Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Page 9

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Page 9
Tannlækningar van- gefinna á íslandi Tannlœkningar vangefinna hafa veriS mikið til umrœðu með- al tannlœkna undanfarið Stjórn Árhókar fór þess á leit við Gunnar Þormar tannlœkni að fá að Mrta skýrslu um þessi mál, er hann sendi Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti í júnt 1974 og veitti hann það leyfi góðfúslega. Á síðari árum hafa tannlækningar fyrir vangefna þróazt í þá átt að verða viðurkennd sérgrein innan tannlækninganna. í janúar 1974 voru stofnuð í Kaupmannahöf samtök „Nordisk Forening for Handicaptandvárd“ með þátttöku frá öllum Norðurlöndunum. í apríl sama ár var haldinn í Amsterdam „International Congress on Dentistry for the IIandicapped“ með nálægt 350 þátttakendum víðsvegar að úr heiminum. Þar voru stofnuð alþjóðleg samtök tannlækna, er starfa að tannlækningum van- gefinna. Þetta tvennt staðfestir enn frekar sérstöðu þessarar greinar innan tannlækninganna. Yagefið fólk á við sérstök vandamál að stríða í sambandi við tannheilsu: a. Vegna greindarskorts er oft erfitt að kenna hinum vangefnu nauðsynlegt hreinlæti. Tíðni tannskemmda er m. a. af þess- um orsökum há hjá vangefnum, og oft svo, að erfitt er við að ráða. b. Tannholdssjúkdómar eru mun algengari en lijá heilbrigðu fólki og orsaka oft tannlos og tannmissi lijá tiltölulega ungu fólki. Kemur þar þrennt til: 1. Skortur á tannhirðu. 7

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.