Morgunblaðið - 19.12.2008, Síða 14

Morgunblaðið - 19.12.2008, Síða 14
14 FréttirALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008 A T A R N A Sverrir er kominn á geisladisk Yndislega heillandi geisladiskur með grípandi góðum lögum og bráðskemmtilegum smellnum textum eftir Sverri Norland. Kassagítarinn og munnharpan góða eru vitaskuld á sínum stað, og auk þess þriggja manna úrvalshljómsveit og snjall bakraddaflokkur. Nú færðu á einum diski lögin, sem Sverrir hefur undanfarið verið að flytja út um allt við frábærar undirtektir, svo sem Heimsins elsta ungfrú, Manni/kona, Eplasöngur, Það var til orð, Þarf þitt þel og Hol djúpsvört nótt. Diskur handa öllum, sem hafa gaman af vandaðri tónlist og unna góðri textagerð á móðurmálinu eina og sanna. Handa allri fjölskyldunni og öllum vinum nær og fjær. Fæst í öllum helstu plötu- og bókaverslunum. Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Patti húsgögn landsins mesta úrval af sófasettum kr.239.900,- verð nú VERÐHRUN Leður sófasett 3+1+1 verð áður 359.900 Slappaðu afum jólin Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn EINKAVÆÐINGARFERLIÐ sem fór í gang í sparisjóðum landsins fyrir nokkrum árum var afar óheppilegt og varð til þess að þeir misstu sér- stöðu sína og jafnvel sjónar á hlutverki sínu. Þetta kom fram í máli Björgvins G. Sigurðssonar við- skiptaráðherra í utandagskrárum- ræðum á Alþingi í gær og tóku þingmenn bæði Vinstri grænna og Framsóknar- flokks undir með honum. Sparisjóð- irnir hafi tekið þátt í græðgis- væðingunni þar sem aðeins var hugsað um skjótan hagnað. Heimild ráðherra til að leggja fé til sparisjóðanna Höskuldur Þór Þórhallsson, þing- maður Framsóknar, var málshefj- andi og lagði hann áherslu á að það hlyti að vera forgangsmál að standa við bakið á smærri fjármálafyrir- tækjum. Þau væru sá angi fjármála- kerfisins sem hefði hagað málum sínum af ráðdeild og skynsemi. Verklagsreglur um framlög rík- issjóðs til sparisjóðanna voru kynnt- ar í gær en samkvæmt þeim verður fjármálaráðherra heimilt að leggja sparisjóði til fjárhæð sem nemur allt að 20% af bókfærðu eigin fé hans. Til að fá slíkt framlag þarf að liggja fyrir að féð sé hluti af raun- hæfri endurskipulagningu á fjárhag viðkomandi sparisjóðs, m.a. með því að fyrir liggi rekstraráætlun sem tekur tillit til breyttra aðstæðna í ís- lensku efnahagslífi. halla@mbl.is Misstu sjón- ar á hlut- verki sínu Sparisjóðirnir með í græðgisvæðingu Björgvin G. Sigurðsson 120 milljónir í viðbót Meirihluti fjárlaganefndar hefur skil- að áliti sínu á fjáraukalagafrumvarp- inu og gerir tillögur um hækkanir sem nema samtals 120,5 milljónum króna. M.a. stendur til að veita 30 milljónir til að undirbúa rannsókn á aðdraganda og orsökum banka- hrunsins og lagt er til að rekstrar- grunnur Sinfóníuhljómsveitarinnar verði styrktur með 16 milljónum. Þá verður 7 milljónum varið í að breyta ósi Skjálfandafljóts og koma honum í eldri farveg. Frumvarpið fer nú til annarrar umræðu en nefndin mun setja fram nánari tillögur fyrir þriðju umræðu. Reglur á leiðinni Verklagsreglur bankanna um út- lán eru vænt- anlegar, að því er fram kom í svari Björgvins G. Sig- urðssonar, við- skiptaráðherra, við fyrirspurn Árna Páls Árna- sonar á Alþingi í gær. Lagði Björgvin áherslu á jafn- ræði og gegnsæi í þeim efnum. Fleiri Íslendingar Íslenskum ríkisborgurum fjölgar um 31 samkvæmt frumvarpi sem alls- herjarnefnd hefur lagt fram. Yngsti nýi Íslendingurinn er sextán ára og sá elsti 87 ára. Meðal fæðingar- landa eru: