Morgunblaðið - 05.12.2008, Síða 33

Morgunblaðið - 05.12.2008, Síða 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2008 ✝ Helgi Þor-steinsson, fyrrver- andi skólastjóri, fram- kvæmdastjóri, bæjarritari á Dalvík og menntaskólakenn- ari, fæddist í Sauð- lauksdal, Patreksfirði, 13. september 1936. Hann lést á Sjúkrahús- inu á Akureyri 25. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorsteinn Krist- jánsson, prestur í Sauðlauksdal, f. 31.8. 1891, d. 18.2. 1943, og Guðrún Pet- rea Jónsdóttir, f. 24.12. 1901, d. 2.5. 1977. Helgi var yngstur 5 systkina og eru systurnar látnar þær Guð- rún, kennari í Reykjavík, f. 28.7. 1921, d. 28.3. 1983, og Jóna, kennari og bókasafnsfræðingur á Kirkju- bæjarklaustri, f. 21.2. 1927, d. 6.1. 2001. Eftirlifandi maki Sigurjón Einarsson, sóknarprestur og pró- fastur, f. 28.8. 1928. Bræður Helga eru Magnús Bragi, verkfræðingur í Reykjavík, f. 8.3. 1923, maki Fríða Sveinsdóttir, röngentæknir og rit- ari, f. 25.1. 1922, og Baldur skóg- fræðingur í Kópavogi, f. 5.8. 1924, maki Jóhanna Arnljót Friðriks- dóttir menntaskólakennari, f. 12.2. 1929. Fyrrverandi maki Helga er Svan- hildur Björgvinsdóttir sérkennari, f. 15.11. 1936. For- eldrar: Björgvin Jóns- son, skipstjóri á Dal- vík, og Guðrún Þorleifsdóttir hús- freyja. Dætur: 1) Yrsa Hörn kennari, maki Gunnar Gíslason fræðslustjóri. Börn: Jara Sól, Kolbeinn Höður, Melkorka Ýrr, Iðunn Rán, Helga, Kristbjörg og Ásta. 2) Ylfa Mist nemi, maki Haraldur Ringsted rafeindafræðingur. Börn: Björgúlfur Egill, Birnir Ringsted og Baldur Hrafn. Eiginkona Helga er Þórunn Bergsdóttir skólastjóri, f. 9.9. 1947. Foreldrar: Bergur Pálsson, skip- stjóri á Akureyri, og Jónína Sveins- dóttir húsfreyja. Börn 1) Guðrún Jónína tækniteiknari, maki Steinar Smári Júlíusson þjónn. Dóttir Sunn- eva Björk. 2) Steingrímur stýrimað- ur, maki Jóhanna Freydís Þorvalds- dóttir kennari. Börn: Friðrik og Hafrún. 3) Guðný hjúkrunar- og við- skiptafræðingur, maki Einar Viðar Finnsson sölustjóri. Börn: Vigdís Birna, Helgi Hrafn, Björgvin og El- ísa 4) Hrefna Þórunnardóttir kenn- ari. Útför Helga fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. „Undir bláum sólarsali, Sauðlauks upp’í lygnum dali.“ Þessar línur, sem þjóðinni eru kunnar úr kvæðinu um fuglinn sem galaði svo fagurt, gætu verið fyrstu línurnar í lífshlaupi föður míns sem hóf lífsgöngu sína í Sauðlauksdal í Patreksfirði. Lítill glóhærður hnokki sem spígsporaði um hlað prestssetursins og prílaði yfir varn- argarðinn „Ranglát.