Morgunblaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2008 Fyrirtækið Kimi Records ætlarekki að taka þátt í Íslenskutónlistarverðlaununum í ár þar sem þeim hugnast ekki að „keppa í tónlist þar sem þátt- tökugjalds er krafist“. Jafnframt líta þeir „á þetta sem samkomu þar sem megintilgangurinn er að auka jóla- söluna“, eins og fram kom í gær. Af því leiðir að þeir tónlistarmenn sem Kimi Records eru með á sínum snær- um eru ekki gjaldgengir á uppskeruhátíð tónlistarútgefenda. Sama hversu góðir þeir eru.    Og þar liggur hundurinn grafinn.Íslensku tónlistarverðlaunin eru ekki uppskeruhátíð íslenskra tónlistarmanna nema að hluta til. Þau eru uppskeruhátíð þeirra sem framleiða tónlist, hátíð markaðs- aflanna. Útgefandinn verður að leggja tiltekna fjárupphæð með hverjum titli sem hann tilnefnir. Pétur Grétarsson, fram- kvæmdastjóri Íslensku tónlist- arverðlaunanna, sagði í sömu frétt að þeir hjá Kimi Records hefðu sagt honum að „þeir væru í lausa- fjárþurrð og hefðu þess vegna tekið þessa ákvörðun“. Pétur áfellist að sjálfsögðu ekki Kimi Records fyrir að vilja ekki vera með. En orð hans afhjúpa í raun veikleika hátíð- arinnar, þá óþægilegu staðreynd að þeir sem tilnefndir eru og komast að lokum á verðlaunapall eru ekki endi- lega þeir sem best eru að verðlaun- unum komnir – það er hugsanlegt að frábærir listarmenn fái hreint ekki að vera með. Sem vitaskuld er afleitt fyrir íslenskan tónlistarheim.    Íslensku bókmenntaverðlaunineru framkvæmd með sama hætti. Verk á vegum þeirra sem ekki borga koma ekki til greina, alveg burtséð frá því hversu góð þau eru. Bæði íslensku tónlistarverðlaunin og bókmenntaverðlaunin eru því fyrst og fremst markaðsverðlaun, en ekki verðlaun þar sem horft er til list- fengis, frumleika og annarra skap- andi tilburða umfram allt annað. Útgefendur bóka og tónlistar handstýra því hvað er tilnefnt og þurfa í raun ekki að gera grein fyrir ákvörðunum sínum í þeim efnum. Margir hafa undrast það að á lista tilnefninga í fagurbókmenntum er ekki ein einasta ljóðabók. Með hlið- sjón af því að í ár kom til að mynda út enn eitt hljóðlátt stórvirkið eftir Þorstein frá Hamri er tæpast hægt að gera því skóna að skortur á góð- um ljóðum hafi verið ástæðan. Það liggur í eðli markaðs- lögmálanna að vilja fá sem mest út úr öllum fjárfestingum. Ef útgef- endur borga ekki með öllum verkum sínum verður að spyrja hvaða sjón- armið liggi að baki vali þeirra verka sem þeir leggja fram. Þau gætu ver- ið hvað sem er; tískusveiflur, sölu- vænleiki – eða bara kunnings- skapur. Þar fyrir utan fer auðvitað mikið fyrir þeim stærstu á mark- aðinum, hætta er á því að litlu útgef- endurnir sjáist seint eða illa í svona fyrirkomulagi og geti því aldrei veitt stórlöxunum verðuga samkeppni. Það er athyglisvert að þau tvenn verðlaun á sviði lista sem ekki eru markaðsverðlaun, Sjónlistaverð- launin og Íslensku þýðingaverðlaun- in, láta minnst yfir sér og vekja jafn- an minnsta athygli meðal þjóðarinnar. Þar er þó tilnefnt al- gjörlega óháð „framleiðanda“; list- ræn gildi eru eini mælikvarði fag- lega skipaðrar valnefndar, þar sem allt er fellur undir greinina og vel er gert kemur til greina. Er ekki kominn tími til að efna til verðlauna sem standa undir nafni sem höfuðverðlaun tveggja vinsæl- ustu listgreina landsins, óháð mark- aðsöflunum? Á því myndu allir græða, tónlistin og bókmenntirnar, listamennirnir – og auðvitað mark- aðsöflin að lokum! Tilnefningar til markaðsverðlauna AF LISTUM Fríða Björk Ingvarsdóttir » Þeir sem tilnefndireru og komast að lok- um á verðlaunapall eru ekki endilega þeir sem best eru að verðlaun- unum komnir. Morgunblaðið/G.Rúnar Benni Hemm Hemm Á enga möguleika á að komast á verðlaunapall. Sími 564 0000 Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó SÝND Í SMÁRABÍÓI 500 kr. V 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á ar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI EMPIRE- S.V., MBL SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI VESTRI AF BESTU GERÐ Brjálæðislega fyndin mynd í anda American Pie! SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI M.A. BESTI LEIKSTJÓRI OG BESTA HANDRIT 5 EDDUVERÐLAUN! ÆÐISLEG GAMANMYND SEM KEMUR Á ÓVART -S.M.E., MANNLÍF -IcelandReview SÝND Í SMÁRABÍÓI Four Christmases kl. 4-6-8-10 B.i. 7 ára Four Christmases kl. 4-6-8- LÚXUS Zack and Miri ... kl. 5:45-8-10:15 B.i. 16 ára Quantum of Solace kl. 5:30- 8-10:30 B.i. 12 ára Quantum of Solace kl. 10 LÚXUS Nick and Norah´s kl. 8 - 10:10 LEYFÐ My best friends girl kl. 5:40 B.i. 14 ára Igor kl. 3:45 LEYFÐ Sýnd kl. 4, 5 og 6 ísl. tal - Roger Ebert - TOMMI, KVIKMYNDIR.IS - S.V., MBL Sýnd kl. 8 og 10 SPRENGHLÆGILEG GAMANMYND SEM KEMUR ÞÉR Í JÓLASKAP Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 FRÁBÆR MYND! HIKLAUST FYNDNASTA MYND ÁRSINS! www.laugarasbio.is Jólamynd fjölskyldunnar er komin, geggjuð grínmynd sem kemur öllum í rétta jólaskapið! Madagascar er ein vinsælasta teiknimynd allra tíma! -bara lúxus Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum HÖRKUSPENNANDI MYND UM SPILLTA LÖGREGLUMENN Sýnd kl. 7:45 og 10:15 Sími 553 2075 STÆRSTA OPNUN ÁRSINS! NÆST STÆRSTA OPNUN ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! 59.000 MANNS -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS - V.J.V., -TOPP5.IS/FBL- D.Ö.J., KVIKMYNDIR.COM - Þ.Þ., DV - Ó.H.T., Rás 2 -S.V., MBL RENÉ ZELLWEGER JEREMY IRONS VIGGO MORTENSEN ED HARRIS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.