Morgunblaðið - 19.12.2008, Síða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008
FJÁRHAGSÁÆTLUN Hafnar-
fjarðarbæjar fyrir árið 2009 var
tekin til fyrri umræðu í gær. Sam-
kvæmt henni á að ná fram hagræð-
ingu og sparnaði í rekstri, stjórn-
sýslu og framkvæmdum án þess að
skerða grunnþjónustu og velferð-
armál. Almenn þjónustugjöld hald-
ast óbreytt og vatnsskattur lækkar
úr 13% í 0,1%. Til að mæta lækkun
á fasteignamati fjölbýlishúsnæðis
um 5% verður nýtt heimild til há-
marksálagningar útsvars í 13,28%.
Jafnframt er gert ráð fyrir að
rekstrarniðurstaða A-hluta verði
jákvæð um nær 87 milljónir kr. á
árinu 2009. Í tilkynningu frá bæn-
um kemur fram að rekstrarniður-
staðan verði jákvæð um rúmar
2.341 milljónir kr. samkvæmt út-
komuspá fyrir árið 2008, m.a.
vegna 6 milljarða söluhagnaðar af
hlutabréfum í Hitaveitu Suður-
nesja hf.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnarfirði telja fjár-
hagsáætlunina vera ómark þar sem
6 milljarða kr. hagnaður af sölu
hlutabréfa í HS sé færður inn í
reikninga bæjarins og þannig sé
vísvitandi verið að fegra reikninga
bæjarins. Einnig gagnrýna þeir að
bæjarfulltúar Samfylkingar og
Vinstri grænna hafi samþykkt að
hækka útsvarið í 13,28% áður en
frumvarp sem heimili slíka hækkun
sé orðið að lögum á Alþingi.
Laun æðstu stjórnenda lækka
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar sam-
þykkti fyrr í vikunni fjárhagsáætl-
un fyrir árið 2009. Samkvæmt
henni á að hagræða í rekstri bæj-
arins til að mæta lægri tekjum sem
og hækkun kostnaðar og launa svo
að komast megi hjá því að hækka
gjaldskrár vegna þjónustu. Gert er
ráð fyrir að niðurgreiðslur til for-
eldra hækki, gjaldskrár fyrir leik-
og grunnskóla haldist óbreyttar og
að laun æðstu stjórnenda bæjarins
og bæjarfulltrúa lækki. Útsvar-
sprósenta verður 13,03%.
Borgarráð Reykjavíkur sam-
þykkti á fundi sínum í gær að
fresta afgreiðslu fjárhagsáætlunar
borgarinnar fyrir næsta ár, en síð-
ari umræða og afgreiðsla áætlunar-
innar fer fram á fundi borgar-
stjórnar 6. janúar 2009.
Hagræða til að standa
vörð um þjónustuna
Í HNOTSKURN
»Í Mosfellsbæ hækkar út-svar úr 12,94% í 13,03% á
næsta ári.
»Ráðgert er að útsvarhækki upp í 13,28% í Hafn-
arfirði.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
ÁKÆRA á hendur Jóni Ásgeiri Jóhann-
essyni, Kristínu Jóhannesdóttur systur
hans, Tryggva Jónssyni, Baugi Group og
fjárfestingarfélaginu Gaumi fyrir meiri
háttar brot gegn skattalögum á árunum
1998 til 2002 var birt í gær. Málið verður
þingfest 20. janúar. Jón Ásgeir og Kristín
eru ásamt foreldrum sínum eigendur
Gaums sem er aðaleigandi Baugs. Ákær-
an er í fimm köflum sem sumir hverjir
skiptast niður í nokkra liði. Mun fleiri
höfðu haft stöðu sakbornings við rann-
sókn málsins. Meðal þeirra eru Stefán
Hilmarsson, Jóhannes Jónsson, Ingibjörg
Pálmadóttir og Óskar Magnússon.
Eigin skattskil Jóns og Tryggva
Fyrsti kafli ákærunnar snýr að meint-
um brotum Jóns Ásgeirs vegna eigin
skattskila hans. Þar kemur fram að hann
er talinn hafa komið sér undan því að
greiða tæpar 15 milljónir í opinberum
gjöldum á árunum 1999 til 2003. Auk þess
er hann sagður hafa komið sér undan
greiðslu á fjármagnstekjuskatti fyrir 14,9
milljónir króna.
