Morgunblaðið - 19.12.2008, Page 16

Morgunblaðið - 19.12.2008, Page 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008 FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is „ÉG sé jákvæð merki þess að að- gerðir sem gripið var til í kjölfar bankahrunsins, á grundvelli sam- komulags íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), hafi aukið stöðugleika í efnhags- málum,“ segir danski hagfræðing- urinn Poul Mathias Thomsen, spurð- ur um stöðu efnahagsmála á Íslandi nú, rúmlega tveimur og hálfum mán- uði eftir að bankakerfið hrundi. Thomsen hefur annast málefni Ís- lands frá því að íslensk stjórnvöld óskuðu eftir aðstoð frá sjóðnum en hann er aðstoðarframkvæmdastjóri Evrópudeildar sjóðsins. Frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjáv- ar. Stöðugleiki forgangsmál Thomsen segir nauðsynlegt hafa verið að mæta bráðum vanda á gjaldeyrismarkaði sem blasað hafi við. Gripið hafi verið til ráðstafana sem miðuðu að því að koma stöðug- leika á viðskipti með krónuna. „Það er meiri stöðugleiki á krónunni og hún hefur styrkst frá hennar veik- asta gengi að undanförnu. Aðal- atriðið í upphafi var að bregðast við því áfalli sem hagkerfið varð fyrir, sem gróf undan forsendum fyrir eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum,“ segir Thomsen. Hann telur að þróun mála hafa verið í takt við það sem áætlunin sem unnið er eftir geri ráð fyrir. Því miður sé aukið atvinnu- leysi hluti af því sem búist var við og það muni aukast enn á næsta ári. Aðspurður hvort viðskipti á gjald- eyrismarkaði geti talist stöðug og eðlileg í ljós gjaldeyrishafta sem nú eru við lýði, segir hann þau hafa ver- ið nauðsynleg. Mikilvægt sé þó að skapa aðstæður sem allra fyrst til að mögulegt sé að afnema þau. „Það voru uppi áhyggjur hjá IMF, stjórn- völdum og Seðlabanka Íslands, af því að erlent fé myndi streyma úr landinu um leið og krónan yrði sett á flot. Við því var brugðist með gjald- eyrishöftum, eða gjaldeyrisstjórn, sem litið er á sem tímabundna að- gerð til þess að koma í veg fyrir stór- kostlegan efnhagslegan skaða. Þeg- ar rétti tíminn gefst, það er þegar nægur stöðugleiki hefur náðst, er hægt að minnka gjaldeyrishöftin og afnema þau smám saman.“ Þörf umræða um gjaldmiðil Thomsen hefur undanfarna daga fundað með fræðimönnum, stjórn- málamönnum og embættismönnum þar sem staða efnahagsmála hefur verið rædd. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins lögðu Thomsen og aðrir fulltrúar IMF áherslu á að fá að ræða við þá sem gagnrýnt hafa stefnu sjóðsins og aðgerðaáætlunina sem unnið er eftir. Var meðal annars rætt við íslenska fræðimenn á fundi í Þjóðmenningarhúsinu seinni part- inn á fimmtudag. Thomsen segist gera sér grein fyrir að mikil umræða fari fram í landinu um hvað gjaldmiðil eigi að nota á Íslandi til framtíðar. Þetta sé þörf umræða og hana þurfi að leiða til lykta. „IMF hefur ekki skoðun á því hvort taka eigi upp nýjan gjald- miðil einhliða, eða með öðrum hætti. Það er umræðuefni sem er IMF óviðkomandi. Við einbeitum okkur fyrst og fremst að því að horfa fram á veginn og vinna að áætluninni. Það hvort nauðsynlegt sé að breyta um gjaldmiðil tengist ekki áætluninni sem unnið er eftir þar sem það er ekki hluti af skammtímaverkefn- unum sem við erum að eiga við.“ Aðspurður hvort krónan sem slík sé sjálfstætt efnahagsvandamál, eins og ýmsir hafa sagt, segir Thom- sen það ekki vera IMF að leiða um- ræðu um það mál og komast að nið- urstöðu. Framfylgd áætlunarinnar sem fyrir liggur sé það sem öllu skiptir. „Á næstu misserum þarf að horfa til þess, hvert sé rétt verðgildi á krónunni. Það þarf að finna það og það gerist aðeins með því að koma á stöðugleika. Umræðan um gjaldmið- ilinn er mjög áhugaverð og rökræð- an um málið beinskeytt, eins og ég hef gert mér grein fyrir. Eins og áð- ur sagði, þá hefur IMF ekki skoðun á þessu máli heldur er fyrst og fremst horft til þess að vinna eftir áætluninni. Hún gerir ráð fyrir því að koma á stöðugleika á gjaldeyris- markaði, áður en til annarra aðgerða er beinlínis gripið. Það er það sem við erum að einbeita okkur að.