Morgunblaðið - 19.12.2008, Side 28

Morgunblaðið - 19.12.2008, Side 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008 ✝ Kristín Haralds-dóttir fæddist í Keflavík 23. júní 1958. Hún lést á heim- ili sínu föstudaginn 12. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Haraldur H. Ólafsson, f. 12.3. 1936 og Halldóra Þor- steinsdóttir, f. 23.4. 1934. Systkini Krist- ínar eru: Þorsteinn, f. 7.8. 1956, kvæntur Ja- nette Haraldsson og eiga þau tvö börn, Sigrún, f. 12.2. 1961, gift Birni Odd- geirssyni og eiga þau tvö börn, Ólöf, f. 1.11. 1968, gift Ásgeiri Þór- issyni, þau eiga þrjú börn, og Sig- urður, f. 20.3. 1970, kvæntur Unu Sigurðardóttur og eiga þau fjögur börn. Kristín giftist 30.3. 1985, Guð- mundi Ómari Sighvatssyni, f. 30.5. 1958. Foreldrar hans eru Ingveldur Hafdís Guðmunds- dóttir, f. 23.12. 1923 og Sighvatur Jón Gíslason, f. 16.6. 1920, d. 7.7. 2001. Börn Kristínar og Guð- mundar eru: 1) Har- aldur Freyr, f. 14.12. 1981, kvæntur Freyju Sigurðardóttur, f. 16.11. 1981. Sonur þeirra er Aron Freyr Haraldsson, f. 12.11. 2007. Fyrir átti Freyja soninn Jökul Mána Jakobsson, f. 27.10. 2003. 2) Bryndís, f. 22.7. 1988, unnusti Aron Ómarsson, f. 19.3. 1988. 3) Íris, f. 1.9. 1990. Kristín starfaði utan heimilis, lengst af í Fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða samfellt í 19 ár. Útför Kristínar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Það var ótrúlegur stingur sem ég fékk í hjartað þegar ég fékk skilaboð um að veikindi þín færu versnandi. Við Freyja vorum í brúðkaupsferð í Mexíkó. Þegar ég fékk skilaboðin ákváðum við Freyja að koma heim sem fyrst til að geta verið með þér og mig grunaði ekki hversu veik þú varst orðin fyrr en ég gekk inn í her- bergið til þín og sá þig. Ég kallaði á þig og ljómaðir öll upp og varst svo ánægð að sjá mig. Sjö dögum áður en ég fæ þessi skilaboð er ég að tala við þig í síma og þú varst að hjálpa mér að finna nýja ferð, því Taíland var lokað. Þá voru vinkonur þínar í heimsókn og þú varst svo hress í símanum, allt virtist vera í lagi og þú sagðir líka að þú hefðir það gott. Þá leið mér vel að vera að fara í frí og svo að koma heim og eyða með þér og allri fjölskyld- unni jólunum því þú hafðir talað um það hvað það yrði gaman þessi jól því þú hafðir eiginlega misst af jólunum í fyrra af sökum veikindanna. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa komist heim áður en þú fórst, því ég hefði aldrei fyrirgefið mér það að þú hefðir verið farin áður en ég komst heim. En þessir tveir dagar sem ég átti með þér voru erfiðustu dagar lífs míns. Daginn sem þú kvaddir og ég hélt í hönd þína sætti ég mig við að hluta til að þú værir að fara því þá vissi ég að þú kvaldist ekki meir þó að ég muni aldrei sætta mig alveg við það að þú sért farin. Þú varst besta mamma í heimi, svo yndisleg og góð og gerðir allt fyrir mig, Bryndísi og Írisi. Þú hugsaðir alltaf um aðra fyrst áður en þú hugs- aðir um þig, þú varst svo góður kokkur og gestrisin, þú tókst mér alltaf öllum opnum örmum og þeir eru ófáir vinir mínir sem hafa komið í mat til þín, þín er sárt saknað. Þú varst svo glöð yfir því að verða amma og gerðir allt fyrir ömmu- strákinn þinn, hann Aron Frey og þú tókst fóstursyni mínum, honum Jökli Mána, alveg eins og þínu eigin ömmubarni enda kallar hann þig alltaf ömmu Kristínu. Það verður skrítið