Meðal þeirra greiðslna sem Jóni Ás-
geiri er gefið að hafa vantalið fram eru
tekjur vegna greiðslu Baugs á iðgjaldi af
líftryggingu hans, söluhagnaðar vegna
sölu á bréfum í Baugi, greiðslur vegna
fjögurra milljóna króna bónusgreiðslu til
hans frá Baugi á árinu 2000 og bifreiða-
hlunninda vegna afnota hans á Jeep
Grand Cherokee-bifreið.
Tryggvi Jónsson er ákærður í öðrum
kafla vegna eigin skattaskila. Þar er hann
sagður hafa vantalið tekjur sínar á árun-
um 1999 til 2003 og komið sér þannig und-
an greiðslu á tekjuskatti, útsvari og sér-
sökum tekjuskatti að fjárhæð 13,3
milljónir króna. Í ákærunni kemur fram
að hann hafi ekki talið það til tekna sinna
að Baugur greiddi iðgjald af líftryggingu
hans, sleppt því að telja fram tekjur vegna
nýtingar á kauprétti á hlutabréfum í
Baugi og ekki talið fram fimm milljóna
króna bónusgreiðslu frá Baugi.
Í þriðja kafla er fjallað um meint brot í
rekstri Baugs á árunum 1998 til 2002. Þar
eru Jón Ásgeir og Tryggvi ákærðir vegna
stöðu sinnar sem framkvæmdastjórar
Baugs á tímabilinu. Jóni Ásgeiri og Baugi
Group er gefið að sök að hafa „látið undir
höfuð leggjast“ að standa skil á stað-
greiðslu opinberra gjalda vegna launa-
greiðslna, afhendingar á bifreið og hús-
gögnum auk greiðslna félagsins á
líftryggingariðgjaldi í þágu Jóns Ásgeirs
og stjórnenda og starfsmanna þess fyrir
um 10,7 milljónir króna. Í öðrum lið eru
Tryggvi og Baugur Group sagðir hafa
vangreitt 3,2 milljónir króna í opinber
gjöld vegna launagreiðslna, og greiðslna
félagsins á líftryggingariðgjöldum
Tryggva og annarra starfsmanna félags-
ins. Kafli fjögur snýr að brotum sem talið
er að framin hafi verið í rekstri fjárfest-
ingarfélagins Gaums og skiptist í fjóra
liði. Í fyrsta lið er Jón Ásgeir ákærður fyr-
ir störf sín sem framkvæmdastjóri og
stjórnarmaður í Gaumi á árinu 1999, en
félagið á þá ekki að hafa staðið skil á stað-
greiðslu að upphæð 308.305 krónur. Krist-
ín systir hans tók við sem framkvæmda-
stjóri hjá Gaumi í lok ágúst 1999 og er
ákærð fyrir þau brot sem talið er að fram-
in hafi verið eftir þann tíma. Kristín er
meðal annars sögð hafa sleppt því að
greiða um 27,5 milljónir króna í opinber
gjöld á árunum 1999 til 2002.
Komu Gaumi undan tekjuskatti
Þriðji liður snýr einnig að Kristínu og
þar er henni gefið að sök að hafa vantalið
til tekna söluhagnað af viðskiptum Gaums
með hlutabréf í Baugi á árinu 2000 fyrir
916 þúsund krónur. Auk þess er henni
gefið að sök að hafa oftalið 15,7 milljónir
króna sem gjöld. Kristín og Gaumur eru
líka ákærð í fjórða og síðasta lið þessa
kafla fyrir að hafa oftalið til gjalda nið-
urfærslu hlutabréfa í sænska félaginu
NRG Pizza AB um 75 milljónir króna.
Með því var tap félagsins ofmetið um
sömu fjárhæð en slíkt tap er yfirfæranlegt
til síðari ára og getur þá nýst til lækkunar
á greiðslu á tekjum sem eru skattskyldar.
Fimmti og síðasti kaflinn snýst um brot
framin í rekstri Gaums ehf. og þar eru
systkinin Jón Ásgeir og Kristín ákærð
saman vegna starfa sinna sem fram-
kvæmdastjórar félagsins fyrir að hafa
komið félaginu undan greiðslu rúmlega
200 milljóna króna tekjuskatts. Skatt-
greiðslurnar eru sagðar vera vegna 775
milljóna söluhagnaðar sem Gaumur fékk
þegar Bónus sameinaðist Hagkaup árið
1998. Með þessu er þeim gefið að hafa
komið Gaumi undan því að greiða rúm-
lega 200 milljónir í tekjuskatt.
