Morgunblaðið - 05.12.2008, Síða 24
24 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2008
Á AÐVENTUNNI
fer maður að velta því
fyrir sér hvort jólin
verði rauð eða hvít
það árið. Þau voru
hvít í fyrra og spenn-
an vex fyrir þessi jól.
Hjá mörgum eru jólin
þó alltaf blóðrauð,
hvort sem allt er á
kafi í snjó eða ekki.
Þetta er fólkið sem
gefur sitt jólablóð í Blóðbankanum
hvað sem tautar og raular. Jólaösin
tefur þetta fólk ekki frá því að
koma í Blóðbankann í desember.
Daglega þurfa um 70 manns að
gefa blóð til að mæta þörfum sam-
félagsins og öll hljótum við að
þekkja til einhverra sem hafa þurft
að fá blóðgjafir vegna spít-
alaaðgerða af ýmsu tagi. Þetta er
nú ekki svo stórt samfélag. Frá-
sagnir ungra blóðþega, sem lesa
má um á vef Blóðbank-
ans, blodbankinn.is,
eru alveg hreint frá-
bærar og setja alla
blóðgjöfina í svo sindr-
andi tært samhengi að
engin hætta er á
bankahruni á þeim
bænum.
Fyrsta heimsókn
þeirra sem vilja verða
blóðgjafar getur
kannski vafist fyrir
sumum, þetta kom
ekki alveg með kalda
vatninu hjá undirrituðum en aðal-
atriðið er bara að demba sér og
njóta þess. Blóðbankinn er á
Snorrabraut 60 og starfsfólkið al-
gerir snillingar í mannlegum sam-
skiptum og fagmenn fram í fing-
urgóma. Og kaffistofan er svo góð
að það er varla sanngjarnt. Kökur,
brauð og súpur í hádeginu, allt
ókeypis. Heilsuhraust og lyfjalaust
fólk á aldrinum 18-60 ára, yfir 50
kg getur gerst blóðgjafar. Karlar
mega gefa fjórum sinnum á ári og
konur þrisvar. Um leið og blóð er
gefið er blóðþrýstingur mældur og
þannig er hægt að fylgjast með
heilsufarinu hjá sér. Engin spurn-
ing að drífa sig. Látum jólin verða
alveg blóðrauð þetta árið. Það er
sagt að blóðgjöf sé lífgjöf. Ætli hún
sé ekki líka jólagjöf?
Gefum blóð
Örlygur Steinn Sig-
urjónsson hvetur
fólk til að gefa blóð
Örlygur Steinn
Sigurjónsson
»Daglega þurfa um 70
manns að gefa blóð
til að mæta þörfum sam-
félagsins og öll hljótum
við að þekkja til ein-
hverra sem hafa þurft
að fá blóðgjafir.
Höfundur er nemi.
FYRIR skömmu
birtist í Morg-
unblaðinu grein eftir
Matt Muijen, ráðgjafa
á sviði geðheilbrigð-
ismála hjá Evr-
ópuskrifstofu WHO,
þar sem hann gerði að
umtalsefni geðheilsu
og efnahagsvandann á
Íslandi. Hann bendir á að þjóðin
standi frammi fyrir auknum fé-
lagslegum og geðrænum vanda-
málum, því „[m]ikil tengsl eru á
milli annars vegar atvinnuleysis og
hins vegar skulda og þunglyndis,
áfengissýki og sjálfsvíga“. Börn og
ungmenni munu ekki fara varhluta
af þessum erfiðleikum. Muijen telur
mikilvægt að rjúfa þennan vítahring
með öllum tiltækum ráðum. Hugar-
afl, félag notenda geðheilbrigð-
isþjónustunnar og fagfólks, í sam-
starfi við Hlutverkasetur, leggur
sitt lóð á vogarskálarnar með Geð-
fræðslunni, sem miðar að því að
kynna nemendur í efstu bekkjum
grunnskólans og framhaldsskólum
fyrir reynsluheimi notenda (geð-
sjúkra).
Í nýlegri bandarískri rannsókn,
þar sem kannaðir voru þættir sem
hafa áhrif á fordóma unglinga gagn-
vart geðröskunum, er mælt með
nýjum leiðum til þess að fræða ung-
linga um geðheilbrigði. Sérstök
áhersla er lögð á að auka þurfi
fræðslu sem dregur úr fordómum
hjá þessum aldurshópi
gegn geðsjúkdómum,
enda eru geðraskanir
helsta orsök örorku
hjá fullorðnum. Mik-
ilvægi þessa liggur
ekki síður í því að
rannsóknir hafa leitt í
ljós að fordómar eru
helsta ástæða þess að
ungmenni leita sér
ekki aðstoðar vegna
geðraskana og nei-
kvæðra viðhorfa þeirra
til notenda. Rætur for-
dóma ungmennanna liggja m.a. í
neikvæðri umfjöllun fjölmiðla um
einstaklinga með geðraskanir. Þau
byrja hins vegar að innbyrða for-
dómana á barnsaldri, enda hafa
rannsóknir leitt í ljós að barnaefni í
sjónvarpi og kvikmyndahúsum elur
á mjög neikvæðum hugmyndum um
geðraskanir og notendur.