“ Lítill, búldu- leitur prestssonur sem missti föður sinn, aðeins sex ára gamall. Sextíu og sex árum síðar, kvaddi þessi stóri, fallegi, brúnhærði maður, á sinn friðsamlega og hljóðláta hátt. Í fangi eiginkonu sinnar og dætra. Elskaður, sáttur og saddur lífdaga. Hvíldinni feginn eftir stríðið við veikindin sem á hann höfðu herjað. Pabbi vildi heldur aldrei vera í stríði. Ekki við neinn. Hann var friðsemdarmaður sem þoldi ekki skærur eða ósætti. Tók ekki þátt í slíku. Ég ætla ekki að gera lífshlaupi hans greinileg skil hér. Til þess verða aðrir. Ég vil bara minnast föður míns fyrir að vera sá sem hann var í mínum augum. Pabbi minn. Pabbi minn sem leiddi mig út í Kaupfélag og stakk litla fingri upp í ermina mína. Sem sat með mig á öxlunum fyrir framan sjón- varpið í gamla daga og leyfði mér að greiða þykka, brúna lubbann sinn. Kenndi mér að reima skó. Pabbi minn sem fór með okkur Snjólaugu vinkonu sveitahringinn á helgum eftir að hafa keypt handa okkur sjeik. Sem söng fyrir okkur um Svarfaðardalinn. Kenndi mér fyrstu línurnar í Litlu gulu hænunni á esperanto! Pabbi minn, sem var svo gáfaður að ég hef alltaf haldið að hann vissi allt! Pabbi sem eldaði handa mér hafragraut sem við borð- uðum saman með rjóma – ef enginn sá til. Sá sem kenndi mér að borða hráar eggjarauður með salti – ef enginn sá til. Pabbi sem kenndi mér að gera kjötsúpu eins og kjötsúpa á að vera. Kenndi mér að hamfletta rjúpur. Í hvert sinn sem ég á eftir að heyra einhvern segja: „Ylfa, finndu mig aðeins,“ þá á það eftir að minna mig á pabba. Í hvert sinn sem ég á eftir að heyra lag með Roger Whittaker, man ég pabba. Og í hvert sinn sem ég finn lykt af nýrökuðum vanga, ilmandi af rakspíra, man ég pabba. Og þegar jólin ganga í garð og ég set Mahaliu Jackson á fóninn, man ég hann. Og þá mun ég sakna hans. Margs er að minnast og margs er að sakna, eins og skáldið sagði. Mest á ég eftir að sakna pabbalykt- arinnar. Af nýrökuðum, ilmandi vöngum hans. Og þess að geta hringt þegar mig vantar einhver svör. Elsku pabbi, nú gengur hann við hlið föður síns, sem hann missti of snemma og skeggræðir við hann, í grænum paradísargörðum eilífðar- innar. Prestssonurinn úr Sauðlauks- dal hefur kvatt þessa tilvist og er kominn heim í Alföðurins ríki. Þá ferð gekk hann einn. En hann var kvaddur af okkur sem elskuðum hann og á móti honum tóku kær- leiksríkar hendur hins Almáttuga, og elskuríkur faðmur foreldra hans. Eftir sit ég með söknuð og stórt tómarúm í hjartanu en veit að þegar minn tími kemur, taka sterku og stóru armar pabba á móti mér. Þangað til þá: Elsku pabbi, takk fyr- ir samfylgdina, hafðu þökk fyrir allt og allt, ég mun alltaf elska þig. Þín, Ylfa Mist. Helgi Þorsteinsson  Fleiri minningargreinar um Helga Þorsteinsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elsku pabbi. Hvorki auður né mannlegur máttur gátu veitt þér betri heilsu. Við gátum sýnt þér ást og umhyggju á meðan þessi barátta stóð yfir en nú hefur þú verið kallaður frá okkur. Kærar þakkir fyrir öll árin og allar stundirnar sem við áttum saman, þær varðveiti ég í hjarta mínu. Þín Erla. HINSTA KVEÐJA ✝ Sigurður Guð-mundsson, fæddist 3. júní 1938 í Reykja- vík. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut þann 25. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Fil- ippusson málarameist- ari frá Gufunesi, f. 15.12. 