi við Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn ákveðið að taka á heildar- vanda efnahagslífsins með skipuleg- um hætti,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Sérfræðingar sem Morgunblaðið talaði við í gær telja lægri einkunn endurspegla veikari fjárhagsstöðu ríkissjóðs. Skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu aukast mikið, end- urfjármögnun bankakerfisins er dýr, halli á fjárlögum fyrirsjáanlega mik- ill og tekjur ríkissjóðs dragast á sama tíma saman. Að auki sé tak- markað hvað ríkið geti prentað mikið af peningum til að standa við inn- lendar skuldbindingar, meðal annars út af samstarfi við Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn til að gera krónuna að not- hæfum gjaldmiðli í viðskiptum á ný. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í gær að auðvitað væri slæmt þegar lánshæfismat ríkisins lækkaði. „Við munum gera hvað við getum til að endurvinna lánshæfismatið og hækka það á nýjan leik. Það sem við erum að gera nú í efnahagsmálum, fleyting krónunnar þar á meðal, er auðvitað liður í því,“ sagði Geir. Lánshæfi ríkisins hrynur  Geta ríkisins til að styðja bankakerfið og tryggja innlendar innistæður takmörkuð  Moody’s telur nú minni líkur á að ríkið geti staðið við skuldbindingar sínar Í HNOTSKURN »Flestar þjóðir sem eru meðsinn eigin gjaldmiðil eru með hæstu einkunn fyrir tryggingu á innlendum banka- innistæðum. »Einkunn Króatíu var færðniður úr Aa1 í A1 20. nóv- ember sl. Aaa er í Svíþjóð. »Einkunnagjöf Moody’s er ínokkrum flokkum og tákn- uð með bók- og tölustöfum. Röð einkunna er: Aaa, Aa1, Aa2, Aa3, A1, A2, A3, Baa.  Innistæður ekki | 18  SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands og aðalhljómsveitarstjórinn Rumon Gamba hafa verið tilnefnd til Grammy-verðlaunanna fyrir fyrstu plötu sína af fjórum með verkum eftir franska tónskáldið Vincent D’Indy. Platan er tilnefnd í flokkn- um „Best Orchestral Performance“ eða Besti hljómsveitarleikurinn. Þá fékk Pacifica kvartettinn, sem Sigurbjörn Bernharðsson leikur með, tilnefningu í flokknum „Best Chamber Music Performance“ eða Besti kammermúsíkleikurinn fyrir plötu með verkum eftir Elliott Cart- er. Pacifica hefur hlotnast marg- víslegur heiður á þessu ári. »39 Sinfónían og Pacifica fá Grammy-tilnefningar BORGARGÆSIRNAR halda tryggð við Frón þótt flestar frænkur þeirra og frændur hafi nú haldið á vetrarstöðvar á Bretlandseyjum. Þeirra er aftur von í vor en þá hafa heima- gæsirnar þurft að þreyja skammdegið og þorrann hér. Gæsa- hópur flaug yfir Perluna í gær og í ljósaskiptunum mátti ímynda sér að geimskip hefði lent í Öskjuhlíðinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gæsirnar og geimskipið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.