Morgunblaðið - 19.12.2008, Qupperneq 27
má áætla að fjöldi sérfræðinga að
baki fjárfestingum hvers árs sé sá
sem fram kemur í töflunni. Taka
verður fram að þessi vinna fellur
ekki öll til á sama ári og fram-
kvæmdirnar eiga sér stað. Vinna
sérfræðinga hjá verkfræðistofum og
fleiri aðilum hefst að öllu jöfnu fyrr
á undirbúningstímanum auk þess
sem á hverjum tíma stendur yfir
vinna við undirbúning framkvæmda
sem ekki eru hafnar. Allar tölur eru
í milljörðum íslenskra króna á verð-
lagi ársins 2007.
Hluti af þessari vinnu er þó unn-
inn af erlendum verkfræðistofum en
algengast er að erlendar verk-
fræðistofur vinni í samvinnu við og
undir stjórn íslenskra verk-
fræðistofa. Þegar búið er að taka til-
lit þess en bæta við þeim sér-
fræðistörfum sem unnin eru innan
orku- og iðjufyrirtækjanna sjálfra
má ætla að meðaltalsfjöldi þeirra
sérfræðinga innlendra fyrirtækja
sem árlega unnu við undirbúning,
hönnun og eftirlit framkvæmda í
orkuiðnaðinum á árunum 2003-2007
hafi verið 650 til 700 manns. Einnig
má ætla að heildargreiðslur fyrir
þessa þjónustu vegna framkvæmda
á árunum 2003-2007 til innlendra að-
ila hafi verið á bilinu 40 til 45 millj-
arðar íslenskra króna. Þær
greiðslur eru að hluta hreinar
gjaldeyristekjur frá erlendum fjár-
festingum, en að öðru leyti sparn-
aður á gjaldeyri vegna kaupa á
vinnu sem áður fyrr fór til stórra er-
lendra verkfræðistofa.
Hærra tæknistig
Þessi mikla rannsóknar- og verk-
fræðivinna fyrir orkuiðnaðinn hefur
aukið tæknilega getu og þekkingu í
landinu. Mikil reynsla og þekking
hefur byggst upp vegna þjálfunar
starfsfólksins sem hefur sífellt glímt
við ný og krefjandi verkefni en einn-
ig vegna nýrra strauma sem hafa
borist til landsins með þeim erlendu
fyrirtækjum sem unnið hefur verið
með. Í krafti þessarar reynslu hafa
innlendar verkfræðistofur afl til að
sinna með litlum fyrirvara þörfum
nýgreina í orkufreka iðnaðinum síð-
ustu árin.
Sem dæmi um þróun í starfs-
greininni má nefna að um nokkurt
skeið hafa íslenskar verkfræðistofur
haft samvinnu um rekstur á fyr-
irtækinu HRV ehf. sem sérhæfir sig
í áætlanagerð, hönnun, bygg-
ingastjórnun og annarri þjónustu
við álver. Á þess vegum hafa starfað
100-200 starfsmenn sem eru helstu
sérfræðingar landsins á þessu sviði.
HRV hefur, auk vinnu fyrir íslensku
álfyrirtækin, tekið að sér verkefni
erlendis og er nú að ljúka end-
urbyggingu álvers í Sundsvall í Sví-
þjóð. Þá eru íslensk verkfræðifyr-
irtæki þegar komin með nokkrar
starfsstöðvar erlendis sem byggja
öðru fremur á þeirri þekkingu sem
byggst hefur upp hér á landi í vinnu
fyrir orkuiðnaðinn á undanförnum
árum.
