Árdís - 01.01.1935, Síða 43

Árdís - 01.01.1935, Síða 43
41 fallegar ort um það efni heldur en Burns í “The Cotter’s Satur- day Night.” En þó hefir sú gullfallega mynd, sem þar er dregin, ekki meiri áhrif á oss, heldur enn þessar einföldu og alkunnu IjóðMnur: “Be it ever so humble There’s no place like liome.” Þetta undra orð, heimili, þegar það er skilið sem sá staður, sem hefir 'öllum öðrum stöðum hér á jörðu, meira aðdráttarafl, leiðir hugann að næsta orðinu, fjölskylda. Við finnuni að merkingin í rót orðsins er tengd við þjónustu, innan vébanda nánustu ættingja og þá sérstaklega rnilli föður og móður og barna, innan heimilisins. Það varðar ekki miklu úr hvaða efni heimili vor eru bygö, hvort þau eru fátækleg eða ríkmann- leg, kofar eða kastalar. Það er hið andlega andrúmslofit, innan heimilisins, samband og sannbúð fjölskyldunnar, sem öllu varðar. Það er sá vefur sem orðið fjölskylda í raun og veru þýðir og sem um aldirnar hefir verndað og þroskað ‘þjóðlíf vort. Heimilish'f vort getur verið sæluríkt vegna kærleiksríks sam- ræmis innan fjölskyldunnar og Iþað getur verið hið gagnstæða vegna ósamræmisins, sem þar á sér oft stað. En alt það er alger- lega undir fjölskyldunni sjálfri komið. Það þarf ekki nema einn meðlim fjölskyldunnar til að spilla heimilislífinu og það getur verið húsbóndinn eða húsfreyjan, faðir eða móðir, eða þá eitthvert barnið, systir eða bróðir. Til þess að samræmið sé fullkomið, þarf alt heimilisfólkið að vera samtaka. Hver meðlimur fjölskyldunnar verður að gæta þess, að þroska og glæða hjá sjálfum sér hvern þann hæfileika sem leiðir til góðs samkomulags og góðrar samvinnu innan fjölskyldunnar. Má þar til nefna sérstaklega: kurteisi, umhyggjusemi og glaðlegt viðmót. Æfi meðUmir fjölskyldunnar þessar dygðir hver með öðrum og hver fyrir annan, þá leiða þær til farsæls heimilislífs. Kurteisi og umhyggjusemi fegrar og betrar heimilislífið afar mikið og því má ekki heimilisfólkið láta það ibregðast að sýna hvað öðru ávalt kurteisi og nærgætni í stóru og smáu. Kurteisin er hið ytra tákn góðvildarinnar. Umhyggjusemin sprettur af hinu innra hugaUþeli, góðvild og kærleika, sem heimilisfólkið ber hvert til annars. Þetta leiðir oss að hinni upphaflegu merkingu orðsins fjölskylda—þjónn, þjónusta. Þjónusta sem látin er í té með gleði er nokkurskonar tignar- merki fjölskyldunnar, heimilisins. Óeigingjörn þjónusta, eins og hún getur bezt verið, tengir fjölskylduna hinum traustustu böndum og byggir upp það heim- ilisMf sem vér getum hugsað oss bezt og fullkomnast og sem við allar, sem kristnar manneskjur, óskum og vonum að mættu vera

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.