Árdís - 01.01.1935, Qupperneq 17
15
Guðs er heilagra, en lögmál lífsins upphafs. Engar syndir eru þá
og stærri, en syndirnar margföldu gegn lögmálinu, sem ræður
fyrir tilorðning lífsins. Hugsunarháttur og rangsleitni nútímans
draga lífsins æðsta boðorð niður í sorp, svo mjög sem sá helgi-
dómur Drottins er gerður að ræningjabæli, þá helgar eðlishvatir,
er skaparinn hefir ákveðið til tryggingar fyrir áframhaldi tilver-
unnar, eru gefnar í þjónuistu vanheilagra, saurugra og dýrslegra
hugsana og athafna.
Þiö mæður, sem eigið dætur! Kennið þið dætrum yðar, að
móðernið og alt ,sem að því lýtur, sé heilagt, að hver sem inn ,í
þann helgidóm lítu'r eða stígur, eigi að draga skó af fótum sér,
því sú jörð sé heilög. Þá göfgið þér svo hugsunarhátt og tilfinn-
ingar dætra yðar, að minni líkur eru til þess að þær falli fyrir
freistingum holdsins og heimsins, eins og svo of:t vill verða.
Af því nú er mæðradagur, er einkum rætt um móðernið. Því
má þó ei gieyma, að í sjálfu sér er faðerni jafn-heilagt og móð-
erni, og sonum sem dætrum þarf að kenna, að varðveita sig
hreina og ganga nieð lotningu um helgidóminn.
Þótit bæði foreldrin séu jafn-ábyi'gðarfull fyrir Guði, er þó
staða móðurinnar slík, að það verður einkum hlutverk hennar að
annas't líf og eilífa velferð barnsins síns. Móðirin ber það undir
brjósti sér og nærir það ófætt á sjálfs sín blóði. Ástin og vonin
og bænin vaka í hjarta móðurinnar yfir máttvana Mfinu sem af
henni fæðisti og getur átt fyrir' höndum svo og svo mikla gæfu,
eða svo og mikla eymd, um tíma og eilífð. Hve smátt veröur ekki
alt í augum hennar, annað en þetta eina, að elska barnið sitt og
leiðbeina því. Er stundir líða og barnið vex upp, byltist móður-
hjartað milli gráts og gleði, eftir því hvernig barninu Mður og
hvernig áhorfist 'uta það. Og vitum það öll með vissu, að ekkert
gefur þá móðurinni sityi’k til lilýtar nenia traustið til Mfandi Guðs.
Án sannrar guðhræðslu fær engin móðir staðiö í stöðu sinni.
Guð er einkatraust og athvarf góðrar móður. huggun og hjálp-
ræði hins trúfasta móðurhjarta.
Stöðu móðurinnar. sjálfu hjarta góðrar móður, er fagurlega
lýst í smákvæði norska skáldsins, Björnstjerne Björnsons:
“Takt’ að þér, dýri Drottinn minn,
Drenginn við ána þama,
Og hjálpi’ honum andinn helgi þinn
í himnavist góðra barna.
Hellan er hála ísnum und,
En haldi hann sér fast í þína mund,
Fallinu frá þú ver ,hann
Unz frelsandi heim þú ber hann.