Morgunblaðið - 19.12.2008, Qupperneq 18
HRÁOLÍUVERÐ hélt áfram að
lækka í gær og endaði tunnan í 38,64
dollurum. „Það er engin eftirspurn
eftir olíu núna,“ segir Peter Beutel
hjá Cameron Hanover. Verð á hrá-
olíu hefur ekki verið lægra í fjögur
ár, eða síðan í júlí 2004.
Miklar uppsagnir í bandarísku at-
vinnulífi hafa haft í för með sér
minni orkuþörf og þar með minni
eftirspurn eftir olíu. JP Morgan
breytti í gær spá sinni um olíuverð á
næsta ári úr 69 dollurum í 43 dollara
og sagði skýringuna vera „hnignun á
mörkuðum og minni eftirspurn eftir
olíu á heimsvísu“. Olíuverð hefur
lækkað um 73 prósent síðan í júlí á
þessu ári. Samtök olíuframleiðslu-
ríkja, OPEC, tilkynntu fyrr í vikunni
að þau hygðust draga úr olíufram-
leiðslu um tvær milljónir tunna á
dag frá og með næstu áramótum, úr
rúmlega 27 milljónum tunna í rúm-
lega 25 milljónir. Aðgerðir OPEC
um að örva eftirspurnina virðast því
hafa brugðist. „OPEC er hreinlega
aflvana í augnablikinu,“ segir Jim
Ritterbusch, forseti Ritterbusch and
Association, sem er ráðgjafarfyrir-
tæki á sviði hráolíuviðskipta.
thorbjorn@mbl.is
Olíuverð ekki
lægra í fjögur ár
Reuters
Borpallur Minni orkuþörf þýðir
minni eftirspurn eftir olíu.
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
EKKERT annað ríki með þróaðan
fjármálamarkað er með jafnháa
stýrivexti og Ísland, en hér eru
þeir 18% en verðbólgan er 17,1%
samkvæmt nýjustu mælingum og
því eru raunvextir 0,9%.
Gylfi Zoëga, prófsessor hag-
fræði, segir að þessir stýrivextir
séu réttlætanlegir í ljósi þess
hversu gríðarlega skuldsett þjóðin
er í formi gengistryggðra lána.
Hliðaraðgerð fyrir gengið
„Mjög mörg fyrirtæki eru
tæknilega gjaldþrota og það er
verið að reyna með áætlun Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins að koma
krónunni á flot með ákveðnum tak-
mörkunum. Krónan má ekki verða
of lág því þá rjúka skuldir fyr-
irtækjanna upp úr öllu valdi. Háir
stýrivextir eru hliðaraðgerð til
þess að koma á stöðugleika á
gjaldeyrismarkaði,“ segir Gylfi.
Hann tekur sem dæmi að Banda-
ríkjamenn þurfi ekki á háum stýri-
vöxtum að halda því þeirra skuldir
séu í dollurum, en stýrivextir í
Bandaríkjunum eru aðeins 0,25%
og verðbólga mun minni en hér á
landi. „Við höfum komið okkur í
ógöngur með skuldasöfnun í er-
lendri mynt,“ segir Gylfi.
Gylfi Magnússon, dósent í hag-
fræði, bendir á að raunvextir séu
aðeins 0,9%. „Við getum varla ver-
ið með lægri stýrivexti. Það er allt
útlit fyrir að vextirnir lækki mjög
hratt ef gengið nær einhverri fót-
festu því núna er eiginlega öll
verðbólga á Íslandi innflutt vegna
falls krónunnar,“ segir Gylfi. Hann
segir að búast megi við að það
dragi hratt úr verðbólgu þegar
krónan styrkist.
Krónubréfin stórt vandamál
„Eitt af stóru vandamálunum
sem við stöndum frammi fyrir er
að það er gríðarlega mikið fé í
krónum sem erlend fyrirtæki eiga
á Íslandi, sem er fast hérna vegna
gjaldeyrishafta. Með því að hafa
raunvextina ekki neikvæða er ver-
ið að auka líkurnar á því að það fé
fari ekki allt úr landi við fyrsta
tækifæri,“ segir Gylfi Magnússon.