1891, d. 28.7. 1955 og Þuríður Krist- ín Vigfúsdóttir hús- freyja, f. 11.4. 1901 í Haga í Gnúpverjahreppi, d. 9.1. 1987. Systkini Sigurðar eru: Sigríður f. 3.1. 1926, Vigfús f. 10.7. 1927, Guð- rún f. 28.7. 1928, Filippus f. 6.6. 1932, Ingibjörg f. 16.2. 1935 og Kristín f. 3.6. 1940. Sigurður kvæntist eftirlifandi konu sinni, Bergþóru Skúladóttur fyrrverandi bankastarfsmanni f. 13.2. 1943, frá Kópavogi, þann 2.12. 1961. Foreldrar hennar voru Skúli Magnússon vörubílstjóri, f. 1.7. 1915, d. 27.6. 1995 og Stefanía Stef- ánsdóttir f. 8.9. 1920, d. 8.12. 2007. Börn Bergþóru og Sigurðar eru: 1) Trausti húsasmíðameistari f. 11.4. 1962, kvæntur Hönnu Björk Ragn- arsdóttur f. 14.5. 1963. Þeirra dætur eru, a) Margrét f. 1.8. 1991, b) Snædís f. 2.12. 1993, og c) Sólrún f. 12.10. 1995. 2) Stefanía Hrönn háskólanemi f. 6.7. 1963 og 3) Erla, við- skiptafræðingur f. 28.6. 1966. Sigurður fæddist í Reykjavík og bjó þar alla tíð. Hann lærði húsgagnasmíði og lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík vorið 1959 en öðlaðist meistararéttindi vorið 1962. Alla ævi starfaði hann við smíðar, í fyrstu við húsgagna- og innréttingasmíði en síðar jukust verkefnin og fjölbreytnin óx. Síðustu 25 árin vann Sigurður mikið með syni sínum Trausta og saman festu þeir kaup á húsnæði undir verk- stæði. Síðasta áratuginn unnu þeir feðgar mikið að uppsetningu ýmissa sýninga, m.a. í Þjóðmenningarhús- inu, Kristnitöku í 1000 ár, Sögusýn- ingu Njálu og Sjómannasafninu Vík- inni, auk annarra verka. Útför Sigurðar fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13. Það eru mikil forréttindi að eiga góðan vin og föður. Þegar litið er yfir farinn veg er margs að minnast og margt að þakka. Efst í huga er að pabbi var harðduglegur, hann vakti og svaf yfir velferð fjölskyldu sinnar. Ásamt og með mömmu byggði hann fyrst raðhús í Breiðholti en síðar byggði hann, með hjálp Trausta, hús í Grafarvogi þar sem fjölskyldan bjó lengst af. Alltaf var hann að dytta eitthvað að húsinu eða laga til í garð- inum ef hann átti lausa stund. Að loknu dagsverki sótti hann afslöppun í hverfislaugina, þar lét hann þreyt- una líða úr lúnum beinum. Sveinsstykki pabba í húsgagna- smíði var fallegt skrifborð, í skúff- unum geymdi hann ýmsa pappíra og aðra persónulega muni, þetta var borðið hans. Við það skrifaði hann oftast nær bæði reikninga og stund- um í dagbækur sem hann hélt dag- lega. Hann starfaði í fyrstu við hús- gagna- og innréttingasmíði og var meðeigandi í trésmíðaverkstæðun- um Valvið í Reykjavík og síðar Grein í Kópavogi. Pabbi starfaði einnig við húsbyggingar, bæði nýsmíði og lag- færingar en hann var hagur og til- einkaði sér flestar aðferðir við smíð- ar. Síðustu 25 árin störfuðu þeir feðgar saman og komu sér upp verk- stæði í Hafnarfirði. Þeir unnu að ýmsum verkum fyrir Reykjavíkur- borg og að uppsetningu margra sýn- inga. Pabbi var áhugamaður um útivist og naut náttúru