Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Page 54

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Page 54
Árbók: Einhver tröppugangur hefur roðið á störfum ritnefndar og eru vonir um útkomu árbókar fyrir aðalfund ákaflega veik- ar. Taxtamál: Taxtanefndin hefur unnið mikið starf á umliðnu starfs- ári. Fundirnir bæði margir og langir. Samkvæmt grundvelli þeim, sem notaður er með hjálp frá Hrólfi Ásvaldssyni á Hagstofu Islands, hækkaði taxtinn 1. september s. 1. um 10% aftur 1. febrúar s. 1. um 5% og nú síðast 1 marz um 5%. Enn eru geymdar hækkanir, sem koma væntanlega 1. júní. Inni í þessum hækkunum er aðeins 3% launahækkun til tannlækna, eða sú sama og ríkisstarfsmenn fengu 1. desember sl. Allt hitt eru kostnaðarhækkanir. Xokkrar grundvallarbreytingar hafa verið gerðar á taxt- anum. Voru þær hugsaðar til þess að hægt væri að nota taxt- nn sem absolut taxta fyrir sjúkrasamlag. Ilaft var að nokkru leyti samráð við aðila í félaginu, sem áttu sérhagsnmna að gæta. Taxtanefnd sá sér þó, því miður, ekki fært að fara að óskum þessara aðila í livívetna. Aðalgrundvallarbreytingin er þó fólgin í aðskilnaði labora- torykostnaðar og gulls í sambandi við krónu og brú og prótesu- gerð. Ekki þótti fært lengur að hafa þetta óbreytt. vegna stöðugra verðbreytinga á gulli, tönnum og lab.-kosnaði. Veigamikil breying er einnig viðurkenning á rétti sérfræð- inga og sérmenntaðra tannlækna til að leggja 40% á taxta TFI við sína vinnu, sé um tilvísun að ræða. Tekin voru inn ýmis ný atriði í taxtann, sem þar voru ekki til fyrir, þannig að hann er nú miklu nothæfari en áður. Samningar við Tryggingarstofnun ríkisins: Þegar lög um sjúkrasamlagsgreiðslur á tannaðgerðum fvrir vissa hópa fólks voru samþykkt á Alþingi í apríl 1974, gerðu 52

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.