að halda jól án þín, elsku mamma mín. Ég þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman, allar þær ferðir sem þið pabbi komuð til okkar í Álasund, það var alltaf svo gott og mikið öryggi að hafa þig hjá mér og þú kenndir mér svo margt. Það er með tár á kinn og söknuði í hjarta sem ég kveð þig. Svo gjöful og góð trú mér og stór vinur minn ávallt hún mér gefur skjól hún er móðirin ein og sönn og ást sem stenst tímans tönn. Alltaf skilur mig alltaf styður mig alltaf hvetur mig lífinu í ávallt kennir mér tryggir mér nýja sýn. (Birgitta Haukdal.) Ég vona að þér líði vel, elsku mamma, þú varst í harðri baráttu við krabbamein í eitt ár en ég veit að þú ert komin á góðan stað núna og ég er pottþéttur á að Rúnar Júll spilar og syngur fyrir þig þar sem þið eruð núna. Mundu að ég elska þig og er stoltur af að vera sonur þinn. Þinn sonur, Haraldur Freyr. Elsku mamma, það er svo skrítið að hugsa til þess að þú ert farin frá okkur, því þú varst svo stór hluti í lífi okkar. Þú varst og ert besta mamma sem maður getur óskað sér að eiga. Þú hugsaðir svo vel um okkur systk- inin og hafðir okkur alltaf í forgangi og erum við óendanlega þakklátar fyrir það sem þú gerðir fyrir okkur. Það var svo gaman hjá okkur mæðg- unum í október 2007 þegar við skellt- um okkur til Boston í smá verslunar- ferð, þessari ferð verður seint gleymt og var þetta okkar síðasta ferð saman. Það var svo gaman þeg- ar maður kom með vinkonur sínar heim því þá var alltaf eitthvað gott á boðstólum því þú vildir alltaf að öll- um liði vel. Eins og þegar þú hélst upp á afmælin okkar í gegnum árin þá var alltaf nóg af kökum og góð- gæti, enda býrð þú til bestu kökur í heimi. Um leið og þú vissir að það var eitt lítið ömmubarn á leiðinni varst þú svo glöð og gast ekki beðið eftir að hann kæmi í heiminn. Þú varst ekki lengi að byrja að kaupa á hann föt og dót, og það var svo gaman að fylgjast með þér þegar þú varst að leika við hann því þú varst síbrosandi.Það minnast þín allir með brosi á vör því þú varst alltaf svo glöð og kát. Í framtíðinni þegar það koma fleiri barnabörn munum við segja þeim frá hve æðisleg og elskuleg þú varst og hversu frábæra ömmu þau hefðu fengið að eignast. Við þökkum þér fyrir allar þær góðu og frábæru stundir sem við átt- um saman. Ferðalögin og utanlands- ferðirnar sem við fórum í, og bara einfaldlega samveru þína. Við vitum að núna ertu komin á góðan stað og ert alltaf hjá okkur. Þér líður vel núna og hlökkum við til að hitta þig á ný og knúsa þig og kyssa. Mamma, þín verður sárt saknað og það verður skrítið að hafa þig ekki með okkur í framtíðinni. Við elskum þig, þínar dætur, Bryndís og Íris. Kristín mágkona mín er látin, að- eins fimmtug að aldri. Hún lést á heimili sínu eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm, baráttu sem hún háði af aðdáanlegri stillingu og æðruleysi. Ættingjar og vinir eru harmi slegnir vegna fráfalls hennar en minningar um góða konu munu lifa og er frá líður veita þeim líkn með þraut. Mér er enn í fersku minni, þó liðin séu þrjátíu ár, þegar Guðmundur bróðir minn heimsótti mig og fjöl- skyldu mína austur á land og með honum í för var Kristín unnusta hans; geðþekk og bráðmyndarleg stúlka, hæglát og bauð af sér góðan þokka. Saman gengu þau svo lífsins veg, giftu sig í fyllingu tímans og eign- uðust þrjú myndarleg og vel gerð