Íslands og fuglalífs- ins. Alla vetur gaf hann smáfuglum og þekkti nöfn flestra fugla. Hann var lengi félagi í Útivist, fór bæði í styttri og lengri gönguferðir og margar ferðir inn í Bása meðan verið var að byggja skála félagsins í Þórs- mörk. Hann ferðaðist töluvert innan- lands og utanlandsferðirnar voru margar, margar til Norðurlandanna þar sem vinir voru heimsóttir að nýju. Sérlega kom það gleðilega á óvart að góðir norskir vinir, Dagfinn og Klara, skyldu ferðast til Dan- merkur í sumar að hitta ykkur mömmu og eyða með ykkur nokkr- um dögum en vinskapurinn spannar nærri hálfa öld. Þau eru líka hér í dag. Með eftirminnilegustu ferðun- um voru einnig lengri ferðir til Rúss- lands, Suður-Ameríku, Tyrklands og Kúbu. Þú varst styrkur minn og klettur, til þín var gott að leita og það fann ég best þegar þú veiktist. Það varð öll- um í fjölskyldunni reiðarslag en mamma stóð við hlið þér eins og ávallt, ekki síður en þið stóðuð með okkur systkinunum þegar erfiðleik- ar og áföll dundu yfir. Hvert okkar studdirðu og réttir hjálparhönd, hverju á sinn máta þegar á þurfti að halda og leitað var eftir. Ekki má gleyma að pabbi hafði yndi af og fylgdist með barnabörnunum og uppvexti þeirra, hvernig þeim miðaði í námi, leik og starfi. Hann var stolt- ur af sonardætrum sínum og hafði gaman af að umgangast þær, hvort sem var í fjölskylduboðum eða hversdags. Hann vildi heyra veiði- sögur og aflatölur prinsessnanna sinna og hvernig þær skutu reyndari veiðimönnum ref fyrir rass með flug- um sem þær hnýttu sjálfar. Þakka þér fyrir samfylgdina, allar sam- verustundirnar, minningarnar, um- hyggjuna, stuðninginn, brosin og hlýjuna. Guð geymi þig og varðveiti, Stefanía Hrönn. Sigurður Guðmundsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar V i n n i n g a s k r á 31. útdráttur 4. desember 2008 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 7 4 1 5 2 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 3 0 1 4 8 3 8 5 8 0 5 2 2 7 2 7 3 3 1 6 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 836 15904 29907 40379 61556 71444 1829 29650 40334 47416 64370 73158 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 2 7 4 4 1 3 1 1 2 2 2 8 0 9 3 8 0 9 5 4 8 0 6 7 5 7 6 6 8 6 3 9 6 5 7 2 4 8 4 3 2 6 2 1 4 2 8 4 2 3 1 4 0 3 9 5 9 2 4 8 6 6 1 5 8 3 2 1 6 3 9 6 6 7 4 7 9 3 3 7 6 8 1 4 4 4 3 2 3 3 1 2 4 0 0 2 1 5 0 1 0 1 5 8 3 5 1 6 4 4 7 2 7 4 9 6 0 5 0 6 8 1 4 5 1 4 2 5 6 7 5 4 0 2 0 0 5 0 1 2 3 5 8 3 7 1 6 4 7 7 5 7 6 5 2 4 5 2 4 6 1 6 0 5 0 2 6 0 6 2 4 0 7 7 6 5 1 5 8 8 5 8 4 9 3 6 5 0 5 6 7 7 0 5 6 5 4 6 2 1 6 6 7 6 2 6 4 2 1 4 0 9 1 9 5 2 8 0 2 5 8 5 1 7 6 5 4 7 8 7 7 8 5 8 7 9 5 8 1 9 5 0 8 2 7 4 4 6 4 1 0 7 6 5 3 7 2 2 6 0 5 2 0 6 6 7 0 4 7 8 2 5 7 8 5 8 1 1 9 5 5 5 2 7 5 9 1 4 1 6 2 5 5 5 2 5 7 6 0 6 1 9 6 7 6 5 0 7 8 4 6 8 8 9 4 5 2 0 4 0 4 2 8 9 7 7 4 1 9 7 2 5 5 3 2 8 6 0 8 6 7 6 8 2 4 7 7 8 5 4 6 9 1 7 8 2 0 9 2 1 3 3 3 0 4 4 2 8 5 0 5 5 3 5 2 6 