Morgunblaðið - 05.12.2008, Page 29

Morgunblaðið - 05.12.2008, Page 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2008 ✝ Bjarni Andréssonfæddist á Hamri á Múlanesi í Austur- Barðastrandarsýslu 3. mars 1930. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 22. nóvember síðastlið- inn. Hann var sonur hjónanna Andrésar Gíslasonar, f. 20. apríl 1888, d. 5. mars 1976, og Guðnýjar Gests- dóttur, f. 12. ágúst 1885, d. 9. apríl 1987. Bjarni ólst upp á Hamri ásamt 14 systkinum sínum og var hann númer 10 í röðinni. Systkini hans eru Haukur, f. 1919, Gísli, f. 1920, d. 1945, Guðbjartur, f. 1922, Sigurbergur, f. 1923, d. 1989, Kristín, f. 1924, Andrés, f. 1925, d. 2003, Guðrún, f. 1927, d. 2007, Páll, f. 1928, Sigríður, f. 1929, d. 2000, Jón, f. 1931, Ingibjörg, f. 1932, d. 1943, Eggert, f. 1933, d. 2004, Garðar, f. 1935, d. 2001, og Björg, f. 1937. Bjarni fluttist ung- ur til Reykjavíkur og stundaði sjómennsku fyrstu árin. Hann nam húsgagnasmíði við Iðnskólann og vann eftir það í mörg ár í Bátalóni við bátasmíði. Seinni árin vann hann sjálfstætt og smíð- aði aðallega innréttingar. Útför Bjarna verður gerð frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Í æsku okkar systkinanna gegndi Bjarni frændi stóru hlutverki. Hann bjó í kjallaranum hjá okkur á Njáls- götunni og var þar af leiðandi mikið með okkur fjölskyldunni. Það var þó aðallega um helgarnar, þá var hann ávallt glaður og skemmtilegur, enda var flaskan ekki fjarri en á virku dögunum höfðum við lítið af honum að segja. Hann var alltaf góður við okkur systkinin og var gaman að heimsækja hann í herbergið niðri. Hann sýndi okkur myndir sem hann hafði tekið og sagði okkur sögur. Stundum voru það grobbsögur af honum sjálfum, en honum fannst allt flottast og best sem hann átti og gerði. Hann átti t.d. eina bílinn sem gat sagt nafnið sitt sjálfur, við hlust- uðum þegar hann setti bílinn í gang, „tr tr tra tra trab trab trab trabant trabant trabant“. Við vorum alveg hugfangin, stórkostlegur bíll! Við vorum svo heppin að hann var áhugaljósmyndari á þessum tíma og tók hann flestar myndirnar sem til eru af okkur systkinunum frá þess- um árum. Festi hann á filmu nokkur ógleymanleg augnablik. Einn sunnu- daginn þegar við vorum á leið út úr bænum var Bjarni með eins og svo oft. Pabbi hafði stöðvað bílinn hjá Nesti, bensínstöðinni í Fossvogin- um, og Lárus bróðir (sennilega fjög- urra ára þá) stökk út úr bílnum og pissaði í gosbrunninn eins og styttan fræga. Bjarni var þá fljótur að hugsa og náði stórskemmtilegri mynd af þessu augnabliki. Einu sinn sagði hann við mig „Guðný mín, ef þú átt einhvern tím- ann eftir að lenda í vandræðum þá skaltu leita til mín.“ Hann átti eftir að standa við þau orð. Eitt sinn þurfti mamma að fara upp á spítala til þess að heimsækja Lárus bróður (sem lá með heilahristing eftir að hann hafði rennt sér niður handriðið og dottið niður í kjallara.) Andrés bróðir lá þá sofandi í vöggunni sinni en ég 7 ára og Kjartan 10 ára, áttum að passa hann á meðan. Áður en við vissum af höfðum við Kjartan óvart læst okkur úti og Andrés litli var einn eftir inni. Einn gluggi var opinn en hann var beint fyrir ofan kjall- aratröppurnar baka til og ófært fyrir okkur að klifra inn um hann. Ég upp- götvaði að Bjarni var sofandi í her- berginu sínu. Grátandi af örvænt- ingu bankaði ég upp hjá honum og minnti hann á loforðið sem hann gaf mér forðum. Bjarni