“ Vaxtastefnan eðlileg Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru nú þeir hæstu meðal ríkja í heiminum með þróaða fjármála- markaði. Þeir eru 18 prósent. Í ríkjum víða um heim hafa seðla- bankar gripið til þess ráðs að lækka stýrivexti mikið til að efla atvinnulíf, það er að koma meira af ódýru fjár- magni í umferð. Til að mynda lækk- aði Seðlabanki Bandaríkjanna vexti niður í 0-0,25% fyrr í vikunni. Thomsen segir sérstækar að- stæður á Íslandi kalla á að stýrivöxt- um sé haldið háum. „Hvort er nei- kvæðara fyrir hagkerfið, að verðgildi krónunnar hrapi enn meira eða að stýrivextirnir séu háir til þess að koma í veg fyrir hrapið og hjálpa til við að ná stöðugleika? Ég tel í ljósi aðstæðna á Íslandi, meðal ann- ars hárrar verðbólgu, að það sé nauðsynlegt að halda vöxtum háum og þeir geta í sjálfu sér ekki verið miklu lægri,“ segir Thomsen. Aðeins þannig sé hægt að endurheimta nauðsynlegt traust á hagkerfinu. „Ég tel að það verði hægt lækka stýrivextina hratt á næsta ári, sam- hliða minnkandi verðbólgu og meiri stöðugleika á gjaldeyrismörkuðum.“ Árangur erfiðisins Thomsen segir verkefni Íslands vera ærið, þegar horft er til efna- hagslegrar uppbyggingar. Að- spurður hvernig hann telji stöðuna verða eftir hálft ár, segist hann vera bjartsýnn, þrátt fyrir allt. „Ég held að stýrivextirnir verði umtalsvert lægri og gjaldeyrisviðskipti í fastari skorðum. Auk þess tel ég að góður árangur hafi náðst á öðrum sviðum sem unnið er að. En allt byggir þetta á mikilli og krefjandi vinnu þar sem margir þurfa að leggja mikið á sig.“ Gengið vel en langt í land Morgunblaðið/Ómar Unnið ötullega Poul Mathias Thomsen hefur að undanförnu staðið í ströngu. Unnið er eftir strangri áætlun til að reisa íslenskan efnahag við. Kapp er lagt á að ná stöðugleika á gjaldeyrismarkaði.  Jákvæð merki sjást um að áætlun íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé að bera árangur  Háir stýrivextir nauðsynlegir tímabundið  Bjartsýnn á betri stöðu innan hálfs árs „Gagnrýnin á starf Alþjóðagjald- eyrissjóðsins í efnahagsniður- sveiflum annars staðar í heiminum hefur stundum átt rétt á sér, og stundum ekki að mínu mati,“ segir Poul Mathias Thomsen. Hann segir stöðu Íslands nú ekki vera sam- bærilega við önnur mál sem Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur komið nálægt. Ólíkt öðrum að- stoðaráætlunum sjóðsins, þar á meðal í Asíu á níunda áratugnum og Argentínu árið 2000 og 2001, þá miðast aðstoðin á Íslandi við að ná tökum á „bráðri neyð“. „Það sem gerðist á Íslandi er frábrugðið því sem hefur gerst annars staðar. Á mjög skömmum tíma fór staða ríkissjóðsins úr því að vera jákvæð í að vera mjög neikvæð. Þetta gerðist á einni nóttu, svo að segja. Þess vegna miða allar aðgerðir okkar við það að ná lágmarksstöð- ugleika áður en hægt er að taka frekari uppbyggingarskref. Vand- inn hér er bráðavandi sem þurfti að bregðast við með mjög róttæk- um aðgerðum.“ Thomsen segist vel geta viður- kennt að hluti af gagnrýni sem komið hefur fram á sjóðinn vegna aðgerða í Asíu og víðar sé eitthvað sem sjóðurinn hefur lært af. Nú reyni hins vegar mjög á hæfni starfsfólks sjóðsins þar sem staða mála í heiminum sé slæm. Íslandsaðstoðin annars eðlis en önnur mál TB W A\ R EY KJ AV ÍK \S ÍA \0 83 86 8 Allir sem eiga miða í desember 2009 geta átt von á sérstökum 75 milljóna króna vinningi sem dreginn verður út í seinni útdrætti þann mánuðinn. Númerið fer einu sinni í pottinn fyrir hvern greiddan mánuð, þannig að sért þú með strax frá upphafi árs, getur þú tólffaldað möguleikana. Nú fást miðar í sérstakri gjafaöskju á afmælissýningu okkar í Smáralind, hjá aðalumboði og umboðsmönnum um allt land. Gleddu vin og stuðlaðu um leið að uppbyggingu Háskólans. Svo getur þú auðvitað keypt einn fyrir þig í leiðinni! Nánari upplýsingar á sölustöðum, í síma 800 6611 eða á hhi.is. vænlegast til vinnings HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Gefur þú stærstu jólagjöfina í ár?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.