Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Page 39

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Page 39
4. Hvernig er æskilegast, að menntun starfsliðs tannlæknis- þjónustunnar verði í framtíðinni. Pyrir þingið höfðu verið fengnir 3 fræðimenn úr tann- læknastétt til að skrifa greinar, sem snertu umræðuefni þings- ins. Pimm tannlæknar frá sitt hverju Norðurlandanna skrif- uðu um fvrirkomulag tannlæknisþjónustunnar í sínu landi og' framtíðaráætlanir. Þar að auki skrifaði daninn Arne Sörensen, fyrrverandi ráðherra, grein um hvað framtíðin bæri líklegast í skauti sér og hverra breytinga væri að vænta. Þessar greinar bitust í 2. kongressblaði, sem sent var til allra þátttakenda til glöggvunar fyrir þingið. Þjónuðu þessar blaðagreinar, sem framsöguerindi og sparaði það mikinn tíma. I upphafi þingsnis var síðan aðeins haldið eitt framsöguerindi og flutti Arne Sör- ensen ])að. Að því loknu fóru fram hringborðsumræður, sem stóðu í H/2 klst. Tóku þátt í þeim, þeir sem skrifað liöfðu framsöguerindi í 2. Ivongressblaðið. Skýrðu þeir þá betur sjónarmið sín og sinna þjóða og sérstöðu, ef fyrir var. Eftir liringborðsumræðurnar hófust almennu umræðurnar í smá starfshópum. Þátttakendum var skipt niður í f jóra umræðuhópa, sem hver tók til umræðu eitt af fyrrnefndum efnum. Síðan var hverjum umræðuhópi skipt niður í 5 - 8 manna starfshópa, sem héldu sér óbreyttir alla daga þingsins og fengu þessir starfshópar til umræðu og umsagnar ákveðin verkefni og spurningar. Urðu umræðurnar mjög frjálslegar og óþvingaðar í þessum litlu starfshópum, ])annig að fáir virtust vilja láta sig vanta í sinn starfshóp, eins og 80% mætingin bar með sér. Að loknum um- ræðum livors dags, fimmtudag og föstudag, skiluðu hóparnir síðan skýrslum sem þátttakendur gátu lesið í Kongressblaðinu með morgúnkaffinu næsta dag. Síðustu 2 tímum þingsins var síðan varið í aðrar hringborðsumræður, með sömu þátttakend- um og fyrsta daginn, að viðbættum 4 fulltrúum umræðuhóp- anna, sem skýrðu frá niðurstöðum umræðnanna. 37

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.