Árdís - 01.01.1935, Side 13
stolist til að tína einhverja fróðleiksmola úr bókúm bræðra sinna.
Nú er öldin önnur. Nú er sannarlega nýtt tímabil í sögu
kvenþjóðarinnar. Margir stara agndofa á þessa nýju veru—“nýju-
konuna,” sem setið hefir á skólabekk með bræðrum sínum, stælt
og eflt heíir anda sinn með hinum sömu erfiðu viðfangsefnum og
þeir, reynt hefir, eins og þeir, að skilja og brjóta til mergjar þjóð-
félags-skipulagið, og hefir um leið lært að finna til ábyrgðarinnar,
er á henni hvílir til urnbóta þess og viðhalds.
Hvernig verður nú hin nýja kona við alla þessa breytingú?
Verður þessi aukna þekking og frelsi og alt þetta jafnrétti við
karlþjóðina, mannkyninu til ills eða góðs? Svo er spurt.
Stendur hún við hlið mannsins—ekki ofar. ekki neðar, heldur
jöfn—í lífsins miklu baráttu, og reynist nú eins vel og hin fyrri
kona reyndist, er hún stóð við hlið eiginmanns síns í sínum tak-
markaða verkahring ?
Aðal hlutverk hverrar þjóðar er uppeldi barna sinna. Til þess
notar hún ýmsar stofnanir, svo sem heimilið, skólann og kirkjuna.
Nálega hvert barn á heimilisfang í öllum þessum stofnunúm, og
verður fyrir áhrifum þeirra.
Fyr var þaö aðeins við hina fyrstu stofnunina—heimilið—að
vald konunnar kom nokkuð til greina, og þar mjög takmarkað.
Nú getur hún haft hönd í bagga með öllum þessum stofnunum, er
eiga að stuðla aö fullkomnu'n barna hennar. Hvílík blessuð tæki-
færi fyrir móðurina að fá að hafa hönd í bagga við að útrýma öllu
óheilnæmu, en efla göfugar og háleitar liugsjónir í stofnunum
þeim, er eiga að móta börnin liennar með álirifum sínum.
Allar góðar mæður hljóta að láta sig dreyma fagra drauma
um börnin sín. En ef draumarnir eiga að rætast, verðum við
mæðurnar að láta okkur ant um að nota okkar nýja frelsi, til að
sjá um að uppeldisstofnanir þessar vinni verk sitt vel.
Uppeldisstofnanirnar þrjár hefi eg þegar nefnit—heimílið, skól-
inn og kirkjan.
Um heimilið ætia eg ekki að tala. Um það efni var ágætt
erindi flutt á þingi kvenna á þessum stað síðastilðið sumar. Um
afstöðu kvenna við hinar stofnanirnar tvær, skal eg fara örfáum
orðum.
Næst heimilinu hlýtur skólinn að hafa mest áhrif á hina ungu
sál. Er því auðsætt, hve afar áríðandi er að andnimsloftið þar sé
holt. Þar eru börnin megin partinn af hinni dýrmætu æskutíð.
Þá stofnan þurfurn við því að kynna okkur vel og láta okkur
mjög ant um hana. Kennararnir, sem þar taka við af okkur, eða
réttara sagt, starfa þar okkur samhliða, eru að leiðbeina börnun-
um okkar á þroskaskeiðinu. Verðum við því að komast í náið
samband við þá, sjá um, eftir því sem í okkar valdi stendur, að við