Morgunblaðið - 19.12.2008, Page 39

Morgunblaðið - 19.12.2008, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2008 F í t o n / S Í A –meira fyrir heilsuna Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um laugardaginn 3. janúar 2009 heilsu og lífsstíl Fáðu þér áskrift að Morgunblaðinu á mbl.is/askrift Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Tekið er við auglýs- ingapöntunum til kl. 16 föstudaginn 19. desember 2008. Meðal efnis í blaðinu verður: Hreyfing og líkamsrækt Hvað þarf að hafa í ræktina Vinsælar æfingar fyrir eldra fólk Heilsusamlegar uppskriftir Andleg vellíðan Bætt heilsa á viku – góð ráð Ráð næringarráðgjafa Umfjöllun um fitness Jurtir og heilsa Meðferð gegn offitu Fasta – kostir og ókostir Mikilvægi þess að fara í krabbameinsskoðun Skaðsemi reykinga Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi viðtölum Þetta er tíminn til að huga að heilsu sinni og lífs- stíl og taka nýja stefnu. Í þessu blaði verða kynntir fjölmargir möguleikar sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl í byrjun ársins 2009. FR Á AU GL ÝS IN GA DE ILD M OR GU NB LA ÐS IN S Á TÍMUM hverfulleika og óvissu er ómetanlegt að ganga að einhverju vísu; gildum sem standa af sér hrun- gjarnan veruleikann þar sem hald- laus hálmstrá daglegs lífs hafa slitnað upp hvert af öðru. Þannig urðu þessir glæsilegu tónleikar til að opna augu mín fyrir því hvílíkt akkeri slíkir tón- leikar eru í stórsjónum sem eyðir svo miklu af þeirri undirstöðu sem við höfum talið svo trygga okkar lífs- afkomu. Þær raddir sem heyrast um að draga eigi úr útgjöldum við starf- semi eins og hér er til umræðu eru holar, og raunar hljóma þær í mínum eyrum eins og hvatning um að borða útsæðið en bíða ekki eftir uppsker- unni. Uppskeran var sannarlega bæði rífleg og bragðgóð á þessum tónleikum. Einleikur Vilhjálms Sig- urðssonar í trompetkonsert Haydns var glæsilegur; öryggi hans, mýkt í tóni og falleg hendingamótun eins og best verður á kosið. Jóhann Smári er tvímælalaust einn okkar besti bassa- einsöngvari og í aríu Wagners „O, Du mein holder Abendstern“ var söngur hans stórbrotinn og hrífandi. Dísella er með sérstaka rödd, sem er eng- iltær og ljóðræn. Í Pie Jesu eftir Fauré og Ave Maríu Kaldalóns naut maður fullkomlega hrífandi flutnings og tindrandi raddar hennar. Jóhann Smári var með sína stóru rödd full- sterkur í dúettunum, sem var sér- staklega áberandi í Hvítum jólum. Kvennakór Akureyrar söng bæði vel og líflega. Hann frumflutti með SN tvö lagleg jólalög eftir stjórnanda sinn, Jaan Alavere, af stakri prýði. Tvær útsetningar Ríkarðs Arnar Pálssonar á lögum Ingibjargar Þor- bergs voru einnig frumfluttar og lík- uðu mér þær vel, sérstaklega Þrett- ándasöngur. Frammistaða hljómsveitar var yf- irleitt góð, raddsóló sellóa í Pie Jesu hrífandi. Stöku sinnum var bassa- styrkur fullmikill á móti veikum söng. Guðmundur Óli stjórnaði af ör- yggi og næmi. Öll var framkvæmd Íþróttafélagsins Þórs við fram- kvæmd tónleikanna og kynning til fyrirmyndar, en grænar greinar í sal- inn og meira af jólaljósum hefði ekki sakað. Sinfónía Norðurlands slær hörpu hátíðar og gleði Jón Hlöðver Áskelsson TÓNLIST Íþróttahús Glerárskóla á Akureyri Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leikur tónlist eftir Fauré, Felix Bernard, Gunnar Þórðarson, Haydn, Händel, Ingibjörgu Þorbergs, Irving Berlin, Jaan Alavere, Jón Sigurðsson, Kirkpatrick, Leroy And- erson, Jórunni Viðar, Richard Wagner og Sigvalda Kaldalóns. Hljómsveitarútsetn- ingar eftir Guðmund Óla, Hróðmar Sig- urbjörnsson, Jaan Alavere og Ólaf Gauk. Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit Norður- lands. Kvennakór Akureyrar, stjórnandi Jaan Alavere. Einsöngvarar: Dísella Lár- usdóttir, sópran, og Jóhann Smári Sæv- arsson, bassi. Einleikari á trompet: Vil- hjálmur Sigurðsson. Kynnir: Pétur Guðjónsson. Konsertmeistari: Greta Guðnadóttir. Hljómsveitarstjóri: Guð- mundur Óli Guðmundsson. Laugardaginn 6.12. kl. 18:00. JÓLASÖNGVAR Kórs Langholts- kirkju fara fram í þrítugasta skipti um helgina, en fyrstu jólasöngvar- nir voru sungnir í kirkjunni 1978 og voru þá nýmæli hérlendis. Einsöngvarar að þessu sinni eru þau Bragi Bergþórsson tenór, Ei- vør Pálsdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Einnig syngja kór- félagarnir Andri Björn Róbertsson, Oddur Arnþór Jónsson, Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir og Kristín Einarsdóttir Mäntylä ein- söng. Flutt verða jólalög, hátíðleg og með léttri sveiflu. Áheyrendur geta svo tekið virkan þátt í almennum söng. Í hléi er boðið upp á rjúkandi jólasúkkulaði og piparkökur. Jólasöngvarnir fara fram í kvöld kl. 23, laugardagskvöld kl. 20 og 23, og sunnudagskvöld kl. 20. Jólasöngvar í þrjátíu ár Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jólagleði Söngkonan Eivør Pálsdóttir kemur fram með kór Langholts- kirkju á jólatónleikunum í annað sinn nú um helgina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.