Árdís - 01.01.1935, Blaðsíða 11

Árdís - 01.01.1935, Blaðsíða 11
9 Framsókn kvenþjóðarinnar. Eftir Mrs. B. B. Jónsson (Flutt á kvennanþingi í Winnipeg) Fyrir nokkrum árum síðan, var eitt aðalmálið á dagskrá í þessu landi, kvenréttinda-málið, og var þá sérstaklega barist um það, hvort konur skyldu hafa jafnrétti við karlmenn við kosning erindreka á hin ýmsu löggjafarþing þjóðarinnar. En frelsisbar- áíta kvenþjóðarinnar er ekki barátta fárra ára, heldur á hún sér afarlanga sögu. Hjá fremstu siðmenningarþjóðum heimsins, þá mannkynssaga er fyrst skráð, hjálpaðist alt að, borgaraleg lög, kirkjulegar kenn- ingar og gamlar siðvenjur, til að staðfesta þá trú, að karlmaður- inn hafi einkarétt til að stjórna heimili, r'íki og kirkju, en að kven- mannsins skylda sé að hlýða og þjóna, liljóð og uhdirgefin, karl- manninum, hvenær og hvernig sem honum þóknast. Hjá því gat eigi farið, að einhverntíma risi kvenþjóðin úr þeirn andlega dvala, sem hún hafði haldin verið um aldaraðir, og heimtaði viðurkenningu sem skynsemi-gædd vera með sjálfstæða hugsun og ákveðinn vilja. Hin fyrsta verulega kvenfrelsishreyfing, sem sögur fara af, hófst á Grikklandi og varaði meira og rninna í tvær aldir. í Rórna- borg braust hún út síðar með enn meiri krafti. Voru þar tví- vegis, fyrir Krists burð, hafin sterk samtök kvenna, sem mótmæii gegn ófrelsi og undirokun. í þau skifti hvorutveggjú, söfnuðust konur saman í stórum hópum á þingstað þjóðarinnar og kröfðust réttar síns. í báðum tilfellunum náðu þær takmarki því, er aö var kept. Kristindómurinn kom í heiminn og breiddist smátt og smátt út um Norðurálfuna. Kirkjan hélt sér við hina ríkjandi skoðun þátíðarinnar, og bætti því við í sinni kenningu, að það væri Guðs vilji og fyrirskipun að konan væri manninum undirgefin, þar eð hún hefði fyrst leitt syndina inn í heiminn. Þrátt fyrir það, hvað þessari kenningu var öflugt haldið fram, reis þó kvenfrelsishreyf- ingin upp enn á ný, sem einn þáttur hinnar ítölsku vakningar- eða þekkingar-öldu, (renaissance) á þrettándu og fjórtándu öld. Það má virðast næsta einkennilegt, að á ættjörð Mússolini, skyldi einmitt fæðast nútíðar frelsishreyfing kvenna, en sagan sýnir, að þannig er því þó varið. Eftir það dó hún aldrei algerlega út, og þótt oft væri hún nauðbeygð, á hinum dimmu stríðs- og einokun- ar tímum aldanna. sem á eftir kornu, til að hafa lágt um sig, braust hún jafnskjótt út sem eitthvað rofaði í lofti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.