Árdís - 01.01.1935, Blaðsíða 16

Árdís - 01.01.1935, Blaðsíða 16
14 Staða Móðurinnar. Mæðracíagsræða eftir dr. theol. Björn B. Jónsson “Sjá, þar er móðir þín.”—Jó,h. 19, 27. Það er mæðradagur. Eg liefi kunngert, að ræðuefnið væri: Staða móðurinnar. Textinn er þriðja orð Krists á krossinum. Móðirin, sem hér á hlut að máli, móðir frelsarans, stóð viö kross- inn. Þar, einmitt þar er staða hverrar góðrar móður. Þegar hún stendur bezt í stöðu sinni og er aðdáanlegust, þá stendur hún lijá krossi Jesú Krists. í annari merkingu er og staða móöurinnar nátengd krossin- u'm. Móðurstaðan, sem er æðsta virðingarstaða á jörðu, er keypt dýru verði. Mcðurgleðin er víst mesi a gleði mannlegs hjarta. — “Þú hin sælasta allra kvenna”, mælti engill Guðs við konuna, er að því kom, að hún yrði móðir. Með harmkvælum er 'þó móður- sælan jafnan keypt. Sælan og sársaukinn fylgjast ávalt að i æfisögu móðurinnar. Þó móðurstaöan sé, eða réttara sagt, af því staða móður- innar er svo nærri krossinum, þá getur og móðirin, sé hún stöðu sinni vaxin, verið nær Guði, en nokkur önnur vera á jarðríki. Öll tilveran er dularfull. Ekkert er þá dularfyllra en upphaf lífs- ins, móðerni lífsins. Ekki einungis er tilveran dularfull, heldur og ill og ömurleg frá upphafi til enda, nema svo að maður 'trúi á Guð og viti alla tilveruna í hendi hans. Guðdómurinn og móðernið taka höndum saman, annars er hvorki vit né fegurð í tilverunni. “Kraftur hins æðsta mun yfirs'kyggja þig,” talaði engill Guðs við hana, sem af sínu hreina skauti átta að fæða allra mannanna bróð- ur. Dæmið er ekki einstætt. Hver einasta móðir hefir sömu náðar noitið. Fyrir því trúum vér því, að allir vér, sem af konu erum fædd, séum Guðs ,börn. “Sjá, eg er ambátt Drottins,” svaraði María boðskap engilsins og beygði höfuð í bæn fyrir höfu'ndi lífsins. Þá er móðirin sæl og stlöðu sinni trú, er hún veit sig vera þernu, nei, samverkakonu Guðs, þiggjandi uppkveikju mannlegs lífs úr hendi lífsins eilífa föður, sjálfum Guði samverkandi í því, að láta verða til líf á jörðunni, ódauðlegt, eilíft mannslíf, sem ætlað er til sælu og samvista við Guð í himindýrð um aldir alda. Uppruna lífsins verðum vér æ aö skoða heilagan—guðdóm- legan. Fyrir því er og móðernið í sjálfu sér ávalt heilagt, hvernig sem með það er farið. “Kraftur hins æðsita mun yfirskyggja þig,” svo hljóðar lögmál tilveru-upphafs sérhvers manns. Fyrir þvi kallast það alt, er af konu fæðist, Guðs börn. Ekkert lögmál J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.