börn. Við fyrstu kynni virtist Kristín fremur hlédræg en þegar á reyndi gat hún verið einörð og ákveðin í framgöngu og vissi hvað hún vildi. Heimili þeirra bar vitni um nostur- semi hennar og smekkvísi. Gestkom- andi fengu ávallt hlýjar móttökur og fyrir Kristínu var það ekkert tiltöku- mál að efna til veglegrar veislu og hafði af því mikla gleði og ánægju. En framar öðru var hún um- hyggjusöm og góð móðir og samhent voru þau hjónin í því að styðja við börn sín stíga fyrstu skrefin á sviði íþrótta og var þá hvorki spurt um tíma né fyrirhöfn. En allt er í lífinu hverfult og fyrir rúmu ári greindist mágkona mín með þann sjúkdóm sem einna erf- iðast er að glíma við. Nýstaðin upp af sjúkrabeði var hún viðstödd brúð- kaup sonar síns og tengdadóttur og naut þess að hampa nýfæddum syni þeirra. Og minnisstæð er vegleg veisla sem hún hélt fyrir eldri dótt- urina í vor er leið í tilefni af því að hún hafði lokið stúdentsprófi. Þannig lét hún ekki deigan síga og með von- ina og bjartsýnina að leiðarljósi, sinnti hún fjölskyldu sinni og heimili sem framast hún gat og heilsan leyfði. Og þegar þrekið þvarr, sjúk- dómurinn ágerðist og séð var að hverju stefndi kom í ljós yfir hve miklum styrk og sálarró hún bjó. Með eiginmann sinn og börn sér við hlið kvaddi mágkona mín þennan heim. Ég votta Guðmundi bróður mínum og fjölskyldu, foreldrum Kristínar og systkinum og öðrum ættingjum samúð mína. Með Kristínu er góð kona gengin. Megi hún hvíla í friði. Blessuð sé minning hennar. Gísli Steinar Sighvatsson. Okkur hjónum var brugðið þegar við fréttum af andláti Kristínar. Hún hafði í heilt ár barist við illvígan sjúkdóm af mikilli viljafestu og æðruleysi. Við höfðum vonað eins og aðrir að hún kæmist yfir þessi veik- indi. Það voru ekki meira en tvær vikur síðan við vorum saman í af- mæli og þar bar Kristín sig mjög vel, ótrúlega vel. Þessi hetjulega barátta hennar við sjúkdóminn illvíga lýsir vel öllu því sem Kristín kom að á lífs- ferli sínum og undirstrikaði vilja- festu hennar og hversu sterkur per- sónuleiki hún var. Þau hjónin báru ætíð mikla um- hyggju fyrir heimili sínu og börnum. Þau voru ósérhlífin í því að fylgja þeim eftir bæði í leik og starfi og hvöttu þau óspart til dáða í íþróttum. Enda lét árangurinn á þeim vett- vangi ekki á sér standa. Öll þrjú standa þau systkinin framarlega hvert í sinni íþróttagrein. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Um leið og við dáumst að dugnaði og styrk Gumma og fjölskyldu hans flytjum við honum, Bryndísi, Írisi, Haraldi og fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur Guð blessi ykkur. Steinunn og Gunnar. Elsku, besta vinkona. Með sorg í hjarta kveðjum við þig en þú þurftir að lúta lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómi sem þú barðist hetjulega við allt síðastliðið ár. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að fá aldrei aftur að sjá þig, spjalla við þig eða bara gera eitthvað skemmtilegt saman, við sem erum búnar að vera vinkonur síðan við vorum litlar stelpur. Við höfum fylgst að næstum alla ævina og núna ert þú farin. Það skarð sem hefur myndast í vinkonuhópnum verður aldrei fyllt, það kemur engin í staðinn fyrir þig. Ýmislegt höfum við brallað saman um ævina og við munum þá tíma þegar þið Gummi fóruð að draga ykkur saman. Hann var fyrsti kær- astinn og sá eini í þínu lífi. Í