Geðfræðslan er tilraun Hugarafls
til þess að koma með nýja nálgun
að fræðslu unglinga um geðheil-
brigði, með aðaláherslu á að draga
úr fordómum. Verkefnið felst í því
að notendur í bata „koma út úr
skápnum“ og greina frá reynslu
sinni af geðröskunum og hvaða leið-
ir hafa hentað þeim í bataferlinu.
Mikilvægi þess að notendur sinni
slíkri fræðslu er ótvírætt, enda hafa
rannsóknir leitt í ljós að bein sam-
skipti notenda við hinn almenna
borgara er áhrifamikið tæki til þess
að draga úr fordómum; mun gagn-
legra en hefðbundin fræðsla og
mótmæli.
Haustið 2007 heimsóttum við
bekk í framhaldsskóla á höfuðborg-
arsvæðinu þar sem mikilvægi
fræðsluverkefnisins kom berlega í
ljós. Í kjölfar fræðslunnar sendi
kennarinn, sem kennir sálfræði,
okkur umsögn þar sem fram kom
að nemendurnir „voru að taka próf
hjá mér í vikunni og ég sá aftur og
aftur að frásagnirnar höfðu fest sig
í litlu límheilana þeirra af mun
meiri krafti en námsskrudduþekk-
ingin, þ.e. orðalagið og dæmin koma
frá Hugaraflsfólki“. Það var hins
vegar ekki beina þekkingin sem
gladdi kennarann „heldur sá munur
sem ég heyri á spurningum þeirra
og tali eftir að þið komuð. Í stað
óttablandinnar virðingar um hið
framandi fólk (geðsjúklinga) heyri
ég virðingu og skilning“. Jafnframt
benti kennarinn á að nemendurnir
gerðu sér betur grein fyrir því að
veikjast af geðsjúkdómi „þýðir
hvorki heimsendi né ævilanga vist á
dularfullri stofnun“.
Á vordögum ársins 2008 heim-
sóttum við 9. bekk í grunnskóla á
höfuðborgarsvæðinu þar sem gagn-
semi verkefnisins kom einnig vel
fram. Kennarinn hafði undirbúið
bekkinn vegna komu okkar daginn
áður og fram kom að nemendur
höfðu áhyggjur og spurðu: „Hvað
eigum við að gera ef þau ráðast á
okkur?“ Í kjölfar heimsóknarinnar
ræddi kennarinn við nemendurna
um gildi fræðslunnar og hafði stór-
lega dregið úr fordómum gagnvart
notendum. Eftirfarandi ummæli eru
meðal þess sem kom fram: „Mér
fannst þetta fræðandi og skemmti-
legt“, „Bara gaman að fræðast um
þetta“ og fleira í þeim dúr.
Frá því í september hefur Geð-
fræðslan farið í fjölmargar skóla-
heimsóknir, sem mælst hafa mjög
vel fyrir, og liggja næg verkefni
fyrir fram í lok febrúar á næsta ári.
Auk þess að sinna skólaheimsókn-
um á höfuðborgarsvæðinu þá er það
stefna Geðfræðslunnar að þjálfa
notendur úti á landi og gera þeim
þannig kleift að sinna fræðslunni í
sinni heimabyggð og hefur af því
tilefni verið útbúin ítarleg handbók.
Nú þegar er hafin þjálfun í tveimur
sveitarfélögum. Er það von þeirra
sem að Geðfræðslunni standa að
hún fái að vaxa og dafna því verk-
efnið hefur nú þegar sannað nota-
gildi sitt. Ein meginforsenda þess
er aðgangur að fjármagni og hafa
styrkir frá Sparisjóðnum og For-
varna- og framfarasjóði Reykjavík-
urborgar tryggt stöðu Geð-
fræðslunnar næstu misserin.
Geðfræðslan
Steindór J. Erlings-
son segir frá geð-
fræðsluverkefni
Hugarafls
» Geðfræðslan er til-
raun Hugarafls til
þess að koma með nýja
nálgun að fræðslu ung-
linga um geðheilbrigði,
með aðaláherslu á að
draga úr fordómum.
