Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Side 42

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Side 42
hrifaríkust og næði til flestra, þó að viðurkennt væri, að fræðsla tannlæknis fyrir einn sjúkling í einu væri einnig nauðsynleg, ef fræðslan ætti að verða fullkomin. Talið var, að foreldrar yrðu að hugsa um hirðingu tanna barna sinna til 12 ára aldurs og einnig þvrfti að aðstoða aldr- aða, fatlaða og andlega vanheila. Sagt var, að millistéttafólk hugsaði bezt um sínar tennur. Efnaminna fólk hefði oft ekki efni á því og hátekjufólkið reyndi að koma ábyrgðinni á aðra, með því að borga fyrir, að losna við vandamálið. Nauðsynlegt var talið að ieggja áherzlu á, að fræðsla sé sett fram á einfaldan hátt, þannig að hún verði auðskiljanleg fyrir alla. Skýrsla uprœðuhóps D. Mikið var deilt á tannlæknaskólana fyrir, live illa þeir búa nemendur sína undir ný verkefni, eins og t. d. fræðslustarfsemi. Eru þeir of bundnir af gömlum kreddum og venjum. ijjóst var talið, að terapi eða beinum aðgerðum starfsfólks tannheilsugæzlunnar mundi fækka, en fyrirbyggjandi aðgerð- irnar koma í staðinn, sem aðalverkefni. Þessvegna þyrfti menntunin að breytast í samræmi við það. Rætt var um þann möguleika, að allar stéttir tannheilsugæzl- unnar fengju sömu byrjunarmenntun t. d. stúdentspróf, en síðan mismunandi mikla framhaldsmenntun. Nefnd var hætta á, að núverandi fjölskyldutanrilæknar mundu hverfa, en við taka annars vegar tannsmiðir, tannskoð- arar tannfyllarar, tannmáttakarar og hinsvegar tannlæknar og var þess getið, að „tandplejere“ væru ekki enn búnir að fá ákveðinn sess í tannheilsugæzlunni. Töldu sumir, að við ættum að láta okkur nægja vel menntaðar klinikdömur. Einnig var lögð áherzla á stöðuga endurhæfingu tannlækna, sem væri í verkahring tannlæknaháskólanna. Ég get ekki látið hjá líða, að hrósa dönum fyrir Kongress- 40

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.