brást ekki og með ótrúlegri fimi tókst honum að klifra upp að glugganum og skríða inn um litla opnanlega fagið efst í glugganum. Það var ekki á færi allra og fylgdist ég með því full aðdáunnar og þakklætis. Bjarni bjó mestalla ævi sína einn og virtist það henta honum vel. Hann var sérsinna og ekki félagslyndur og varð t.d. ösku- reiður þegar hann frétti að búið væri að undirbúa veislu þegar hann varð sjötugur og datt ekki í hug að mæta. Bjarni var aldrei langt undan þar sem pabbi var. Þeir höfðu alltaf verið nokkuð samrýndir bræður, enda að- eins eitt ár á milli þeirra. Síðustu 20 árin bjó hann í næsta nágrenni við foreldra okkar og var alltaf töluverð- ur samgangur þar á milli. Við systkinin eigum skemmtilegar minningar um Bjarna. Hann skipar stóran sess í æskuminningum okkar. Megi hann hvíla í friði. Guðný Jónsdóttir. Bjarni Andrésson Anna fæddist á Hvítárbakka í Borg- arfirði 5. desember 1908. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Þór- ólfsson, fæddur á Holti á Barðaströnd 11. júlí 1869, d. 1. mars 1929, og Anna Margrét Þorgríms- dóttir, f. á Ytri-Kára- stöðum á Vatnsnesi 18. okt. 1883, d. 9. apríl 1969. Anna ólst upp á Hvítárbakka, en faðir hennar átti og rak þar lýðháskóla, að norrænum hætti, frá 1905 til starfs- loka þar árið 1920. Sigurður, faðir Önnu, hafði kynnt sér rekstur slíkra skóla á Norðurlöndum. Hann stóð fyrir þessari menntastofnum á erf- iðum tímum og átti oft fullt í fangi með rekstur hennar. Heilsa Sigurð- ar var oft tæp og segir hann glöggt frá henni og starfi sínu við skólann í endurminningum, er hann reit, og komu fyrst út í des. 1992. Anna leit- aði sér snemma menntunar, þótt hún gengi ekki hina hefðbundnu mennta- skólaleið. Hún sótti Kvennaskólann í Reykjavík og nam í einkatímum, bréfaskólum og námsflokkum. Hún stundaði einnig nám erlendis, eins og í Þýzkalandi, og varð vel að sér í þýzku og fleiri tungumálum. Hún var annars mest sjálflærð. Henni var það nauðsynlegt, til að fylgjast með áhugamáli sínu, kven- frelsinu. Mikinn hluta starfsaldurs síns var Anna skólastjórafrú á Eskifirði, gift skólastjóranum þar, Skúla Þor- steinssyni, síðar námsstjóra. Þau kynntust á Hvítárbakka, er hann nam þar við lýðháskólann. Á Eski- firði tók Anna að sinna félagsmálum kvenna og lagði grunn að hinu mikla Kvennasögusafni, er hún kom á fót formlega í ársbyrjun 1975, er ár kvenna hófst, og margir minnast. Þess skal getið hér, að Skúli, eigin- maður Önnu, studdi hana mjög í verki, hvað kvennasögusafnið varð- aði. Því var komið fyrir í íbúð þeirra hjóna á fjórðu hæð til hægri á Hjarð- arhaga 26 í Reykjavík. Þrengdu þau Anna Sigurðardóttir mjög að sér vegna þessa, og loks var svo komið, að safnið þurfti á nær öllu húsrými þeirra að halda. Eftir lát Önnu var safnið flutt í Þjóðarbókhlöð- una, eða öðru nafni Landsbókasafn-há- skólabókasafn. Mun það þar vel varðveitt og til afnota fyrir áhugafólk og fræði- menn. Anna Sigurðar- dóttir ritaði mikið um sína daga. Ritaskrá í Bókavarðatali Guðrúnar Karlsdótt- ur (1987) sýnir það glöggt. En meg- inrit hennar fjalla um vinnu kvenna frá landnámi til þessa dags. Er þar mikinn fróðleik að finna. Kona mín dönsk, Ulla að nafni, þýddi nokkrar kaflafyrirsagnir á dönsku fyrir Önnu, og gaf hún kenni áritaðar bækur sínar, „Vinna kvenna á Íslandi í 1100 ár“ (1985) og „Allt hafði annan róm áður í páfadóm“ (1988). Eru þetta mikil rit, 4-5 hundruð síður í stóru