Geta réttlætt
háa stýrivexti
Okkar vextir meðal þeirra hæstu í heimi
Í HNOTSKURN
»Áður en Seðlabankinnhækkaði stýrivexti í 18%
lækkaði hann þá úr 15 niður í
12. Nafnarnir Gylfi og Gylfi
segja þá ákvörðun óskiljan-
lega.
» Í Svíþjóð eru stýrivextir2% en Svíar eru ekki jafn
skuldsettir og við í erlendri
mynt og þar er verðbólga ekki
jafnmikil.
»Seðlabankinn ætti aðlækka stýrivextina um leið
og verðbólgan minnkar og
stöðugleiki myndast á gjald-
eyrismarkaði.
18 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008
Þetta helst ...
● Flest félögin í Kauphöllinni lækkuðu í
gær. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,8%
og var lokagildi hennar 362 stig. Mest
lækkun varð á hlutabréfum Bakkavar-
ar, eða 15,6%. Eitt félag hækkaði, Ice-
landair, um 0,4%. Mest viðskipti voru
með hlutabréf Straums eða fyrir um
48 milljarða króna. Heildarviðskipti
námu um 14 milljörðum króna. Þar af
voru viðskipti með hlutabréf um 129
milljónir. Hlutabréfavísitölur í helstu
kauphöllum Evrópu ýmist hækkuðu
eða lækkuðu lítillega í gær.
Lækkun í Kauphöllinni
● Gengi krónunnar lækkaði í gær og
gengisvísitalan stóð í 217,50 stigum við
lokun. Krónan veiktist því um 4,7%.
Bandaríkjadollar kostar núna 119,74 kr.
og evra 170,82 kr. „Það eru mjög lítil
viðskipti og því þarf mjög lítið til að
hreyfa við genginu,“ segir Ingólfur Ben-
der, forstöðumaður greiningar Glitnis.
Ingólfur segir að ástæða veikingar geti
verið aukin gjaldeyrisviðskipti vegna
nýrra reglna sem komu út í vikunni og
rýmkuðu heimildir til gjaldeyris-
viðskipta. Skýringar á veikingu gætu
jafnframt hugsanlega falist í ein-
stökum viðskiptum, enda markaðurinn
mjög grunnur. thorbjorn@mbl.is
Krónan lækkar og evra
kostar núna 171 kr.
● Fjármálaeftirlitið
(FME) hefur sektað
Icelandair Group
um eina milljón
króna vegna brota
á lögum um verð-
bréfaviðskipti.
FME komst að
þeirri niðurstöðu að
félagið hefði brotið
gegn lögunum með því að tilkynna ekki
innan lögmæltra tímamarka tvenn við-
skipti fruminnherja með bréf í félaginu.
Lögum samkvæmt þarf útgefandi verð-
bréfa að tilkynna samdægurs til FME
þegar fruminnherji hefur tilkynnt honum
um viðskipti með bréf hans.
thorbjorn@mbl.is
Fjármálaeftirlitið sektar
Icelandair Group
Eftir Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
FLÓKIN endurskipulagning á fjár-
hagslegri uppbyggingu Milestone er
á lokastigi. Guðmundur Ólason, for-
stjóri félagsins, segir ótímabært að
úttala sig um stöðu mála þar sem
ekki sé enn búið að klára samninga
við alla kröfuhafa. Markmiðið sé að
tryggja áframhaldandi rekstur fyr-
irtækja félagsins, sem að stærstum
hluta séu háð eftirlitsskyldu trygg-
inga- og fjármálafyrirtækja. Allar
eignir séu lágt verðmetnar í dag í
kjölfar alþjóðlegs hruns á mörkuð-
um. Því fari hagsmunir félagsins og
kröfuhafa saman ef beðið er með
sölu eigna.