Taíland, Íran, Króatía, Ind- land, Mexíkó, Ísland, Litháen, Bret- land og Nígería. Eins og til sjós Lækka á laun þeirra sem hæst hafa launin, sögðu þingmenn VG, Samfylk- ingar og Frjáls- lyndra í um- ræðum um frumvarp sem fel- ur í sér að Kjara- ráð taki ákvörðun um lækkun launa þingmanna og ráð- herra og annarra sem undir það heyra um 5-15%. Fjöldi hópa heyrir undir Kjararáð, þ.m.t. dómarar, prestar, skólameistarar framhalds- skóla og framkvæmdastjórar heil- brigðisstofnana. Þótti mörgum þing- mönnum að prestar ættu að vera undanþegnir launalækkun, enda teldust þeir varla hálaunahópur. Grétar Mar Jónsson, Frjálslyndum, velti því upp hvort ekki ætti að vera almennt það fyrirkomulag sem tíðk- ast til sjós, að æðsti stjórnandi væri aldrei með meira en tvö- til þreföld lægstu laun. Hver ræður trúnni? Katrín Jakobs- dóttir, VG, hefur lagt fram fyrir- spurn til dóms- og kirkjumálaráð- herra um hvort ástæða sé til að breyta lögum þannig að for- eldrar eða forsjár- aðilar taki sameig- inlega ákvörðun um skráningu barns í trúfélag. Eins og staðan er í dag skráist barn sjálf- krafa í sama trúfélag og móðir þess. Ný lög taka gildi Alþingi samþykkti tólf frumvörp í gær. Stofnun embættis héraðs- saksóknara verður frestað, fyrirtæki munu geta gefið út ársreikninga sína í erlendri mynt, og ÁTVR inn- heimtir héðan af gjald af birgjum vegna kostnaðar við að taka nýja vöru til sölu. Dráttarvextir verða nú 7% en voru áður 11% og lög um kísilgúrverk- smiðju við Mývatn hafa verið felld úr gildi. Kísilgúrsjóður verður lagður niður og iðnaðarráðherra verður heimilt að ráðstafa eignum hans með samningi við Atvinnuþróunarfélag Þing- eyinga. Árni Páll Árnason Grétar Mar Jónsson Katrín Jakobsdóttir ÞETTA HELST … Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is „ÞETTA er kattarþvottur hjá rík- isstjórninni þó hún sé að stíga örlítið skref,“ sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, í umræðum um eft- irlaunafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra mælti fyrir því á ellefta tímanum í gærkvöld. Frumvarpinu er ætlað að færa líf- eyrisréttindi æðstu ráðamanna nær kjörum almennings og koma þannig til móts við mikla gagnrýni sem eft- irlaunalögin frá árinu 2003 hafa sætt. Allir flokkar stóðu að frumvarpinu á sínum tíma en þáverandi stjórn- arandstöðuflokkar féllu einn af öðr- um frá stuðningi við það. Séu með sama rétt og aðrir Ögmundur sagði nýja frumvarpið alls ekki ganga nógu langt enda af- næmi það ekki sérréttindakjör þing- manna og ráðherra. Gagnrýndi hann hversu seint frumvarpið kom fram og sagði að miðað við þau réttindi sem ráðherrar ávinna sér árlega þýddi þessi töf að þeir fengju aukalega tæp- ar 50 þúsund krónur á mánuði í líf- eyrisgreiðslur þegar þar að kæmi. Boðaði Ögmundur breytingartillögur þess efnis að sama gildi um lífeyr- isréttindi ráðamanna og annarra op- inberra starfsmanna og að þess yrði óskað að hver og einn þingmaður gerði grein fyrir afstöðu sinni. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, tók í sama streng og sagði sinn flokk vilja afnema sér- réttindin. Hún og Guðjón A. Krist- jánsson, formaður Frjálslyndra, voru bæði ósátt við að málið skyldi rætt svo seint að kvöldi og að til stæði að afgreiða það í svo miklum flýti. Kattarþvottur þó að örlítið skref sé stigið Morgunblaðið/Ómar Smá geispi Þeir eru langir dagarnir á Alþingi nú þegar jólin nálgast og ekki laust við að sumir séu þreyttir. Eftirlaunafrumvarp ríkisstjórnarinnar var rætt í gærkvöld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.