Morgunblaðið - 19.12.2008, Side 2

Morgunblaðið - 19.12.2008, Side 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is KAUPHÖLL Íslands hefur áminnt gamla Kaupþing banka opinberlega fyrir að hafa ekki tilkynnt til kaup- hallarinnar þá ákvörðun stjórnar að fella niður persónulegar ábyrgðir lykilstarfsmanna vegna lána sem þeir höfðu fengið til kaupa á hluta- bréfum í bankanum. Er bankinn tal- inn hafa gerst brotlegur við ákvæði reglna fyrir útgefendur fjármála- gerninga í kauphöllinni. Frétt um þessa ákvörðun stjórnar bankans birtist í Morgunblaðinu og á mbl.is 4. nóvember sl. og í kjölfarið krafði kauphöllin bankann um skýr- ingar. Hafði stjórn bankans þá sent frá sér yfirlýsingu þar sem kom m.a. fram að vegna fallandi hlutabréfa- verðs og aukins fjármagnskostnaðar hefði það verið mat stjórnarinnar að um tvær leiðir hefði verið að velja. Annaðhvort myndu starfsmenn selja hlutabréf sín eða bankinn felldi niður það sem eftir stæði af ábyrgð starfsmanna á lánunum. Mat stjórn- in það svo að hefðu lykilstarfsmenn hafið stórfellda sölu á hlutabréfum Kaupþings hefði það í ljósi viðkvæms ástands á fjármálamörkuðum skaðað mjög stöðu bankans. Óvenjulegir viðskiptahættir Í áminningu kauphallar segir m.a. að niðurfelling ábyrgðar hafi falið í sér ívilnun bankans til handa ná- tengdum aðilum. Verði ekki annað ráðið en að starfsmenn Kaupþings hafi upprunalega verið persónulega ábyrgir fyrir lánum sínum. Ekki verði séð að það teljist til venjulegra viðskiptahátta að fella niður per- sónulegar ábyrgðir einstaklinga vegna lána. Kaupþingi hafi borið að birta þessar upplýsingar í kauphöll- inni. Áminnir Kaupþing Kauphöllin áminnir gamla Kaupþing banka fyrir að tilkynna ekki opinberlega um niðurfellingu ábyrgðar á lánum starfsmanna til kaupa á hlutabréfum í bankanum Í HNOTSKURN »Stjórn Kaupþings bankaákvað á fundi sínum 25. september sl. að fella niður persónulegar ábyrgðir starfs- manna vegna lána til hluta- bréfakaupa. »Frá þessu var greint íMorgunblaðinu 4. nóv- ember og vísar kauphöllin til þess í ákvörðun sinni. » Í kjölfarið óskaði kaup-höllin eftir skýringum frá bankanum, af hverju ákvörð- unin var ekki tilkynnt. Morgunblaðið/Golli Áminning Kauphöllin hefur áminnt Kaupþing banka opinberlega. ÞAÐ ER í mörg horn að líta á flestum heimilum áður en jólin ganga í garð. Jólagjafakaup, korta- skrif, bakstur og jólahreingerningin eru meðal þeirra fjölmörgu verkefna sem tilheyra þessum árstíma. Jólaferð í miðbæinn er líka á lista margra. Þó ekki sé nema til að virða fyrir sér tindrandi ljós og vel skreytta búðarglugga á meðan kuldaboli bítur kinn. Ljósadýrð sem lífgar upp á skammdegið Morgunblaðið́/RAX HÁTT í fjögur hundruð manns fengu í gær úthlutað í sér- stakri jólaúthlutun sem er samstarfsverkefni Mæðra- styrksnefndar, Hjálparstarfs kirkjunnar og Reykjavík- urdeildar Rauða kross Íslands sem staðið hefur alla þessa viku. Samkvæmt upplýsingum frá Ragnhildi G. Guðmundsdóttur, formanni stjórnar Mæðrastyrks- nefndar, eru aðeins tvær jólaúthlutanir eftir, en þær verða á morgun milli kl. 10 og 16 og nk. mánudag milli kl. 11 og 14 í Borgartúni 25. Aðspurð segir hún að verið sé að úthluta mat, gjafakortum, leikföngum, nýjum jólabókum handa börnum og ýmsum smávörum. Að sögn Ragnhildar hafa þeir sem sækja um jólaút- hlutun skipt hundruðum á hverjum degi alla þessa viku. Segir hún nokkuð um það að fólk sem ekki hafi skráð sig fyrirfram mæti og sækist eftir aðstoð. Spurð hvort félög- in þrjú eigi nóg af mat og