Árdís - 01.01.1935, Blaðsíða 8

Árdís - 01.01.1935, Blaðsíða 8
6 líknarstarf félaga vorra væri þannig unnið aö það bæri vott um skilning á vilja Hans er sagði: “Það sem þér gerið einum af þessum minstu bræðrum það gerið þér mér.” III. Að auka samúð og samvinnu virðist hafa verið eitt af markmiðum sumra hinna eldri félaga. Einhver hefir sagt að þannig sýndum vér víkinga upplagið forna með þessum skort á samvinnu sem loðir við í flestum bygðarlögum vorum. Og vel færi á því ef áhrif kvenna miðuðu í þá áht að draga úr þeirri hetjulund sem álítu'r skyldu sína að bæla niður það sem annar vill hefja upp; sem sér ofsjónum yfir viðurkenningu og sigri þeirra sem fram úr skara á einhverju sviði; sem vill bæla niður þá hæfi- leika hjá einstaklingum sem gætu oröið þeim og þjóð þeirra til sóma. Ef til vill gæti líka átt sér stað vöntun á samúð á milli kvenna í litlu umhverfi eða í litlum félagshring. * Gleymist þá hugsjónin sú, að allir lærisveinar Krists ættu að vera tengdir einingar bandi, að hvert kvenfélag er sem heimilishringur, þar sem kærleiki ríkir. Þar ætti hreinskilni að vera friðhelg því kær- leikurinn umber alt. Ekkert smátt eða lítilfjörlegt má komast að til að draga kraft úr starfi voru. Samvinnutími vor er stuittur og sömu leiðina förum vér aðeins einu sinni. Oft dettur mér í h’u'g, að þegar leiðin er á enda kljáð, þegar vér lítum þá aftur yfir alla þessa smámuni, yfir öll mistökin, þá muni oss ógna hve þroskinn var skamt á leið kominn.—í kvenfélögunum er oss gefið tækifæri að kynnast hver annari, tækifæri til að koma auga á gullið sem fólgið er í sálum hinna. Leggjum rækt við að finna það og lærum að breiða frið og eining yfir bygðarlög vor. IV. Að styrkja söfnuð sinn fjárhagslega. Oft hefir verið bent á að kvenfélög vor væru lítið annað en “peninga-maskínur” og að alt starf þeirra snerist um að afla peninga. Þar sem það fyrirkomulag er að alt .fé sem þarf til safnaðar- þarfa er innheimt með frjálsum tillögum eins og á sér stað hjá oss, er eðlilegt að einn þáttur af starfi safnaðar kvenfélags hafi verið sá að ná saman peningum. Sérstaklega nú síðan hin svo- nefnda kreppa byrjaði hafa mörg þeirra lagt fé itil starfrækslu safnaða sinna; er það í fylsta samræmi við þann anda er ríkjandi á að vera í félögum vorum. En hvaða aðferðir nota félög vor til að safna fé? Samkvæmt auglýsingum blaðanna eru það aðallega “silver teas”, “whist or bridge drives”, matarsölur af ýmsu tagi, skemtisamkomur, sjón- leikir, tombólur, danz o. fl. Ekki ætla eg að taka mér neitt dómsvald með að gera ákvæði viðvíkjandi hvað af þessu sé viðeigandi fyrir kristileg félög, en máske væri ekki úr vegi að ræða um það mál í alvöru. Vér ættum að hafa það hugfast að vaka yfir þeirri hugsjón að vera vandar að þeim aöferðum er vér notum. Sárt er til jpess að vita
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.