Morgunblaðið - 19.12.2008, Side 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008
„ALDREI er neitt annað í sjónvarpinu en þetta sem heitir
kreppa,“ skrifar ungur drengur í Rimaskóla um hvernig hann
upplifir að vera barn á Íslandi í dag. „Mér líður vel á Íslandi,“
skrifar ung stúlka af sama tilefni. Í haust hófst verkefni á veg-
um umboðsmanns barna sem heitir: „Hvernig er að vera barn
á Íslandi?“ Er tilgangur þess að gefa börnum tækifæri til að
láta raddir sínar heyrast. Rimaskóli er meðal grunnskóla sem
taka þátt í verkefninu og hafa nemendur í 2. og 5. bekk skól-
ans sent umboðsmanni barna tæplega 130 myndskreytt kort.
Af þeim má ráða að fjölskyldubönd og vinátta skipta börnin
miklu máli. Í gær var opið hús og börn úr Austurbæjarskóla
fluttu frumsamin ljóð og skoðuðu kortin. sunna@mbl.is
Hvernig er að vera barn á Íslandi?
Morgunblaðið/RAX
Fjölskyldubönd og vinátta skipta börnin mestu máli
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
Á BILINU 30-40 manns mótmæltu
fyrir utan Fjármálaeftirlitið og í
útibúi Glitnis við Suðurlandsbraut
laust fyrir hádegið í gær. Dyr FME
voru læstar þegar fólkið bar að
garði, seint á ellefta tímanum, og
enginn kom til dyra. Mótmælin
mögnuðust fljótlega upp, rúður í
útidyrunum voru brotnar og fólkið
fór inn í fordyri. Þar voru rúður í
innri dyrum brotnar en fólkið fór
ekki lengra inn. Á þessum tíma-
punkti voru átta lögreglumenn
mættir á svæðið. Þeir hringdu eftir
aðstoð og fljótlega var mjög mikið
lögreglulið mætt. Lögreglumaður
sem rætt var við fyrir utan útibú
Glitnis sagðist ekki hafa tölu á þeim
lögreglumönnum sem voru sendir á
svæðið. Þeir gripu þó aldrei inn í
með beinum hætti, enginn var
handtekinn og mótmælin voru ekki
stöðvuð með valdi.
Stjórnin segi af sér
Hópurinn sendi frá sér yfirlýs-
ingu í gær. „Fjármálaeftirlitið hef-
ur brugðist þeirri skyldu sinni að
veita viðskiptalífinu aðhald og eft-
irlit. Sú vanræksla er ein af ástæð-
völdin,“ eru skilaboð hans til ráða-
manna. Starfsmenn Glitnis lokuðu
ekki fyrir þjónustu meðan á mót-
mælunum stóð. Mótmælendur lásu
upp úr bæklingum Glitnis um fram-
færslulán og fjármálaráðgjöf og
sungu lög á borð við „Hver stal kök-
unni úr krúsinni í gær?“
við kaffivélina í útibúi Glitnis. „Það
eru breyttar forsendur frá síðustu
kosningum og það er ekki þeirra
hlutverk, sem sáu um stefnumótun
síðustu ára, að ráða því hverjar þær
breytingar verða.“
Hann segir ómögulegt að ráða-
menn bendi hver á annan þegar
spurt er um ábyrgð. „Það er enginn
einn sem stendur út úr, þetta er
ykkur öllum að kenna. Segið af
ykkur og leyfið fólkinu að taka
um þess að þúsundir Íslendinga sjá
fram á atvinnuleysi, eignamissi og
jafnvel gjaldþrot. Almenningur
stendur varnarlaus gegn afglöpum
fjármálaeftirlitsins en stjórnar-
menn sitja þó sem fastast í hálauna-
stöðum sínum, staðráðnir í að firra
sig ábyrgð.“ Krafan var sú að
stjórn FME segði af sér.
Einn mótmælendanna, Guðjón
Heiðar Valgarðsson, sagði breyt-
inga þörf í samtali við blaðamann,
Morgunblaðið/Júlíus
Skemmdir Að sögn talsmanna voru rúður brotnar vegna þess að enginn kom til dyra. Ekki þýði að læsa dyrunum á
mótmælendur, þá banki þeir bara fastar. Ekki sættast þó allir á að mótmælaaðgerðir af þessu tagi skili árangri.
„Varnarlaus gegn afglöpum FME“
Brutu rúður í and-
dyrinu hjá Fjár-
málaeftirlitinu
Áframhaldandi mótmæli
mbl.is | Sjónvarp
JAFET Ólafsson,
fyrrum fram-
kvæmdastjóri
VBS fjárfesting-
arbanka, segir
ásakanir um
trúnaðarbrest al-
rangar en ákæra
gegn honum var
þingfest í gær.
