Morgunblaðið - 19.12.2008, Qupperneq 31
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008
tækifæri. Hann var ákveðinn, skap-
mikill og duglegur og það gustaði
um hann, enda mikill á velli. Hann
gat verið ógnvænlegur í augum
sumra en það vissu þeir sem þekktu
hann að undir yfirborðinu leyndist
gæðablóð sem var viðkvæmur fyrir.
Þetta næmi gerði það að verkum að
auðvelt var að leita til hans, nokkuð
sem við báðar nýttum okkur. Hann
var líka einstaklega góður við alla
sem minna mega sín.
Frásagnarhæfileiki og húmor
Arnar var landsþekktur enda var
hann ávallt í essinu sínu þegar hann
sagði sögur og brandara. Í veislum
var Örn hrókur alls fagnaðar og
þegar hann settist við píanóið var
loks allt komið í swing. Músíkin óm-
ar í kollinum á okkur Fats Waller,
Art Tatum, söngleikirnir og
Rachmaninoff. Bræðurnir eða Brø-
drene Brown voru nefnilega mjög
listhneigðir en það sem færri vita er
að Örn málaði líka. Sumir virðast
nefnilega þeim hæfileikum gæddir
að geta allt sem þeir taka sér fyrir
hendur.
Þeir bræður voru svo samrýndir,
að þeir byggðu sér m.a. eins hús
hlið við hlið og keyrðu lengi vel um á
eins bílum. Þeir eignuðust meira að
segja dætur með tíu daga millibili
og byrjuðu hvern morgun á að
drekka kaffi saman hjá Erni og
Rúnu. Ef annar keypti sér fisk þá
var passað að kaupa örugglega
handa hinum líka. Við nutum líka
þessarar greiðvikni og bóngleði
Arnar og eftir að pabbi dó máttum
við stundum eiga von á að fá spægi-
pylsu eða kartöflur úr Kolaportinu.
Örn var einnig mikill kokkur og bjó
t.d. til besta rækjusalat í heimi.
Guðrún var stóra ástin og klett-
urinn í lífi hans og börnin þeirra,
Óli, Budda og Hansa hafa verið eins
og systkini okkar alla tíð. Guð blessi
ykkur öll á þessum erfiðu tímum.
Þær eru margar minningarnar og
frasarnir sem munu lifa með okkur.
Við munum sakna þess að heyra
ekki „hey kiddo“ og vera strokið um
vanga. Nú eru þeir bræður saman á
ný, kannski að reima á sig hlaupa-
skóna eða syngja saman dúettinn úr
Valdi örlaganna undir húsvegg.
Hver sælustund sem við áttum með
Erni byrjar ljúft að tala í hjarta
okkar.
Og tárin sem þá væta vanga þinn
er vökvan, send frá lífsins æðsta brunni.
Þau líða eins og elskuð hönd um kinn
og eins og koss þau brenna ljúft á munni.
(Hannes Hafstein.)
Ragnheiður og Þórunn.
„Med venlig hilsen fra fritidslæ-
gen paa første sal“. Kveðjunni
fylgdi stór brúnn bréfpoki fullur af
fjörefnum til væntanlegrar móður
árið 1985. Staðurinn var Baróns-
stígur 21, heimili mitt í nokkur ár á
þriðju hæð, lögmannsstofa Arnar
Clausen á þeirri fyrstu. Barónsstíg-
urinn var jafnframt æskuheimili
móður minnar og systra hennar,
Lóu og Rúnu, eiginkonu Arnar.
Kveðjan lýsir Erni mjög vel, mað-
ur með stórt hjarta og óvenjulegur
áhugamaður um ýmis efni, þar á
meðal læknisfræði. Sjúkdómsgrein-
ingar hans tóku oft fram greiningu
vísindamanna. Og hann var ævin-
lega afdráttarlaust sannfærður um
sinn málstað og sínar skoðanir.