Guðmundur segir að ekki standi til
að afskrifa nein lán heldur skapa
rými til að ná verðmætum upp í kröf-
urnar. Hann er bjartsýnn á að það
takist enda standi grunnrekstur fé-
laga innan samstæðunnar almennt
vel.
Skuldar yfir 100 milljarða
Skuldir Milestone nálgast nú að
vera 115 milljarðar króna á meðan
verðmæti eigna er um 60 milljarðar
króna samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins. Stór hluti eigna og
skulda er í erlendri mynt.
Í samningaviðræðum við lánveit-
endur er lagt til að þeir breyti 30% af
kröfu sinni í lán. Hluti af láninu verð-
ur víkjandi. Þessi aðgerð styrkir
efnahag félagsins. Fyrir afganginn
af kröfunni, eða 70%, fær lánveitandi
rétt til að eignast hlutabréf í Mile-
stone. Glitnir er stærsti kröfuhafinn.
Tæknilega er hægt að segja að sá
hluti lánsins sé afskrifaður. Ef eignir
félagsins hækka hins vegar geta
kröfuhafar nýtt áunninn rétt til
kaupa á hlutabréfum. Þannig geta
þeir fengið andvirði lánsins greitt
aftur í ákveðnum hlutföllum við
verðmætaaukningu eigna.
Sem dæmi eru eignir Milestone nú
metnar á 60 milljarða króna. Í byrj-
un þessa árs voru eignirnar metnar á
yfir 160 milljarða króna. Endur-
heimtuhlutfall kröfuhafa nálgast það
að vera 100% ef eignirnar eru metn-
ar á 130 milljarða króna samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins.
Núverandi eigendur þynnast út
Núverandi eigendur Milestone,
bræðurnir Karl og Steingrímur
Wernerssynir, munu einnig njóta
þess ef vel gengur. Þeir munu fá 13%
af hlutafé félagsins og eiga endur-
kauparétt á 27% til viðbótar af Glitni.
Samanlagt geta þeir eignast 40% af
útgefnu hlutafé.
Hins vegar fá lánveitendur for-
gang til allra útgreiðslna úr félaginu
þangað til skuldin við þá er að fullu
bætt. Bræðurnir geta heldur ekki
innleyst neinn hagnað af hlutabréfa-
eign sinni fyrr en búið er að uppfylla
skilmála við kröfuhafa.
Með þessum aðgerðum er talið að
gætt sé að hagsmunum kröfuhafa,
650 starfsmanna og tveggja milljóna
viðskiptavina félaga sem starfa und-
ir hatti Milestone. Komið er í veg
fyrir nauðungarsölu á eignum og
kröfur um styrkan efnahag eignar-
haldsfélaga fjármálafyrirtækja upp-
fylltar.
Fjármálaeftirlitið í Svíþjóð hefur
ekki sett sig upp á móti þessu fyr-
irkomulagi.
Ekki stendur til að
afskrifa lán Milestone
Kröfuhöfum boðið að breyta kröfum sínum í lán og hlutabréf
Í HNOTSKURN
»Fyrirtæki í eigu Mile-stone sem eru með starf-
semi á Íslandi eru m.a.
Sjóvá, Askar, Lyf og heilsa
og Avant.
»Meginstarfsemin er rekinfrá Svíþjóð undir hatti
Moderna Finance.
» 90% af eignum félagsinseru eftirlitsskyld trygg-
inga- og fjármálafyrirtæki.
ÞEGAR FS7, félag Finns Ingólfs-
sonar, keypti fjórðungshlut í
Langflugi í desember 2006 tók það
einnig á sig ábyrgð á fjórðungi
skulda Langflugs, sem voru um
fimm milljarðar króna.
„Rétt er, sem kom fram í grein í
Morgunblaðinu í gær, að FS7
greiddi einn milljarð fyrir hlutinn,
en þegar tekið er tillit til skulda
Langflugs fær FS7 sinn óbeina
hlut í Icelandair á sama gengi og
aðrir kaupendur,“ segir Finnur.