Steindór J. Erlingsson
Höfundur er vísindasagnfræðingur
og verkefnastjóri Geðfræðslunnar;
steindor@hlutverkasetur.is
VIÐ lifum á mögn-
uðum tímum. Við blasir
niðurstaða eftir 17 ára
valdatíð Sjálfstæð-
isflokksins. Flokkurinn
hefur verið nær einráð-
ur allan þennan tíma í
forsætis- og fjár-
málaráðuneytinu. Hann
hefur verið haldinn
þeirri sýn og skoðun að
hann einn geti tryggt stöðugleika í
efnahagsmálum og jafnvel gengið
svo langt að halda því fram að
vinstra fólk kunni ekkert til verka í
fjármálum. Fyrir síðustu kosningar
var slagorð flokksins: „Þegar öllu er
á botninn hvolft er traust efnahags-
stjórnun stærsta velferðarmálið.“
Nú er komin reynsla á þessa
efnahagsstjórn og hvað blasir við?
Þjóðarbúið er farið á hausinn, það
stefnir í óðaverðbólgu, fjölda-
atvinnuleysi og landflótta. Ástandið
er svo slæmt eftir 17 ára valdatíð
flokksins að lýðveldið Ísland hefur
leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Er það svona sem við viljum sjá
nýja Ísland?
Þetta er væntanlega ekki það
sem einkavæðingin, stóriðjustefnan,
markaðshagkerfið átti að skila. Hér
var lofað gulli og grænum skógum
ef frjálshyggja flokksins réði för.
Hvar er allur ábatinn af gjörðum
Sjálfstæðisflokksins?
Hugmyndafræðilegur páfi flokks-
ins skrifaði bók um hvernig Ísland
gæti orðið ríkasta land í heimi. Nú
erum við það ríki í heiminum sem
hefur á friðartímum hrunið hvað
hraðast. Er það nýja Ísland?
Gagnrýni á stefnuna var al-
gjörlega hundsuð. Þeir sem ekki
klöppuðu upp þensluna og útrásina,
brjálæðið og stuðið voru hæddir og
þóttu neikvætt úrtölufólk, – jafnvel
á móti öllu.
Það er réttlátt, sanngjarnt og
eðlilegt að þessi flokk-
ur víki. Að forsætis-
ráðherrann átti sig á
að Sjálfstæðisflokk-
urinn er fyrir, – hann
hindrar og kemur í
veg fyrir eðlileg
næstu skref, – að end-
urreisa íslenskt sam-
félag í anda velferðar
og félagslegs rétt-
lætis. Flokkurinn
verður að hafa vit á
að stíga til hliðar. Hans
er ábyrgðin, hans er sökin. Hann
þarf frí – og við þurfum frí frá hon-
um.
Vinstrihreyfingin – grænt fram-
boð er flokkur á meiði íslenskrar fé-
lagshyggju, náttúruverndar og
kvenfrelsis. Það var Reykjavík-
urlistinn líka á sínum tíma. Það er
Röskva og það var Gróska. Það er
Samfylkingin og það var Alþýðu-
bandalagið líka og jafnvel Alþýðu-
flokkurinn. Án efa Kvennalistinn og
Kvennaframboðið á sínum tíma og
Framsóknarflokkurinn þegar Sam-
vinnuhreyfingin var og hét. Það eru
náttúruverndarsamtök, kvenna-
hreyfingar og ótal fleiri grasrót-
arsamtök sem vilja bæta heiminn.
Fólk vill hafa áhrif. Nýir hópar
verða til nú eftir bankahrunið, hóp-
ar sem vilja kosningar og lýðræði.
Og byggja upp nýtt Ísland.
Nú þarf að kjósa og mynda nýja
ríkisstjórn í nafni þessara gilda. Í
nafni lýðræðis. Margir eru svart-
sýnir og vonlitlir á Íslandi þessa
stundina. En við gefumst ekki upp.
Við getum byggt upp nýtt og betra
Ísland – saman. Núna er rétti tím-
inn.
Nýtt Ísland – saman
Svandís Svavars-
dóttir vill kosningar
Svandís Svavarsdóttir
»Hvar er allur ábatinn
af gjörðum Sjálf-
stæðisflokksins?
Höfundur er borgarfulltrúi.
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
12345678975 :;< = >6:58?;@<A7 BC
D2EF GCC HIJI = KKKL6F345678975LF?
Christmas in America
Jólatónleikar
Kristniboðssambandsins
Í Grafarvogskirkju, í kvöld kl. 20.00
Miðaverð 2.000 krónur.
5.000 krónur fyrir fjölskyldu með börn á grunnskólaaldri.
Fram koma: Regína Ósk, Gissur Páll Gissurarson tenór, Keith Reed bar-
itón, Matti Sax og Big Band, Hjörleifur Valsson og Áslaug Helga
Hálfdánardóttir, Landsvirkjunarkórinn, Samkór Reykjavíkur,
Kvennakór Reykjavíkur, Unglingakór Suðurhlíðaskóla og fleiri
sem allir gefa vinnu sína.
Fjölbreytt og lífleg dagskrá, eitthvað fyrir alla.
Frábærir tónleikar fyrir fjölskylduna.
Við byggjum framhaldsskóla í Pókothéraði í Keníu
fyrir ágóðann af tónleikunum.
Kristniboðssambandið - í trú, von og kærleika