Árdís - 01.01.1935, Side 42
40
Samband foreldra og barna.
Erindi flutt á ársþingi Bandalags lúterskra kvenna 23. júní 1935
Þegar eg fór að hugsa um hvað eg ætti að segja hér í dag,
þá flugu hugsanir mínar frá einu umtalsefninu til annars. Mér
fanst hugurinn eins og stýrislaust skip í hafþokunni. Eg vissi að
eg varð að leita hafnar, en hvaða hafnar, hafði eg ekki hugmynd
um.
Vegna minnar daglegu umgengni við börn, kenslustarf, fanst
mér ekki óeðlilegt, að eg reyndi að tala um einhverja af hinum
mörgu liliðum ibarnauppeldisins. En þetta efni, uppeldi barna, er
afar margþætt og ósköpin öll hefir verið um það ræitt og skrifað,
þó enginn hafi enn skilið það til fulls, kannske vegna þess að orðið
er svo víðtækt. Ef við hugsum um það meira í sambandi
við foreldra heldur en bör.n, Iþá færum við kannske, sem foreldri,
að fá ljósari skilning á þessu efni, sem svo ósköp mikið hefir verið
hugsað um, talað um og skrifað.
Þessi hugmynd, að foreldrar hafi mikið að læra um barna
uppeldi kemur flestum okkur kannske nokkuð undarlegt fyrir.
Það er tiltölulega ung hugmynd og tilheyrir nýja tímanum, að
foreldrarnir hafi mikið að læra, þegar um barnauppeldi er að ræða.
Frá gömlum tímum virðist sú hugsun vandlega gróðursett í hug-
um og hjöritum fjölskyldunnar að foreldra rétturinn væri svo að
segja takmarkalaus og vitsmunir óskeikulir, livað börnin snertir.
Þegar eg var að hugsa u'm það, sem foreldrarnir þyrftu að
læra festust í huga mér þrjú orð, einhver algengustu orðin í mál-
inu: heimili, fjölskylda, foreldriar.
í þessum þremur orðum, fanst mér ef til vill, að hægt væri
að finna efni fyrir þetta erindi. Þessi orð, heimili, fjölskylda,
foreldrar eru ekki fjarskyld orð, eða sitt úr hverri áttinni. Þau eru
þar á mólti svo náskyld og samtvinnuð, að segja má að þau renni
í eitt og tákni hinn þýðingarmesta veruleik tilveru vorrar liér á
jörðu, undirstöðu þeirrar félagslegu byggingar, sem vér köllum
einu nafni: menningu.
Þessi þrjú orð, sem eru svo nátengd hvert öðru og eins og
styðja hvert annað, tákna sameiginlega gæfu mannsins hér í
heimi.
Fyrsta orðið, heimili, hefir nokkurskonar töframagn í sér
fólgið. Það hefir verið lyftimagn fyrir anda skáldanna, bæði með
því sem það táknar og með hljómfegurð sinni. Fá skáld hafa