Örn var einstakur og minnisstæð-
ur maður, skapstór og hávær á yf-
irborðinu, en jafnframt töfrandi,
ljúfur og brjóstgóður. Kannski var
það sá eiginleiki sem var ríkastur í
fari hans. Hann sópaði burt allri
deyfð og lognmollu, hvar sem hann
fór. Hann var ástríðufullur og virt-
ur lögmaður, skjólstæðingarnir
urðu vinir hans. Myndaðist vinskap-
ur milli Arnar og ótal þeirra. Oft
tókst honum að leiða þá á rétta
braut og þeir gleymdu honum ekki.
Örn var tilfinninganæmur og komst
við af bágindum annarra. Hann
tjáði tilfinningar sínar hins vegar
fyrst og fremst í málverkinu og við
píanóið. Fats Waller og aðrir snill-
ingar voru í miklu uppáhaldi og
hann spilaði fyrir Rúnu „Det finns
bara en som kan få mig att
drömma“.
Yngri listamenn voru honum síð-
ur að skapi.
Við Örn vorum miklir vinir, hann
lét sér annt um mig og tók virkan
þátt í lífi mínu og dætra minna.
Maðurinn hennar Rúnu, nágranni
og lögfræðingur eins og ég. Á há-
skólaárum mínum fylgdist hann
með mér og gaf mér góð ráð. Hann
var stór í hugsun og dvaldi ekki við
smáatriði. Ráð hans og hvatning
báru þess merki og settust á sálina.
Miklir kærleikar voru með Erni
og Hauki tvíburabróður hans. Ég
þekki enga sem voru nær því að
vera eins og einn maður. Það er ein-
mitt svo mikilvægt í lífinu, að skipta
sér af hvert öðru og vera nákomin.
Þannig var Örn Clausen.
Guð blessi minningu hans.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Örn Clausen var giftur móður-
systur minn Guðrúnu. Þar af leið-
andi var hann óaðskiljanlegur hluti
af lífi mínu allt frá barnæsku. Fyrst
var hann bara maðurinn hennar
Rúnu og svo var hann faðir frænd-
systkina minna Ólafs, Guðrúnar
Sesselju og Jóhönnu Vigdísar.
Örn lét sér annt um fólk almennt
og gætti skjólstæðinga sinna í lög-
mennsku af mikilli alúð, tryggð og
miklum dugnaði. Vænst þótti hon-
um þó um þá sem stóðu honum og
Hauki bróður hans næst. Ég og fjöl-
skylda mín nutum góðs af því í rík-
um mæli. Við nutum gestrisni hans í
hvívetna og þegar frumburður minn
gisti í fyrsta skipti hjá Rúnu og
Erni setti Örn upp dagskrá og eld-
aði til margra daga. Og þannig
kynntist ég Erni best, í gegnum
matreiðsluna. Hann kenndi mér öll
brögðin ef uppbökuð sósa bregst,
hvernig á að steikja heilt lambalæri,
hvernig á að marinera kjöt og síðast
en ekki síst, hann kenndi mér að
búa til besta rækjusalat í heimi.
Reyndar mun ég aldrei ná honum í
því. Í hvert skipti sem Örn bauð
mér uppá rækjusalatið sitt sagði ég:
Þetta er miklu betra en síðast. Þá
sagði Örn „Dóa mín, þú sagðir það
líka síðast“ – og þá þurfti ég að út-
skýra hvað það var við bragðið sem
hafði breyst og oftast urðum við
sammála.
Ólafur sonur hans er níu mánuð-
um yngri en ég og hann gat ekki
strax sagt Jóhanna Vigdís og því
kallaði hann mig Dóu – nafn sem
þeir sem þekkja mig best kalla mig.
Örn Clausen sagði alltaf Dóa mín –
það þótti mér óendanlega vænt um.
Ég og fjölskylda mín þökkum Erni,
Hauki og ömmu Settu fyrir allt.
Blessuð sé minning Arnar Clausen,
okkar mikla vinar.
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir.
