Morgunblaðið - 05.12.2008, Síða 14

Morgunblaðið - 05.12.2008, Síða 14
Í HNOTSKURN »Stærð hrygningarstofns-ins í upphafi árs 2008 var metin 650 þúsund tonn. »Þriðja hver síld sem veiðsthefur í Breiðafirði og í Stakksfirði fyrir utan Njarð- víkur hefur verið sýkt. »Sýkingin hefur mikil áhrifá atvinnulíf víða um land. »Tíðindin af sýkingu í síld-inni eru alvarleg fyrir fólk, fyrirtæki og sveit- arfélögin í landinu. Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is SÉRFRÆÐINGAR telja líklegrar skýringar á mikilli útbreiðslu sýk- ingar í síld að leita í hrygningartíma síldarinnar síðsumars. Þá sé stofn- inn á tiltölulega afmörkuðu svæði og einnig við fæðuöflun í kjölfar hrygn- ingar. Síðan hafi skapast einhverjar þær aðstæður í náttúrunni á síðustu vikum sem gerðu það verkum að sýkingin gaus upp nánast samtímis á mörgum svæðum frá Húnaflóa vestur um til Vestmannaeyja. Gísli Jónsson, dýralæknir fisk- sjúkdóma, útilokar ekki að sníkju- dýrið hafi verið komið í auknum mæli í síldina síðasta vetur eða í 1-2% fiska. Í náttúrunni telji vís- indamenn hins vegar ekki óeðlilegt að sníkjudýrið sé í 1-2 prómill síld- ar. „Ég útiloka ekki að sýkingin hafi verið komin upp fyrir náttúrulegan staðal síðasta vetur og það hafi auð- veldað þennan hraða framgang sýk- ingarinnar í haust,“ segir Gísli. Hann segir að hjarðir síldarinnar hafi gengið saman á einhverjum tíma, hugsanlega í kringum hrygn- ingu. Hann bendir á dæmi af laxa- stofnum, en sumarið 2007 hafi orðið mikil þráðormasýking í laxi í ís- Morgunblaðið/Kristinn Skoðun Agnar Már Sigurðsson, Sæunn Kalmann Erlingsdóttir og samstarfsfólk þeirra hjá Hafró hafa haft nóg að gera við skoðun á síldarsýnum sem tekin hafa verið úr afla síðustu tvær vikur. Um helgina halda tvö skip til rannsókna og sérfræðingur heldur til Neskaupstaðar þar sem skoðuð verða eldri sýni. Samgangur eykur líkur á smiti  Hærra hitastig í höfunum eykur möguleika sníkjudýra  Náttúrulegar að- stæður gerðu það að verkum að sýkingin gaus upp samtímis á mörgum svæðum lenskum ám og á sama tíma í laxi sem gekk í ár í Skotlandi, Wales og Englandi. „Þessir stofnar hafa greinilega gengið á sameiginlegu beitarsvæði yfir veturinn, sem síðan slitnaði þegar voraði og hver stofn fór í sína átt. Á sama tíma hafi ekk- ert slíkt smit orðið í laxi í Fær- eyjum, Noregi, á austurströnd Bandaríkjanna og í Kanada. Hann segir meðgöngutíma sníkjudýrsins fara eftir umhverfis- áhrifum. Með auknum hita í höf- unum að meðalhiti um 1,5 gráður eigi sníkjudýrin aukna möguleika. „Síðan springur þetta framan í okk- ur allt í einu, en þá er síld jafnvel farin að drepast í torfum og þá leys- ist úr læðingi enn meira smitefni,“ segir Gísli. 14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2008 J ó l a s ö f n u n Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Oft var þörf en nú er nauðsyn Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hátúni 12b. BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam- þykkti í gær uppgjör við KSÍ vegna byggingar stúku á Laugardalsvelli. „Ég er ánægður með að þessum þætti málsins er lokið,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Hann sagði að lokauppgjöri á liðnu vori hefði verið frestað og beðið um loka- skýrslu. KSÍ lauk henni í sumar og síðan hefur verið unnið að því að ljúka málinu. „Aðilar bera kostnað hvor af sínum eignarhluta,“ sagði Geir. Hann sagði að KSÍ myndi al- veg ráða við sinn hluta. Samkvæmt tillögu fjögurra emb- ættismanna borgarinnar að uppgjör- inu sem lögð var fyrir borgarráð nam heildarkostnaður við alla fram- kvæmdina 1.658 milljónum