Alþjóðlegur þekkingariðnaður
Í því gjörbreytta efnahags-
umhverfi sem við búum nú við er
mikið rætt um að það verði að
byggja á þeirri sérþekkingu sem til
er í landinu. Við höfum í þessari
grein bent á hvernig uppbyggingin í
orkuiðnaðinum hefur komið fót-
unum undir öfluga atvinnugrein sem
er ráðgjafarverkfræðin. Í raun hef-
ur vöxtur orkuiðnaðarins stuðlað að
einni hröðustu uppbyggingu þekk-
ingariðnaðar sem þekkist í íslenskri
atvinnusögu. Hann hefur breytt ráð-
gjafarverkfræði úr innlendum smá-
fyrirtækjarekstri í alþjóðlega starf-
semi þar sem mikil tækifæri blasa
við ef rétt er á málum haldið. Grein-
in er að stíga sín fyrstu skref erlend-
is og býr þar að þessari innlendu
reynslu. Það er mat okkar að sam-
hliða þeirri vinnu sem væntanlega
er framundan næstu árin við orku-
frekan iðnað hér á landi muni byggj-
ast upp erlend orkutengd starfsemi
sem í fyllingu tímans muni taka við
þeirri innlendu þegar dregur úr
orkuuppbyggingunni hér á landi.
Eyjólfur er forstjóri
Mannvits hf. Sveinn er fram-
kvæmdastjóri Verkís hf.
Umræðan 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008
Í MORGUN-
BLAÐINU 14. des-
ember sl. leggur
Hjalti Þór Vignisson,
bæjarstjóri á Horna-
firði, áherslu á mik-
ilvægi flugvallar í
Vatnsmýri fyrir
sjúkraflug af lands-
byggðinni þó hann
hljóti að vita að völlurinn hefur
skelfileg áhrif á þróun borg-
arbyggðarinnar og þar með á að-
stæður fyrir sjúkraflutninga, eld-
varnir, löggæslu og aðra
öryggisgæslu á höfuðborgarsvæð-
inu. Um fullyrðingar Hjalta og
annarra landsbyggðarforkólfa um
sjúkraflug mætti segja þetta: Alla
sjúkraflutninga á Íslandi verður
að bæta verulega. – Vængjað
sjúkraflug er aðeins lítill hluti af
sjúkraflutningum. – Vængjað
sjúkraflug er þríþætt: bílferð að
flugvelli, flugferð og bílferð að
sjúkrastofnun. – Aðeins skal not-
ast við vængjað sjúkraflug þegar
sjúklingur er í „stöðugu“ ástandi
og flutningstími hefur ekki áhrif á
batahorfur hans. – Stórslasaða og
bráðveika ber að flytja með þyrlu
beint á sjúkrastofnun. – Bílferð að
flugvelli tekur að meðaltali um 1
klst. og flugferð tekur um 1 klst.
Langoftast bætist við bið (a.m.k.
0,5 klst.) vegna útkalls flugáhafna.
Það hvort bílferð að sjúkrastofnun
taki 10 eða 30 mínútur skiptir því
ekki máli. – Fjölga þarf flugvélum,
þyrlum og sjúkraflugvöllum. –
Stytta þarf viðbragðs-
tíma flugáhafna,
sjúkrabílstjóra og
hjúkrunarliðs. – Gnótt
fjár til eflingar sjúkra-
flutninga er nú bundin
undir flugbrautum í
Vatnsmýri.
Nefnd heilbrigð-
isráðherra skilaði
skýrslu um sjúkra-
flutninga 31. janúar
2008 (Sjúkraflutn-
ingar á Íslandi: Til-
lögur nefndar 31. jan-
úar 2008). Tekið skal heilshugar
undir flest, sem þar er sagt.
Að öðru leyti er þetta að segja
um skrif Hjalta Þórs Vignissonar
og annarra landsbyggðarforkólfa
nýverið: Flugvöllur í Vatnsmýri er
aðalorsakavaldur þess að miðbær
Reykjavíkur koðnaði niður, að út-
þensla byggðar á höfuðborg-
arsvæðinu er stjórnlaus (13.500 ha
svæði á við San Francisco og Par-
ís), að grunnur nærþjónustu og
Strætó er hruninn, að fæstir kom-
ast erinda sinna gangandi, að
mestöll verslun er í „kringlum“ og
að þar er nú bílasamfélag án hlið-
stæðu. Hóflaus einkaneysla og só-
un tíma, fjármuna og tækifæra,
sem einkenna bílasamfélagið,
koma þjóðinni illa nú. Við blasa
risavaxinn bílafloti, hálfkaraðar
byggingar, lífsstílsbruðl og óskil-
virkur rekstur heimila, fyrirtækja
og sveitarfélaga.