öðrum þeim vörum sem verið sé að úthluta svarar Ragnhildur því játandi og tekur fram að engum sé vísað frá og að enginn þurfi að fara tómhent- ur frá úthlutun. Félögin þrjú hafa sl. ár átt með sér sam- starf um jólaúthlutun. Á vef Hjálparstarfs kirkjunnar má sjá að um jólin 2007 voru afgreiddar alls 1.597 umsóknir um aðstoð, en um jólin 2006 voru þær 1.647. silja@mbl.is Hundruð mæta í hverja jólaúthlutun þessa daga Morgunblaðið/Golli Matarúthlutun Frá vikulegri matarúthlutun Mæðra- styrksnefndar fyrr í desembermánuði. ÚTLIT er fyrir rauðan aðfangadag jóla á vestanverðu landinu með roki og rigningu. Hitastig gæti verið á bilinu 5-8 stig á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag og jafnvel enn hærra á Norðurlandi. Útlit er fyrir að veður breytist á jóladag, þá kólni og gangi á með éljum vestanlands. Þorsteinn Jónsson veðurfræð- ingur sagði í gær, að veður myndi væntanlega breytast til suðlægra átta á mánudag og yrði nokkuð hvasst fyrri hluta næstu viku. Gera mætti ráð fyrir að hlýtt yrði í veðri fram á jóladag. Snjó myndi trúlega taka upp í næstu viku. Á heimasíðu Veðurstofunnar, ved- ur.is, er að finna margvíslegar upp- lýsingar um veðrið á jóladag á liðn- um áratugum. Þar kemur fram að frá árinu 1921 teljast 35 jóladagar á þessu 86 ára tímabili alhvítir í Reykjavík. Miðað er við kl. 9 að morgni og getur snjóinn hafa tekið upp síðdegis í einhverjum tilvikum. aij@mbl.is Rauður aðfanga- dagur Jól Það hríðaði í Reykjavík í gær en hætt er við að jólin verði rauðleit. Kólnar vestanlands á jóladag með éljum EGGERT Magnússon hefur stefnt Björgólfi Guðmundssyni og knatt- spyrnufélaginu West Ham fyrir samningsbrot og krefst einnar millj- ónar evra og 100 þúsund punda, ríf- lega 200 milljóna kr. á gengi Seðla- banka Íslands, vegna vanefnda á starfslokasamningi. Málið var þing- fest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjón- varps og staðfesti Sigurður G. Guð- jónsson, lögmaður Eggerts, fréttina í gærkvöldi. Eggert tók við starfi stjórnarfor- manns West Ham haustið 2006, eftir að Björgólfur keypti meirihluta í fé- laginu. Björgólfur leysti Eggert frá störfum síðla árs 2007 og gerði við hann starfslokasamning. Samkvæmt honum keypti Björgólfur hlut Egg- erts í West Ham, sem Eggert átti í gegnum hlutafélag í Lúxemborg. Þá var samið um að félagið myndi greiða Eggerti laun í þrjá mánuði frá upp- sögn. Samkvæmt stefnu málsins skuldbatt Björgólfur sig og félagið jafnframt til að greiða Eggerti eina milljón evra og 200 þús. pund í tveim- ur jöfnum greiðslum, en þær greiðslur hafa ekki borist, fyrir utan 100 þús. pund sem Björgólfur greiddi Eggerti úr eigin vasa í febrúar sl. Eggert Magnússon B jörgólfur Guðmundsson Krefst 200 milljóna frá Björgólfi HÆSTIRÉTTUR hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir al- varlega líkamsárás á þáverandi sam- býliskonu sína. Í málinu var spænskumælandi vitni yfirheyrt og var þá fenginn til starfa túlkur sem ekki hafði löggildingu til að gegna því starfi. Einnig bætti annað vitni við upp- lýsingum, eftir að dómurinn í hér- aðsdómi var kveðinn upp, og taldi Hæstiréttur ekki útilokað að þau at- riði hefðu haft áhrif á málið. Mað- urinn var ákærður fyrir að hafa ráð- ist á konuna inni á baðherbergi með þeim afleiðingum að hún hlaut ýmsa áverka. Hann neitaði sök og sagðist hafa verið að verjast konunni. Senni- lega hefði hún meiðst við að ganga viljandi á dyrastaf. Dómurinn ómerktur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.