„Þegar ég sel svo hlut FS7 í
ágúst 2007 er söluhagnaðurinn því
tæpar 400 milljónir, en ekki einn
og hálfur milljarður, eins og látið
er liggja að í greininni.“
Seldi FS7 7,9% hlut sinn á geng-
inu 32 og var söluverðið því 2,53
milljarðar króna.
„Söluhagnaðurinn var meðal
annars notaður til að auka hlut
FS7 í Langflugi og á FS7 nú tvo
þriðju í félaginu og Gift einn
þriðja. Hefur það haft þau áhrif
að tapsáhætta Giftar hefur minnk-
að, en tapsáhætta FS7 hefur auk-
ist frá því sem var,“ segir Finnur.
bjarni@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hagnaður
400 milljónir
!!
!!"#$%$ &'
()*
+ ),!)'-./
0
)$%$ &'
1&'2).!
$
34 *$&,&$5&$6$7 87$ 9
:&$
**))$
;
**)3
*$
&,3<
)!!)
=$ ;!
>
$8)
!
"
#
?
*&$;&,)&, +%$ )
+,')68
$ %&
'
@)6!)'*)
.)
)9 6A ! .B
1&'
CD E
CE
F
GH FHE
5
F D
5
D F
G CH
5
5
5
H GEG
5
D
5
5
GIE
DICC
IG
IDE
GID
5
CIG
5
DIDC
FCID
CI
HI
FI
DGI
5
I
5
5
I
DIE
I
IG
GIGC
5
CIF
5
DIDE
FEI
CI
HDI
5
DI
DI
I
I
IF
8# )
")6!)'*
5
C
F
G
5
H
5
E
5
5
E
5
5
5
.
*).
")6! "
$6
C D DE
E D DE
E D DE
E D DE
E D DE
5
E D DE
G DE
E D DE
E D DE
C DE
E D DE
DE
E D DE
D DE
E D DE
DE DE
DE
● Vextir á millibankamarkaði í Lund-
únum, svokallaðir LIBOR-vextir, hafa
lækkað verulega á undanförnum mán-
uðum í helstu myntum. Þessi þróun er
jákvæð fyrir íslensk fyrirtæki og heimili
þar sem vaxtabyrði af erlendum lánum
lækkar. Frá október hafa þriggja mán-
aða LIBOR-vextir í dollar lækkað úr 7%
í ríflega 2%, að því er segir í morg-
unkorni Glitnis. thorbjorn@mbl.is
Lækkun vaxta á milli-
bankamarkaði jákvæð
● Fjármálaeftirlitið hefur sektað
Mosaic Fashions um eina milljón
króna fyrir að tilkynna ekki um við-
skipti fruminnherja með bréf í félaginu
innan lögmæltra tímamarka. Um var
að ræða sölu 15 fruminnherja og
fjárhagslega tengdra aðila á hlutum í
Mosaic á meðan tilboðstímabil vegna
yfirtökutilboðs Tessera Holding ehf. í
félagið stóð yfir frá 9. júlí til 7. ágúst
2007, en ekki var tilkynnt um við-
skiptin fyrr en 10. og 14. ágúst sama
ár. thorbjorn@mbl.is
Fjármálaeftirlitið sektar
Mosaic Fashions
● Fullyrt er að söluferli Kaupþings í
Svíþjóð sé á lokastigi og líklegast sé að
Ålandsbanken á Álandseyjum kaupi
reksturinn. Viðskiptavefurinn Affärs-
världen.se hefur þetta eftir heimildum.
Meðal hluthafa í Ålandsbanken er Ingv-
ar Kamprad, stofnandi IKEA, sem á 1%
hlut en stærstu hluthafar eru útgerð-
armenn og kaupsýslumenn á Álands-
eyjum. Áætlað markaðsvirði samein-
aðra banka er 130 milljónir evra.
Ålandsbanken að kaupa
Kaupþing í Svíþjóð