Ákært fyrir skattsvik Baugs
Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristín Jóhannesdóttir og Tryggvi Jónsson ákærð fyrir meiri háttar skatta-
lagabrot Þriðji hluti Baugsmálsins hafinn Þorri þeirra sem lá undir grun var ekki ákærður
Í HNOTSKURN
» Skattrannsóknarstjóri hófrannsókn á bókhaldi og skatt-
skilum Baugs í nóvember 2003.
» Baugur fékk síðan afhentaendurálagningu frá ríkisskatt-
stjóra fyrir árin 1998 til 2002 hinn
31. desember 2004.
»Baugur greiddi 142 milljónirkróna í janúar 2005 vegna
þessa, en ríkisskattstjóra var síðan
gert að endurgreiða félaginu 75
milljónir króna í mars síðast-
liðnum vegna oftekinna opinberra
gjalda.
Morgunblaðið/RAX
Taka þrjú Jón Ásgeir, Tryggvi og Kristín koma nú fyrir dóm í þriðja sinn.
JÓN Ásgeir Jóhannesson, stjórnar-
formaður Baugs í Bretlandi, er ósátt-
ur við þá ákvörðun setts ríkislög-
reglustjóra að ákæra hann fyrir brot
á skattalögum.
Hann bendir á að þessi rannsókn sé
enn einn anginn af Baugsmálinu og nú
sé ákært í þriðja sinn. Meginreglan ís-
lenska réttarkerfisins sé að gefa út
aðeins eina ákæru í sama máli. Nú
eigi að fara á eftir honum og fleiri
einu sinni enn með það að markmiði
að koma á hann höggi. Það komi sér
illa núna þegar hann vinni að því að tryggja áframhald-
andi rekstur Baugs og bjarga verðmætum félagsins.
„Það lítur út fyrir að ekki sé sama hver á í hlut þegar
gefin er út ákæra,“ segir Jón Ásgeir. Þeir sem sakaðir
voru um að skulda meiri skatta en hann og komu að mál-
um sem hann er ákærður fyrir sleppi. Það sýni að mála-
tilbúnaðurinn stjórnist af geðþótta ákæruvalds.
Hann segist þegar hafa gert upp sínar meintu skuldir
við ríkisskattstjóra. Samkvæmt úrskurði yfirskatta-
nefndar, frá síðasta sumri, hefði hann meira að segja feng-
ið endurgreitt vegna oftekinna skatta. Þessi endurálagn-
ing sé nú til meðferðar í réttarkefinu. Ef taka eigi mark á
dómi sem féll í máli Jóns Ólafssonar sé hann búinn að taka
út sína refsingu.
„Ólíkt sumum öðrum athafnamönnum hef ég alltaf borg-
að mína skatta og staðið við skyldur mínar á Íslandi. Það
má meðal annars sjá með því að taka saman þær skatt-
greiðslur sem ég hef innt af hendi síðustu árin,“ segir Jón
Ásgeir Jóhannesson. bjorgvin@mbl.is
Ekki sama hver á í hlut
Ákæran kom á óvart
TRYGGVI Jónsson segir að ný skatta-
ákæra í Baugsmálinu hafi ekkert með
það að gera að hann hafi ákveðið að
segja upp störfum hjá Landsbank-
anum í gær. „Ég vissi ekki af ákær-
unni fyrr en hálffjögur í dag [gær] og
hún kom mér mjög á óvart,“ segir
Tryggvi. „Ég er hreinlega gáttaður.“
Hann hafi talið fram sjálfur 2002 og
skattrannsóknarstjóri ekki talið
ástæðu til að senda framtalið hvorki
til lögreglu né yfirskattanefndar til
sektarmeðferðar. „Ég sendi framtalið
því sjálfur til yfirskattanefndar og fékk endurgreiðslu að
hluta.“
Aðalástæður uppsagnarinnar hafi verið þrjár. „Mér
fannst ég ekki geta boðið samstarfsfólki mínu hjá Lands-
bankanum upp á þetta umhverfi og vildi auk þess hafa
meira svigrúm til að tjá mig um málið án þess að þurfa að
taka tillit til atvinnurekandans. Þýðingarmesta ástæðan er
þó fjölskyldan, sérstaklega yngsta dóttir mín sem þetta hef-
ur komið harkalega niður á. Hún var farin að svara blogg-
færslum án þess að ég vissi af og reyna að bera vörn fyrir
föður sinn og þá fannst mér nóg komið.“ annaei@mbl.is