Árdís - 01.01.1935, Blaðsíða 10

Árdís - 01.01.1935, Blaðsíða 10
8 Á fundum gætu þá verið rædd okkar sérmál, okkar áhugamál, og þannig gerð tilraun til að auka þekking og mentun um leið og það breytti andrúmslofti fundanna og glæddi áhuga fyrir ýmsum mál- efnum. Samkvæmt fundarsamþykt þessa bandalags hafa 'öll félögin er því tilheyra tekið bindindismál á stefnuskrá sína, má því með sanni segja að eitt af því sem félögum vorum beri að vinna að sé bindindi. í>ar sem bindindismálið verður rætt síðar á þessu þingi, vildi eg aðeins minnast á þá hlið, sem mér finst snerta oss sem meðlimi hinna ýmsu kvenfélaga og sem kristna einstaklinga. Öllum er það ljóst að bæði vínnautn og reykingar eru að fara í vöxt þessi síðustú ár meðal kvenna. Ekki á eg völ á nein- um nógu sterkum orðum til að biðja yður að atihuga hvert þetta er að leiða, sárt er til þess að vita að hinar ágætu íslenzku konur skulu ekki hafa haft þrek til þess, að spyrna á móti því að sogast með inn í þessa hringiðu. Kvenþjóðinni hefir oft verið hrósað— konan sögð að vera “mannsins kóróna” og skáld hefir dreymt um að “allir englar þjóni” undir merkjum hennar! En ættum vér þá ekki að reyna að halda því merki hátt; að láta það ekki falla ofan í sorp óreglu, annars erum vér þess ekki verðar að vera mæður barnanna né aðstoð manna vorra. Vér verðum að gera oss grein fyrir hinni óðfluga breytingu sem átt hefir sér stað og mér hrfs hugur við hve margar konur og mæður neita að skilja hættuna. Vildi eg í þessu sambandi minna á, að ef vér búumst við að koma nokkru góðu til leiðar verðum vér að eiga styrkleik í vorri eigin sál, orku sem vér svo getum veitt út á við öðrum til blessunar. Vildi eg óska þess og biðja að vér sem myndum hin ýmsu féllög tilheyrandi þessu bandalagi mættum fyrst af öllu leggja rækt við að fullkomna oss sjálfar, mættum finna til vanmáttar en ekki þykjast af mikilleik, mættum finna til þess að á “himinleið” vorri þurfum vér að halda í hendi Hans sem styrkinn gefur. Að endingu langar mig svo að mega leiða athygli yðar að einum þætti frásagna Guðspjallanna: í afturelding hins fyrsta páskadags sjáum vér í anda þrjár konur; þær hraða för sinni með ótta en mikilli gleði. Engill drottins hafði gefið þeim hlutverk að vinna, hafði boðið þeim að færa lærisveinum Jesú þá fregn að hann væri upprisinn. Vér skulum muna það, vinir, að það voru konur sem fyrst var trúað fyrir 'þeim boðskap. Þeim var veitt sú viðurkenning af því þær vöktu þegar karlmennirnir sváfu, af því að elska þeirra til Jesú knúði þær til starfs, þegar aðrir hvíldu'st. Þær raddir berast til vor, sem lítið vilja gera úr þeim mis- mun að trúa á lifandi frelsara eða benda á mannlega fyrirmynd. En gerum vér oss grein fyrir því fyllilega, að oss, kristnum kon- um, er ennþá trúað fyrir því að vera boðberar hins Iffandi lausmara. Með auðmýkt og lotningu skulum vér kappkosta að reynast verðugar þessari viðurkenningu sem einstaklingar og sem félagsheildir skulum vér með guðs hjálp halda skildinum hreinúm og keppa fram til sigurs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.