Hjalti Þór Vignisson, Birna
Lárusdóttir, Sigrún Jakobsdóttir
og aðrir landsbyggðarforkólfar
bera þunga ábyrgð á stöðu höf-
uðborgarinnar. Þeir hafa löngum
misnotað illa fengin yfirráð yfir
flugvelli í Vatnsmýri og misvægi
atkvæðanna, gert flokkssystkin
sín í ráðhúsi Reykjavíkur að
strengjabrúðum og þrýst þeim til
uppgjafar og undanhalds í helstu
hagsmunamálum borgarbúa,
brotthvarfi flugvallar og betri
stofnbrautum. Borgaryfirvöld láta
undan þessum þrýstingi í stað
þess að efla borgina og bregðast
þannig kjósendum sínum. En
skipulagsvaldið er þó hjá borg-
arstjórn og henni ber að hafa hag
borgarbúa að leiðarljósi. Líkt og
fram að stríði hefði Reykjavík
þróast áfram sem „evrópsk“ borg
án flugvallar. Það hefði m.a. haml-
að fólksflótta á „mölina“. Tjónið er
ólýsanlegt.
Á lýðveldistímanum nemur það
þúsundum milljarða í auknum
stofn- og rekstrarkostnaði heimila,
fyrirtækja og sveitarfélaga, í
tímasóun, aksturskostnaði og
heilsutapi í stækkandi borg. En
ábati af þéttri og blandaðri mið-
borgarbyggð með 45 þúsund íbú-
um og störfum í Vatnsmýri er
mikill: Stjórnlaus útþensla byggð-
ar stöðvast, vítahringur bíla-
samfélagsins rofnar, akstur
minnkar um 40% og borgin verður
mannvæn og skilvirk. Þá skapast
m.a. betri aðstæður fyrir eldvarn-
ir, sjúkraflutninga, löggæslu og
aðra öryggisgæslu á höfuðborg-
arsvæðinu. Og völlurinn gagnaðist
aldrei dreifbýlinu í að sporna við
fólksflótta enda er íbúafjöldi víða
kominn niður fyrir þau mörk þjón-
ustu, sem flestir vija. Hann er enn
í Vatnsmýri og stuðlar þvert á
móti að fólksflótta því af hans
völdum uxu þéttbýli, sem buðu
upp á góða millilendingu fyrir ný-
aðflutta. Völlurinn þjónar einkum
þörfum landsbyggðarforkólfa, sem
einatt fljúga og aka á annarra
kostnað. Hann er í raun mik-
ilvægur hluti byggðastefnunnar,
oft nýttur til að sefja landsbyggð-
arbúa, sem eru enn án boðlegra
vega af því að þingmenn þeirra
fóru illa með vegafé. Völlurinn
sameinar margar sveitarstjórnir í
glímu þeirra við tilvistarangist og
brottflutning ungs fólks vegna
vondrar byggðastefnu, óvægins
framsals kvóta og vítahrings fá-
breytni. En hann er ekki síst risa-
vaxinn leikvöllur ábyrgðarlítilla
flugáhugamanna. Samgöngu-
ráðherra og önnur landsbyggð-
aröfl ráða stofnbrautum, vegafé,
lofthelgi borgarinnar og flugvelli
og þar með öllu, sem máli skiptir
um þróun borgarinnar. Og þessu
valdi er beitt ótæpilega gegn
borgarbúum í þjónkun við ímynd-
aða hagsmuni, sem landsbyggð-
arforkólfar móta í bakherbergjum
og berjast fyrir með kjafti og
klóm á landsfundum lands-
málaflokka. Þar ráðast örlög þjóð-
ar, oft með ólýðræðislegri hætti
en orð fá lýst, sbr. landsfundi
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.
Í þessu ljósi eru skrif Hjalta
Þórs Vignissonar og annarra
landsbyggðarforkólfa varla verð
þess að eltar séu við þau ólar.
Strengjabrúður
Örn Sigurðsson
svarar skrifum um
Reykjavík-
urflugvöll
Örn Sigurðsson
» Landsbyggðarfor-
kólfar gera sam-
flokksmenn í borg-
arstjórn að
strengjabrúðum, mis-
beita misvægi at-
kvæðanna og illa fengn-
um yfirráðum yfir
flugvellinum
Höfundur er arkitekt.