þá daga hafði Gummi aðstöðu í kjallaranum hjá foreldrum sínum og þar eyddum við öllum stundum og voru það skemmtilegir tímar þegar allur hóp- urinn var þar saman kominn. Það var gaman að fylgjast með ykkur koma undir ykkur fótunum. Þið gerðuð allt á ykkar rólega og hóg- væra hátt en hógværðin er eitt af þínum einkennum. Aldrei að trana sér fram eða láta mikið á sér bera en þó alltaf til staðar. Við litum alltaf á þig sem fyrir- myndarvinkonuna. Það var alltaf allt á tæru hjá þér. Heimilið þitt svo snyrtilegt og þú alltaf svo fín og flott. Við hinar komumst ekki með tærnar þar sem þú hafðir hælana hvað myndarskapinn varðar. Börnin þín, sem hafa misst svo mikið, voru þér allt. Þú varst alltaf til staðar fyrir þau, fylgdir þeim á öll íþróttamót og studdir þau í einu og öllu en öll hafa þau skarað framúr í íþróttum. Þú varst ekki mikið fyrir að breyta til enda starfaðir þú í mörg ár í Frí- höfninni í Leifsstöð. Þar varstu vel liðin af öllum og eignaðist þar marga vini. Þér fannst gott að hafa allt í föstum skorðum. „Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig“. Lagið hans Rúnna Júll heyrðist nokkuð oft á öldum ljósvak- ans á dánardaginn þinn enda var út- för hans þann dag. Þessar línur eiga svo sannarlega við um þig, elsku vin- kona. Við vottum Gumma, Bryndísi, Ír- isi, Haraldi, Freyju, barnabörnum, foreldrum og systkinum okkar dýpstu samúðarkveðjur og megi Guð hjálpa ykkur í þeirri miklu sorg sem þið eruð að ganga í gegnum. Þökkum þér fyrir samferðina, þín verður sárt saknað. Þínar æskuvinkonur, Unnur, Sigurlín, Þuríður, Mundína, Jóhanna og Auður. Það er erfiðara en orð fá lýst að setjast niður og skrifa minningar- grein um þig elsku Kristín mín, en ég má til. Að hugsa um að þú sért komin á stað þar sem öllum líður vel gerir það auðveldara. Ég veit að vel verð- ur tekið á móti þér og ein af þeim er hún mamma mín og á hún ásamt fjöl- mörgum ástvinum þínum eftir að hjálpa þér að komast inn í allt sem tekur við hjá þér núna. Þetta rúma ár síðan þú veiktist er búið að vera þér og fjölskyldu þinni svo erfitt. Þú, sem alltaf varst svo hress, lifðir heil- brigðu lífi, alltaf í vinnu og alltaf á fullu heima fyrir. Þú naust þess að dekra við fjöl- skyldu þína. Á þessu rúma ári eign- uðust þið Gummi barnabarn, Har- aldur og Freyja giftu sig, Bryndís varð stúdent, þið Gummi áttuð bæði fimmtugsafmæli, Bryndís og Íris báðar komnar með kærasta og Bryn- dís byrjuð að búa. Allt að gerast í fjölskyldunni, og alltaf stóðst þú eins og hetja og varst svo ánægð með þetta allt saman. En þessi illvígi sjúkdómur fer ekki í manngreinarálit. Þú gerðir allt til þess að fá einhvern bata. Í sumar hélt ég að þú myndir ná þér en alltaf kom eitthvað neikvætt upp á. Ég kynntist þér fyrst í gaggó árið 1975. Við brölluðum heilmikið saman en leiðir okkar skildi um tíma. Árið 1986 fórum við að vinna saman í Glaumbergi og tókum upp þráðinn að nýju og myndaðist með okkur góður vinskapur sem aldrei hefur borið skugga á. Við kynntumst fullt af skemmtilegu fólki sem við erum enn í sambandi við. Þetta tímabil var svo skemmtilegt. Leið okkar beggja lá svo í Flugstöðina þar sem við höf- um unnið sl. 20 ár og alltaf á sömu vaktinni. Þú varst alltaf svo góð við mig og gátum við talað saman um allt og treyst hvor annarri og vil ég þakka þér fyrir það. Nínu Björk þótti svo gott að koma