Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Síða 22

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Síða 22
SIGURJÓN H. ÓLAFSSON, tannlæknir: Vaxtarlýti ái kjálkum FYRRI HLUTI CURRICULUM VITAE Fœddur á IsafiíSi 6. des. 1943. Stúdentspróf frá M. A, vorið 1963. Lauk námi í tannlœkningum frá Háskóla Islands vorið 1970 og vann við almennar tannlœkningar í Reykjavík i tvö ár. Var við framháldsnám í munn- og kjálkaskurðlœkningum við „University of Alabama in Birmingham“ í Bandaríkjunum um þriggja ára skeið og lauk þaðan prófi sumarið 1975 Jafnhliða náimi í munn- og kjálkaskurðlœkningum vann Sig urjón við rannsóknir, scm fjölluðu um notagildi tilbúihna efna í stað beingrœðslu í tilfellum, þar sem beintap hefur orðið, t. d. eftir meiriháttar beinbrot og/eða sjúkdóma. Sigurjón vinnur nú á tannlœknastofu í Reykjavtk og einn- ig á sjúkráhúsum borgarinnar við almenna „kjálkakirurgiu“ jafnhliða kennslu við Tannlœknadeild Háskóla Islands. Andlitslýti eru bæði meðfædd og áunnin (slys, sjúkdómar) og enn önnur koma í ljós á vaxtarskeiði einstaklingsins. Þau birtast m. a. í rangri afstöðu kjálkanna og tannskekkju og geta valdið miklku ósamræmi milli vefja andlitsins og af- skræmdu útliti. Sjúklingurinn, sem við þetta vandamál á að stríða, er sér mjög meðvitandi um útlit sitt og getur átt í erafiðleikum með tal, kyngingu og jafnvel öndun. Aukin tíðni tannskemmda og tannholdssjúkdóma er einkennandi meðal þessa fólks, og ef smíði gervitanna er nauðsynleg getur slíkt verið mjög erfitt og í sumum tilfellum ógerlegt án skurðaðgerðar. I verstu tilfellum þjást slíkir sjúklingar af sálrænum sjúk- 20

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.