Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Síða 32

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Síða 32
Fluorbæting drykkjar- vatns I Vestmanna- eyjum Prá upphafi byggðar í Vestmannaeyjum liefir útvegun drykkjarvatns verið mikið vandamál. Aðeins voru frá náttúr- unnar liendi tvö vatnsból bekkt á Heimaey. Annað var i Herj- ólfsdal en hitt þar sem hét. Vilpan, og nú er komið undir hraun. A seinustu áratugum var vatnið fengið á þann liátt. að regn- vatni var safnað af þökum húsa í þar til gerða brunna, sem fjdgdu hverju húsi. Þessir brunnar voru misjafnir að stærð og gæðum. Aðferð þessi dugði til að fullnægja þörfum heim- ilanna, ef ekki gerði langvarandi þurrka. Við fiskiðnaðinn gegndi öðru máli. Þörfin á auknu vatnsmagni jókst ár frá ári, og þar kom að menn gerðu sér grein fyrir að alvarleg stöðnun yrði í fiskiðnaðinum ef ekki yrði fundin lausn á vatnsskortinum. I fyrstu va gerð tilraun til að bora eftir vatni á Bvjunni. Borað var á nokkrum stöðum niður á 100 m dýpi en án árangurs. Þar sem vatn kom upp var það blandað sjó og óhæft til drykkjar. Samkvæmt skoðun jarðfræðinga var talið að ná mætti í vatn ef borað væri nógu djúpt niður í jarðlög, sem liggja út frá fastalandinu. Var því ráðist í að útvega djúpbor. Með honum var borað niður á ea. 1600 m dýpi, en án árangurs, nema hvað fékkst upp heitt vatn en í mjög litlum mæli. 30

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.