0 9 8 9 7 0 0 2 7 1 0 9 3 5 2 2 0 6 6 3 3 8 0 1 4 5 5 2 2 5 5 3 7 5 6 2 0 7 4 7 0 5 3 1 1 0 9 4 4 2 2 2 9 7 3 4 2 8 3 4 6 2 9 3 5 5 7 3 8 6 2 3 2 1 7 1 5 6 4 1 2 9 1 7 2 2 7 2 3 3 5 0 3 8 4 7 1 0 6 5 6 4 8 9 6 2 7 6 0 7 2 4 1 0 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 2 4 9 9 1 4 4 2 0 6 8 5 3 3 0 1 9 4 0 8 6 5 5 0 5 0 7 6 1 8 9 0 7 0 7 9 0 5 1 5 9 5 1 1 2 0 7 2 7 3 3 7 9 9 4 0 9 7 4 5 0 6 2 9 6 2 1 2 5 7 0 9 2 0 5 4 9 9 5 9 6 2 0 8 6 6 3 3 8 1 1 4 1 5 2 8 5 0 6 5 7 6 2 4 3 8 7 1 6 5 1 7 3 3 9 6 5 6 2 1 5 1 1 3 3 9 2 0 4 1 6 9 5 5 0 6 8 6 6 2 5 1 8 7 1 8 4 0 9 8 2 9 7 8 0 2 1 7 1 2 3 4 1 9 6 4 2 0 3 0 5 1 5 7 3 6 2 5 5 9 7 1 9 9 0 1 1 5 0 1 0 1 9 3 2 1 9 2 3 3 4 4 7 0 4 2 1 5 9 5 1 6 6 0 6 2 8 8 8 7 2 2 4 1 1 1 9 1 1 0 2 7 5 2 2 3 5 0 3 4 4 8 5 4 2 1 8 4 5 1 7 3 4 6 3 3 5 6 7 2 6 9 3 1 5 4 1 1 2 4 9 2 2 2 3 6 9 3 4 9 6 8 4 3 2 7 6 5 1 8 5 7 6 3 6 9 9 7 2 7 0 3 1 6 0 6 1 2 9 6 8 2 2 4 1 8 3 5 4 4 2 4 3 3 3 8 5 2 4 3 2 6 3 7 0 0 7 2 8 5 5 2 0 3 1 1 3 2 9 2 2 2 6 4 1 3 5 6 5 9 4 3 4 5 0 5 2 4 5 1 6 4 1 1 2 7 2 8 6 1 2 2 4 0 1 3 4 6 1 2 2 8 4 4 3 5 7 0 4 4 3 7 2 3 5 2 5 2 0 6 5 4 5 7 7 2 8 8 9 3 0 3 8 1 3 4 9 8 2 2 9 4 7 3 5 8 8 4 4 3 7 4 8 5 3 8 2 1 6 5 8 2 5 7 2 9 0 1 3 5 9 4 1 5 0 0 4 2 4 1 9 5 3 5 9 3 1 4 3 7 5 8 5 3 8 5 3 6 5 9 9 2 7 3 8 7 1 3 9 2 4 1 5 1 1 6 2 4 4 2 8 3 6 2 9 2 4 4 0 9 1 5 4 1 8 4 6 5 9 9 6 7 3 9 6 8 4 5 3 1 1 5 3 3 1 2 4 5 1 2 3 6 3 6 9 4 4 4 9 4 5 4 7 6 0 6 6 4 0 8 7 4 6 4 6 5 4 0 7 1 5 4 8 6 2 5 4 1 9 3 6 8 9 8 4 4 6 4 8 5 5 0 6 9 6 6 7 5 6 7 4 6 8 5 5 5 8 0 1 5 7 8 8 2 5 5 9 6 3 7 0 5 0 4 6 2 1 0 5 5 2 0 9 6 6 8 1 3 7 5 1 1 7 5 7 5 6 1 6 2 7 2 2 6 0 0 1 3 7 3 6 7 4 6 3 8 1 5 5 8 5 2 6 7 4 8 0 7 6 0 8 8 5 8 3 0 1 6 4 4 8 2 6 0 1 6 3 7 6 4 0 4 6 7 4 5 5 6 7 1 2 6 7 5 3 9 7 6 1 2 1 6 3 5 6 1 6 4 7 3 2 6 0 5 9 3 7 7 9 5 4 6 7 6 3 5 6 8 8 5 6 7 6 8 4 7 7 4 8 1 6 3 8 8 1 6 6 2 7 2 6 2 6 1 3 7 8 8 8 4 7 3 8 0 5 7 0 0 2 6 8 1 5 3 7 8 5 3 6 6 9 3 0 1 6 8 1 9 2 6 4 4 3 3 7 9 0 0 4 7 3 9 9 5 7 6 6 3 6 8 3 3 7 7 8 7 9 5 7 0 7 0 1 7 5 5 9 2 7 1 3 1 3 8 6 0 6 4 7 8 6 2 5 8 5 2 8 6 9 0 8 9 7 8 9 9 4 7 4 3 5 1 7 9 6 7 2 7 8 0 2 3 8 6 4 7 4 7 9 4 1 5 8 7 3 5 6 9 2 1 9 7 9 0 5 3 7 5 3 1 1 9 4 0 0 2 7 8 4 3 3 8 8 8 6 4 8 0 2 1 5 8 8 3 4 6 9 5 0 2 7 9 6 0 9 7 8 1 0 1 9 8 6 6 2 8 9 6 2 3 9 0 2 8 4 8 2 5 8 5 9 5 1 6 6 9 5 8 9 7 9 9 4 4 7 8 3 8 1 9 9 7 0 2 9 7 7 4 3 9 1 3 6 4 8 5 3 7 5 9 5 8 4 6 9 7 7 1 7 8 3 9 2 0 2 9 9 3 0 3 4 8 3 9 5 1 8 4 9 9 0 6 6 0 5 1 2 6 9 8 9 9 8 1 1 9 2 0 3 5 2 3 0 9 7 6 3 9 6 3 3 5 0 2 4 6 6 0 5 8 2 6 9 9 5 5 8 2 5 1 2 0 4 7 1 3 1 0 1 2 3 9 9 3 1 5 0 2 5 8 6 0 7 0 5 7 0 2 4 5 8 4 4 0 2 0 4 9 7 3 1 8 2 0 4 0 2 9 0 5 0 4 2 9 6 0 7 6 8 7 0 3 8 1 9 0 6 0 2 0 5 3 8 3 2 5 6 8 4 0 7 9 6 5 0 4 7 6 6 1 3 6 2 7 0 4 3 6 Næstu útdrættir fara fram 11. des, 18. des, 23. des 2008 & 2. jan 2009 Heimasíða á Interneti: www.das.is  Fleiri minningargreinar um Sig- urð Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.