Það streyma fram margar ljúfar
minningar, nú þegar Örn Clausen
er fallinn frá. Hann kvaddi á að-
ventunni, en minningin um jólahald
í fjölskyldunni allt fram á síðustu ár
tengist einmitt Erni og veislum hjá
honum og Rúnu á jóladag. Örn á
sínum stað í borðstofunni að
tryggja að engan vanhagaði um
neitt. Atkvæðamikill við eldhús-
borðið að leysa heimsmálin. Við pí-
anóið að spila Fats Waller, ef svo
bar við.
Örn gat virst hrjúfur á yfirborð-
inu, en undir skelinni hafði hann að
geyma hinn ljúfasta mann, sem ekk-
ert aumt mátti sjá. Fáir voru betri
heim að sækja en Örn. Hann var
stórtækur og sparaði aldrei til
veisluhalda. Aðsópsmikill, en þó á
þennan þægilega máta að maður
upplifði nærveruna við þennan stór-
brotna mann sem ævintýri.
Þegar ég flutti að heiman hófust
ný og önnur kynni af Erni, er ég
flutti á hæðina fyrir ofan skrifstofu
hans á Barónsstíg. Betri og traust-
ari nágranna en Örn var ekki hægt
að hafa. Ekki var ég fyrr tekinn til
við að standsetja íbúðina en Örn
birtist með græjur og efni til að
fylla í sprungur og sagði til eins og
fagmaður. Þarna var góðu hjarta-
lagi og hjálpsemi Arnar rétt lýst.
Eins hve vel hann var að sér á ótrú-
legustu sviðum og hljómaði eins og
útlærður sérfræðingur á þeim öll-
um. Eins atviks minnist ég, sem lýs-
ir því hve traustur Örn var og bar
hagsmuni þeirra fyrir brjósti sem
nærri honum voru. Eitt sinn var
pípari að vinna í íbúðinni og ég
fjarri. Óumbeðinn fylgdist Örn með
framvindunni, af hinum brennandi
áhuga á öllu, sem í kringum hann
var. Verkefnið dróst og píparinn
lenti í erfiðleikum. Var hann þá orð-
inn tímabundinn, þar sem hann átti
að mæta í íþróttaleik og standa þar í
marki. Þegar hann hugðist fara frá
verkinu hálfkláruðu kom til kasta
Arnar, hann gaf píparanum skýr
fyrirmæli um að hann færi ekkert
fyrr en hann hefði lokið verkinu.
Þeir sem þekktu Örn geta gert sér í
hugarlund að hjá slíkum fyrirmæl-
um varð ekki komist og fór píparinn
hvergi.
Loks átti ég kynni af Erni í gegn-
um lögmennskuna. Örn átti auðvelt
með að greina aðalatriðin frá auka-
atriðum, hann var maður sátta, þess
að finna lausnir mála. Ég minnist
þess að hitta Örn fyrir í dómhúsinu,
eftir að ég hafði flutt mál um örfáar
þúsundir króna. „Svona mál leysi ég
með að borga úr eigin vasa,“ sagði
hann þá á sinn einstaka hátt og hló.
Með Erni er genginn maður, sem
var ótrúlega margt til lista lagt.
Auk yfirburðagetu í íþróttum var
hann gæddur miklum gáfum; tón-
listargáfu, myndlistargáfu og óvið-
jafnanlegri frásagnargáfu, það var
unun að hlusta á hann segja sögur,
sem hann kunni kynstrin öll af. Þar
naut sín hve stálminnugur hann var
og það nýtti hann sér einnig í lög-
mennskunni, en Örn var einn fárra
lögmanna, sem fluttu málflutnings-
ræður sínar blaðalaust, en lagði
áherslu á að leggja málsgögnin vel á
minnið.
Skarðið, sem Örn skilur eftir sig,
verður ekki fyllt. Hann átti ekki
sinn líka, nema vitanlega Hauk
bróður sinn, sem var honum mikill
missir er hann féll frá. Nú hittast
þeir á ný og hafa vafalaust margt að
skrafa.
Erlendur Gíslason.
