Árdís - 01.01.1935, Blaðsíða 7

Árdís - 01.01.1935, Blaðsíða 7
5 nema að yfir því sé vakað sameiginlega af kennuru'm og foreldr- um. — Þó engill Guös kæmi frá himnum til að flytja boðskap hans í kirkju mannanna mætti gera starf hans ómögulegt með rangri afstöðu þeirra sem kirkjunni tilheyra. Áhrif kvenna eru þar sem annarsstaðar djúptæk. Þegar vér sem einstaklingar eða félagsheildir erum að gera tilraunir itil að hlynna að kristindóms starfi verðum vér að hafa það hugfast að ekkert annað en elska vor til málefnisins má blandast inn í það starf. ÖU okkar félög hafa varið mikilli fjár- upphæð til að prýða kirkjur SÍnar, og lofsverður er sá áhiu'gi sem gera vill Guðs hús vegleg og fögur, en þó langar mig að minna yður á að til er annað sem er enn'þá dýrðlegra. — Vér munum fráöagnina undursamlegu um ummyndun Jesú á fjallinu. í hrifn- ingunni er það fyrsta húgsun Péturs að byggja þrjár tjaldhúðir. Og svo munum vér hvernig að sýnin hverfur. og að þeir heyra rödd Guðs er talar til þein-a úr skýjinu; og eftir það, er þeir lit- ast um, sjá þeir ekkert nema Jesús einan. Það sem vér verðum að kappkosta ef kristindóms starf vort á aö verða nokkuð annaö en hégómi er að komast upp á þann fjallstind sem er ofar öllu því lága; öllu harki og þrefi, öllú yfirskini, öllu heimskulegu reiptogi. Hefjast þangað sem oss aúðnast að skilja rödd Guðs, þangað sem vér komum auga á Jesús og þráum að þjóna honum. II. Að líkna bágstöddum er annar liður þessara laga. Er,u það orð sem vel láta í eyrum og þjónusta er öllum ætti að vera ljúft að inna af hendi. Vanalega mun það fyrirkomulag notað að kjósa nefnd innan livers félags til að annast um þennan hluta starfsins. Vildi eg benda á að vandi er að velja í þá nefnd, oft á tíðum verða þær að finna til þess að þeim beri að draga sltó af fótum sér því þær standi á helgum stað. Tilfinningalífi rnargra einstæðinga er þannig háttað að oft er gert meira ilt en gott með afskiftasemi sem ekki er bygð á réttum grundvelli. Of oft mun líknarstarf kvenfélaga vera í því fólgiö að gefa þeim sem í fjárþröng eru nokkra dali úr sjóð félagsins. En muna verðum vér að fleiri eru bágstaddi rnargir vinfáir og ráðviltir, margir er ef til vill hafa brotið bát sinn fyrir kulda og afskiftaleysi þeirra er hefðu geitað hjálpað. Það hefir veriö gerður mikill hávaði um íslenzka gestrisni, íslenzkan höfðingsskap og íslenzk brjóstgæði. Alt þetta finst. hjá þjóð vorri en stundum verða hlutföllin skökk. Finst yður ekki, vinir, sem þér heyrið í anda bergmál af stunúrn og grátekka þeirra sem kalla mættu olnbogabörn, sveitar ómaga, og einstæð- inga þjóðar vorrar frá fyrri og síöari tíð, bæði heima á ættjörðinni og hér í álfu. Guð gefi að sá hugsunarháttur komist ekki að, hvorki í félögum vorum né hjá kristnum einstaklingum, að fátæk- um sé flest fullboðið — það upplag sem lúta vill höfðingum en stjaka við smælingum. Vaka, vildúm vér yfir þeirn hugsjón að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.