Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Side 56

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Side 56
formanni TFÍ og Sigurði Ingimundarsyni framkvæmdastjóra Tryggingarstofnunar ríkisins að viðstöddum st.jórn TFI og Gunnari Möller. Ilvað sem segja má um samninginn sem slíkan, telur samn- inganefnd TFI að ekki hafi verið hægt að ná betri samningi, eins og málum var háttað og telur samninganefndin sig hafa reynt að halda á málum tannlækna eftir beztu getu. Samningurinn er sendur öllum félagsmönnum sem fylgi- skjal með skýrslu formanns. Samningar náðust í iiaust milli skólatannlækna og Reykja- víkurborgar um skólatannlækningar. Veigamikið atriði, sem náðist í þeim samningum, var ákvæði, sem segir að Reykja- víkurborg ræður aðeins meðlimi TFI í vinnu. Einnig eru allir samningar í framtíð milli þessara aðila háðir samþykki stjórnar TFI. Stjórn TFÍ ákvað á fundi sínum í apríl að gefa kr. 500.000.00 úr félagssjóði í þeim tilgangi að sett verði hér upp ,special Klinik“ fyrir vangefna. Stjórnin mun að sjálfsögðu leita sam- þyltktar aðalfundar á ákvörðun þessari. Það þarf ekki að fjöryrða um ágæti þessa málefnis. Það er kunnara en frá þurfi að segja í hverskonar ólestri þessi mál eru hér á landi, og reynsla annarra landa sannar okkur að þeim verður aldrei komið í viðunandi horf nema tannlæknar verði „primus motor“ í framgangi þeirra Það er þess vegna sómi TFl að sam- þykkja þessa ráðstöfun stjórnarinnar. Iívet ég meðlimi ein- dregið til ])ess að samþykkja ]>etta á aðalfundi. Hér hefur verið stiklað á stóru í skýrslu formanns. Engin leið er að skýra tæmandi frá störfum á árinu. Það yrði of langt mál. Eg vil að lokum þakka meðstjórnarmönnum mínum mikið og fórnfúst starf og gott samkmulag, sem ég vona að haldist næsta starfsár, ef ég þá verð áfram formaður TFÍ. Haukur Clausen. 54

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.