króna. Hlutur ríkisins var 200 milljónir, án verðbóta, og hlutur KSÍ 543 millj- ónir. Viðbótarkostnaður við fram- kvæmdirnar, umfram upphaflegan samning nam rúmlega 573 milljón- um. KSÍ taldi að hlutur Reykjavík- urborgar í viðbótarkostnaðinum næmi tæplega 470 milljónum kr. Bú- ið var að borga 321 milljón og krafð- ist KSÍ mismunarins, auk verðbóta og vaxta, eða samtals 347 milljóna króna. Embættismennirnir lögðu til að borgarráð samþykkti greiðslu um- framkostnaðarins vegna eignarhluta borgarinnar. Einnig að fjárhæðin yrði verðbætt með 67 milljónum. Því skyldu KSÍ greiddar, að frádregnum fyrri greiðslum, 215,7 milljónir. Kröfu um greiðslu vaxta var hafnað. Þá var samþykkt að hækka húsa- leigu- og æfingastyrk til KSÍ vegna afnota frjálsíþróttadeilda af Laugar- dalsvelli og Baldurshaga úr 8 millj- ónum í 15. Afnot af Baldurshaga hafa aukist mjög eftir að honum var breytt í skylmingaaðstöðu. gudni@mbl.is Samið við KSÍ um kostnað við stúku Morgunblaðið/Árni Sæberg Stúkan Búið er að semja um upp- gjör vegna stúku Laugardalsvallar. Hnúfubakur vísar veginn EKKI aðeins hafa upplýsingar frá gervihnattasendum um ferðir hnúfubaks verið notaðar til að leið- beina fólki í hvalaskoðun á vegum Eldingar um miðjan síðasta mánuð, heldur hafa upplýsingarnar einnig verið notaðar til að vísa skip- stjórum á síldveiðibátum á líklegar síldartorfur í Stakksfirði. Á heimasíðu Hafró kemur fram að dvöl hnúfubaksins við Keflavík og Njarðvík hafi orðið til þess að síldveiðiskip könnuðu svæðið og fundu þar talsvert af síld. Í fram- haldinu var þar góð síldveiði þar til smásíld gekk á svæðið og því var lokað 1. desember sl. ásamt svæði við Vestmannaeyjar. Hnúfubakurinn yfirgaf svæðið hins vegar 21. nóvember, hélt vest- ur á Eldeyjarbanka og þaðan suður fyrir Reykjanesið. Síðan 24. nóv- ember hefur hnúfubakurinn haldið sig í Grindavíkurdjúpi, á Selvogs- banka og við Surtsey. aij@mbl.is BÁTASMIÐJAN Trefjar í Hafn- arfirði afgreiddi nýlega nýjan Cleo- patra bát til Vardø í Finnmerk- urfylki í Noregi. Kaupandinn er Birger Sørstrand sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum. Bát- urinn hefur hlotið nafnið Veronica. Hann mælist 15 brúttótonn og er af gerðinni Cleopatra 42 sem er sér- stök útgáfa af Cleopatra 38. Þetta er fyrsti báturinn sem Trefjar afgreiða úr nýrri skipa- smíðastöð sem opnuð hefur verið að Óseyrarbraut 29 í Hafnarfirði. aij@mbl.is Veronica seld til Vardö ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu öll verð á eldsneyti í gær. Má rekja verðbreyt- ingarnar til lækkunar á heimsmark- aðsverði auk þess sem gengi ís- lensku krónunnar styrktist í gær. Nam lækkunin hjá Olís, N1 og Skeljungi 4,40 krónum á lítra af bensíni og 2 til 2,70 krónum á dísil- olíulítrann. Atlantsolía heldur óbreyttu verði á dísilolíu en lækkaði verð á bensíni um 3 krónur á lítr- ann. Segir Hugi Hreiðarsson, mark- aðsstjóri fyrirtækisins, að lækkunin nú komi til viðbótar fyrri lækkun sem hafi verið á undan öðrum fé- lögum. Verð á elds- neyti lækkar HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um þriggja ára fangelsisvist yfir Robert Dariusz Sobiecki, fyrir að nauðga stúlku á salerni Hótels Sögu í Reykjavík í mars á síðasta ári. Sobiecki var upphaflega sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hæsti- réttur ómerkti þann dóm og vísaði málinu aftur til héraðsdóms, sem dæmdi manninn þá í 3 ára fangelsi. Fimm dómarar dæmdu í Hæsta- rétti. Einn þeirra, Jón Steinar Gunn- laugsson, skilaði sératkvæði og vildi sýkna sakborninginn. Þrjú ár fyrir nauðgun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.