til ykkar Gumma, alltaf fékk hún eitthvað gott í gogginn, og yfirleitt gaukaði Gummi einhverju góðgæti að henni. Rétt fyrir andlát þitt vor- um við Nína að fara með bænirnar, og bað hún Guð um að láta þér batna, svo sagði hún við mig: Mamma, hún Kristín má ekki deyja, þá verður þér svo illt í hjartanu þínu. Í fyrrahaust, rétt áður en þú veikt- ist, vorum við að tala um að gaman væri að fara með karlana okkar í sól- arlandaferð í eina viku. Við ætluðum að vera drottningar í eina viku, en aðalatriðið var að vera á góðu hóteli með góðum svölum, því við ætluðum að hafa „happy hour“ hvern einasta eftirmiðdag áður en við dubbuðum okkur upp og færum út að borða. O þetta hljómaði svo vel. Það er ekki nema tæpur mánuður síðan þú fórst í þinn síðasta göngu- túr. Þú labbaðir til mín með lítinn sætan poka og réttir mér og sagðir: Þetta er afmælisgjöfin þín. Innihald- ið var Grand-flaska. Elsku dúllan mín, þú varst alltaf að gauka ein- hverju að mér. Þú áttir svo marga góða vini sem þótti svo vænt um þig og umvöfðu þig í veikindum þínum fram á síðasta dag, enda ekki annað hægt því þú varst með hjarta úr gulli. Það eru erfiðir tímar framundan fyrir fjölskyldu þína og biðjum ég og fjölskylda mín Guð að styrkja þau öll í sorginni. Ég kveð þig að sinni, þín vinkona, Sigurveig (Siddý). Kveðja frá starfsfólki Fríhafnarinnar Elsku Kristín. Nú er komið að þeirri kveðjustund sem við bjuggumst ekki við. Þú með þína lífsgleði og fallegu útgeislun gafst okkur svo margt, sem við mun- um minnast. Síðastliðið ár hefur fært þér bæði gleði og erfiðleika, sem þú tókst á við með miklu æðruleysi, en illvígur sjúkdómur hafði betur. Það hefur myndast tómarúm í okkar stóra vinnu- og vinahópi. Þín verður sárt saknað. Þeir segja mig látna, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Guð gefi Gumma, börnunum og fjölskyldu ykkar styrk og haldi verndarhendi yfir þeim. Við þökkum þér fyrir allt, þú verður alltaf hjá okkur. Þá ert þú farin, Kristín mín. Ég hef í yfir 30 ár átt þig og Gumma að sem vini. Eftir að ég kynntist Ingu kom hún inn í okkar vinskap og hef- ur vinátta ykkar ávallt verið okkur mikils virði. Það er margs að minnast þegar maður hugsar til baka en ekki ætla ég að tala um einstaka atburði held- ur að fá að hafa þá í huga mér eins og ég man þá. Það er stórt skarð sem þú skilur eftir í hjörtum okkar hér á Skólaveg- inum og tekur það tíma að átta sig á að þú sért farin. Yngri strákurinn okkar, Egill Darri, tók upp á því fyr- ir nokkrum árum að óska eftir leyfi hjá ykkur til að kalla þig og Gumma afa og ömmu þó svo að þið væruð yngri en pabbi hans. En þannig hef- ur hann eflaust hugsað til ykkar, svo náin hafið þið verið okkur og honum ætíð sérstaklega góð. Sá sjúkdómur sem herjaði á þig tapar fáum orr- ustum en okkur fannst alltaf að þú ætlaðir ekki að láta undan og aldrei skynjaði maður uppgjöf hjá þér. Það var því mikilsvert að þú gast verið heima síðustu dagana og haft í kring- um þig börnin þín og fjölskyldu. Þessa daga kom vel fram hversu góða þú áttir að því margir komu til þín til að sýna stuðning,kærleika og umhyggju. En það var einmitt það sem einkenndi þig og hvernig þú komst fram við aðra. Við biðjum góðan guð að styðja og styrkja fjölskyldu þína og vini á þessum erfiða tíma. Einar, Inga og börn Kristín Haraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.