Árdís - 01.01.1935, Side 16

Árdís - 01.01.1935, Side 16
14 Staða Móðurinnar. Mæðracíagsræða eftir dr. theol. Björn B. Jónsson “Sjá, þar er móðir þín.”—Jó,h. 19, 27. Það er mæðradagur. Eg liefi kunngert, að ræðuefnið væri: Staða móðurinnar. Textinn er þriðja orð Krists á krossinum. Móðirin, sem hér á hlut að máli, móðir frelsarans, stóð viö kross- inn. Þar, einmitt þar er staða hverrar góðrar móður. Þegar hún stendur bezt í stöðu sinni og er aðdáanlegust, þá stendur hún lijá krossi Jesú Krists. í annari merkingu er og staða móöurinnar nátengd krossin- u'm. Móðurstaðan, sem er æðsta virðingarstaða á jörðu, er keypt dýru verði. Mcðurgleðin er víst mesi a gleði mannlegs hjarta. — “Þú hin sælasta allra kvenna”, mælti engill Guðs við konuna, er að því kom, að hún yrði móðir. Með harmkvælum er 'þó móður- sælan jafnan keypt. Sælan og sársaukinn fylgjast ávalt að i æfisögu móðurinnar. Þó móðurstaöan sé, eða réttara sagt, af því staða móður- innar er svo nærri krossinum, þá getur og móðirin, sé hún stöðu sinni vaxin, verið nær Guði, en nokkur önnur vera á jarðríki. Öll tilveran er dularfull. Ekkert er þá dularfyllra en upphaf lífs- ins, móðerni lífsins. Ekki einungis er tilveran dularfull, heldur og ill og ömurleg frá upphafi til enda, nema svo að maður 'trúi á Guð og viti alla tilveruna í hendi hans. Guðdómurinn og móðernið taka höndum saman, annars er hvorki vit né fegurð í tilverunni. “Kraftur hins æðsta mun yfirs'kyggja þig,” talaði engill Guðs við hana, sem af sínu hreina skauti átta að fæða allra mannanna bróð- ur. Dæmið er ekki einstætt. Hver einasta móðir hefir sömu náðar noitið. Fyrir því trúum vér því, að allir vér, sem af konu erum fædd, séum Guðs ,börn. “Sjá, eg er ambátt Drottins,” svaraði María boðskap engilsins og beygði höfuð í bæn fyrir höfu'ndi lífsins. Þá er móðirin sæl og stlöðu sinni trú, er hún veit sig vera þernu, nei, samverkakonu Guðs, þiggjandi uppkveikju mannlegs lífs úr hendi lífsins eilífa föður, sjálfum Guði samverkandi í því, að láta verða til líf á jörðunni, ódauðlegt, eilíft mannslíf, sem ætlað er til sælu og samvista við Guð í himindýrð um aldir alda. Uppruna lífsins verðum vér æ aö skoða heilagan—guðdóm- legan. Fyrir því er og móðernið í sjálfu sér ávalt heilagt, hvernig sem með það er farið. “Kraftur hins æðsita mun yfirskyggja þig,” svo hljóðar lögmál tilveru-upphafs sérhvers manns. Fyrir þvi kallast það alt, er af konu fæðist, Guðs börn. Ekkert lögmál J

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.