Óskiljanlegt sé að
Fjármálaeftirlitið telji sig hafa brot-
ið trúnað með því að afhenda Sigurði
G. Guðjónssyni, framkvæmdastjóra
Fjárfestingarfélagsins Grettis,
hljóðupptöku af samtali sínu og
Geirs Zoëga 2006. „Það mynduðust
tengsl milli kaupenda og seljenda
sem er óvenjulegt í slíku máli. Þessir
aðilar ræddu saman og því taldi ég
mig ekki vera að brjóta neinn trún-
að. Ég afhenti honum þau sem lög-
manni, til skýringar á því hvernig
mál hefðu þróast.“
„Alrangar
ásakanir“
Jafet Ólafsson
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
FÓLKI sem lokið hefur BS- eða
BA-gráðu í öðrum greinum en
hjúkrunarfræði er boðið að hefja
nám í hjúkrunarfræði til BS-prófs í
hjúkrunarfræðideild HÍ á vormiss-
eri 2009. Fyrra nám umsækjenda
verður metið svo þessir nemendur
ættu flestir að geta lokið hjúkrunar-
fræðináminu á skemmri tíma en
þeir sem aldrei áður hafa setið í há-
skóla.
Þessi nýi námskostur var auglýst-
ur í nóvember sl. á heimasíðu hjúkr-
unarfræðideildar og háskólans með
fyrirvara um samþykki Háskóla-
ráðs.
Sigurður Guðmundsson, forseti
heilbrigðisvísindasviðs HÍ, sagði að í
fyrradag hefði náðst samkomulag
um að ekki þyrfti að bera málið und-
ir Háskólaráð. Áhugasamir umsækj-
endur eiga því að geta skráð sig til
námsins hjá nemendaskrá háskól-
ans. Sigurður taldi að margir sem
eiga háskólanám að baki ættu að
geta lokið hjúkrunarfræðináminu á
tveimur og hálfu ári að meðaltali.
Það verði þó alltaf einstaklings-
bundið og muni m.a. ráðast af
menntun og bakgrunni hvers og
eins. „Þeir sem hafa áhuga á þessu
námi ættu bara að drífa sig í að skrá
sig,“ sagði Sigurður.
Ákveðið var í haust að bjóða þessa
námsleið til að bregðast við auknu
atvinnuleysi. Fólk sem hefur misst
vinnuna getur farið þarna í nýtt nám
án þess að þurfa að byrja frá grunni.
Samkvæmt auglýsingunni um námið
er miðað við að lágmarksfjöldi nem-
enda verði 20 og 40 að hámarki.
Mikið atvinnuöryggi
„Við fögnum því að hægt verði að
fara þessa leið,“ sagði Sóley S. Ben-
der, deildarforseti hjúkrunarfræði-
deildar. Hún sagði að í gegnum tíð-
ina hefðu margir komið til náms í
hjúkrunarfræði með aðra háskóla-
menntun að baki. Þetta væri því í
sjálfu sér ekki óvanalegt.
„Nú standa margir á tímamótum.
Þarna gefst fólki kostur á að mennta
sig á sviði þar sem atvinnuöryggi
hefur verið til staðar. Það hefur ver-
ið næga vinnu að fá í hjúkrunar-
fræði. Fyrst þessi leið hefur opnast
þurfum við að skoða þá sem hafa
sýnt þessu áhuga og opna fyrir
skráningu þeirra.“
Ný leið að BS-námi í
hjúkrunarfræði við HÍ
Sigurður
Guðmundsson
Sóley S.
Bender
Skipholt 50c
www.salka.is
• Flott á skrifborðinu
• Smart í veskinu
• Sæt á náttborðinu
SKAPANDIOGHVETJANDI
í annríki dagsins!
Konur eiga orðið er einstök dagatalsbók með mynd-
skreyttum hugleiðingum. Konur, þetta er bókin okkar!
SKÍÐASVÆÐIÐ í Bláfjöllum verð-
ur opið í dag og um helgina. Búið er
að opna svæðið í kringum Kóngs-
gilið. Enn vantar hins vegar upp á
snjóalög til að opna allt svæðið.
Árskortasala hefur líka farið vel
af stað að sögn Einars Bjarnasonar,
rekstrarstjóra Bláfjalla. Landinn
virðist því staðráðinn í að skemmta
sér heima fyrir á skíðum í vetur.
Skíðafæri
komið í Bláfjöll