Örn var partur af veröld okkar
systkina frá því áður en við munum
eftir okkur. Vinátta hans og Rúnu
við foreldra okkar náði langt út yfir
hefðbundna skilgreiningu vináttu
og bera tengsl fjölskyldnanna
tveggja sterkan keim af fjölskyldu-
böndum. Þau bundust fóstbræðra-
lagi um að taka að sér börn hinna ef
drægi til ótíðinda.
Örn var okkur öllum sérstaklega
kær og þá ekki síst pabba, en hann
fór aldrei dult með það hve
skemmtilegur honum þótti hann,
traustur og góður vinur. Örn var
með eindæmum góður og hjálpsam-
ur, næstum úr hófi. Alltaf var hann
tilbúinn að stökkva til, oft óbeðinn,
að redda málum. Þær reddingar að
sjálfsögðu ekkert hálfkák og út-
koman gjarnan „með stærri vél-
inni“. Hann var líka góður félagi og
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
GUÐMUNDUR PÁLL ÞORVALDSSON,
Furuvöllum 14,
Hafnarfirði,
sem lést laugardaginn 13. desember, verður
jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn
22. desember kl. 13.00.
Þeir sem vilja minnast hans láti Krabbameins-
félagið njóta þess.
Helga Aðalbjörg Þórðardóttir,
Þóra Dröfn Guðmundsdóttir,
Þórður Rafn Guðmundsson,
Jakob Darri,
Markús Blær
og aðrir aðstandendur.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
JÓNS GUÐMUNDSSONAR,
Sléttuvegi 19,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11E
Landspítalans við Hringbraut, líknardeildar
Landspítalans í Kópavogi og hjúkrunarþjónustu
Karitas.
Guð blessi ykkur öll.
Vigdís Pétursdóttir,
Kristín Jónsdóttir, Sveinbjörn F. Strandberg,
Pétur Ingi Sveinbjörnsson,
Jóhann Örn Sveinbjörnsson, Dana Rún Heimisdóttir,
Björn Þór Sveinbjörnsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Hurðarbaki,
Ártúni 17,
Selfossi,
sem lést laugardaginn 13. desember, verður
jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn
20. desember. Útförin hefst kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vildu minnast
hennar láti líknarstofnanir njóta þess.
Guðmundur K. Þórmundsson, Katla Kristinsdóttir,
Þuríður Þórmundsdóttir, Bjarnfinnur Ragnar Jónsson,
Gunnar Þórir Þórmundsson, Sólrún Ragnarsdóttir,
Anna Kolbrún Þórmundsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
✝
Innilegar þakkir sendum við þeim sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vinsemd við andlát
eiginmanns míns, föður, fósturföður, tengdaföður
og afa,
VIGFÚSAR ÞORSTEINSSONAR,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar
laugardaginn 22. nóvember.
Páley Jóhanna Kristjánsdóttir,
Kristján P. Vigfússon,
Sigríður Margrét Vigfúsdóttir, Friðþjófur Sævarsson,
Jóhannes Ægir Baldursson, Ingibjörg Erna Arnardóttir
og barnabörn.
Lokað
Lögmannsstofa okkar verður lokuð föstudaginn 19. desember frá
kl. 12.00 á hádegi vegna jarðarfarar ARNAR CLAUSEN HRL.
Mandat lögmannsstofa,
Ránargötu 18, Reykjavík.
Ástráður Haraldsson hrl.
Björn L. Bergsson hrl.
Eva B. Helgadóttir hrl.
Bergþóra Ingólfsdóttir hdl.
Guðrún Sesselja Arnardóttir hdl.
Benedikt Ólafsson hrl.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
JÓRUNNAR RAGNHEIÐAR
BRYNJÓLFSDÓTTUR,
dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund,
Reykjavík.
Þökkum starfsfólki dvalar- og hjúkrunarheimilisins
Grundar fyrir góða umönnun og hlýju.
Sigurveig Hauksdóttir,
Jóhanna Hauksdóttir, Eiríkur Viggósson,
Brynhildur Hauksdóttir, Ólafur Guðni Bjarnason,
Brynjólfur Karl Hauksson, Arndís Magnúsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
SJÁ NÆSTU SÍÐU