broti. Fyrir þessi ritverk hlaut Anna heiðurs- nafnbótina dr. phil. við heimspeki- deild Háskóla Íslands. Man ég vel, er ég sá Önnu taka á móti skjali einu miklu í Odda, hugvísindahúsi háskól- ans, er veitti henni þennan heiður. Þá átti Anna ekki mörg ár eftir af jarðvistinni. Hún lést 3. janúar 1996, rúmlega 87 ára. Oft litum við hjónin inn til Önnu, en við bjuggum í sömu sambyggingunni. Var hún þá jafnan að vinna. Hún sat við ritvélina, því að þá voru tölvur ekki komnar að ráði. Í ritvélina, sem hafði mjög breiðan vals, festi hún umbúðapappír. Dugn- aður Önnu var einstakur. Hún minntist þess, sem stendur í vísunni forðum: Enginn erfiðar, þá óljós hinzta sígur á sálarljóra. Misjafnt er, hvernig fólki vinnst úr því sem það fær í vöggugjöf. Anna sá draum sinn rætast, og er það ekki nokkurs virði? Stofnskrá Kvennaársins gaf Anna okkur hjónum í ársbyrjun 1975. Og ég geymi eina litla bók, sem Anna gaf mér er ég varð kennari í Skál- holti haustið 1972. Nefnist hún „Lýð- skólaljóð“, gefin út 1902. Þá fannst Önnu fagnaðarefni, að lýðskóli í anda Grundtvigs risi á Íslandi enn á ný, en slíkir skólar höfðu áður verið starf- ræktir á Núpi í Dýrafirði, Hvítár- bakka og víðar. Skóli af þessum toga er ekki leng- ur til á Íslandi. Þykir víst ekki svara kröfum tímans, þar sem próf og ein- kunnir ráða miklu. Mér finnst vel við eiga að minnast Önnu Sigurðardótt- ur frá Hvítárbakka. Minning hennar lifir lengi enn og ávaxtast. Auðunn Bragi Sveinsson. ALDARMINNING ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, SIGURÐUR MÁR A. SIGURGEIRSSON, Fannafold 115, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 8. desember kl. 13.00. Hlíf Kristófersdóttir, Sigurgeir Már Sigurðsson, Sæmunda Fjeldsted, Ólöf Vala Sigurðardóttir, Einar Örn Einarsson. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TÓMAS KARLSSON, Hafsteini, Stokkseyri, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 6. desember kl. 14.00. Viktor S. Tómasson, Ásrún S. Ásgeirsdóttir, Karl M. Tómasson, Anna S. Pálsdóttir, Kristín Tómasdóttir, Guðsteinn F. Hermundsson, Símon I. Tómasson, Þórdís Sólmundardóttir og afabörnin. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengda- móður og ömmu, GUÐRÚNAR J. GEIRDAL, Suðurgötu 38, Akranesi. Dröfn Lavik, Severin Lavik, Njörður Geirdal, Sigurbjörg Snorradóttir og ömmubörn. ✝ Alúðarþakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, STEINGRÍMS ÞORSTEINSSONAR frá Vegamótum, Dalvík. Jón Trausti Steingrímsson, Sveinbjörn Steingrímsson, Lína Gunnarsdóttir, María Steingrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Kær sambýliskona mín og systir okkar, ÞORBJÖRG GUÐBRANDSDÓTTIR, Asparfelli 2, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 21. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Theódór Magnússon. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR, Neshaga 10, Reykjavík, andaðist á Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi þriðjudaginn 2. desember. Hún verður jarðsungin frá Seljakirkju föstudaginn 12. desember kl. 13.00. Steinþór Haraldsson, Guðríður Hulda Haraldsdóttir, Ólafur Haraldsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Páll Stefánsson, Elín Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför okkar ástkæru móður, INGIGERÐAR ÖNNU KRISTJÁNSDÓTTUR. Kristjana Björnsdóttir, Kristján Björnsson, Agnes Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.