Árdís - 01.01.1935, Side 47

Árdís - 01.01.1935, Side 47
45 hreyfing kemur fram með tillögur, sem teljas't mega nýung fyrir fles'ta, eða eru að minsta kosti færðar manni nær, heldur en áður hefir gert verið, viövíkjandi sanihandi foreldra og barna. Mentun, andleg 'þroskun verður að halda áfram alla æfina, og ef foreldrarnir ætla að vera góðir kennarar og leiðtogar barna sinna og móta skapgerð þeirra og þroska, þá verða þau að vera vel vakandi og íylgjast vel með tímanum. Það þýðir ekki, að þau þurfi endilega að vera svo langar leiðir á undan þeim í skólalærdómi, en þau þurfa að vera gædd miklu siðferðisþreki og andlegum þroska, ef þau eigi að vera fær um að leiða barn sitt á það menningarstig, að það geti lifað því lífi, sem með sanni má um segja, að sé sjálfu því og öðrumj itil sóma og gagns. Vér þurfum að vekja hjá börnum vorum þá löng- un að skilja sjálf, ekki bara á hverju þau geti lifað, heldur fyrir hvað þau ælttu að vilja lifa. Ef við, foreldrar, getuni ekki veitt börnum vorum siðferði- legan styrk og leiðbeint þeim andlega, að lifa eins og vera ber, þá höfurn við brugðist þeirri sálnagæzlu sem oss hefir verið trúað fyrir. Þetta þýðir ekki það, að vér eigum aðeins að vera veitendur barna vorra. Vér munum að upphaflega merkingin í orðinu fjöl- skylda (farnily) er þjónn, þjónusta, þjónusta sem með gleði og góðvild er af liendi látin. Allir meðlimir fjölskyldunnar verða, í orðsins bezta skilningi, að vera hvers annars þjónar. Auðvitað er það skylda vor, að veita börnum vorum alt það bezita sem við höfum, andlegt o_g efnislegt, að svo miklu leyti sem það má verða þeim til góðs. En eins fljótt og verða má, verð- urn vér að koma börnunum á skilning um, að þau hafi líka ein- hverjum skyldum að gegna; þeim beri að leggja til sinn hluta gegn vorum. Á heimilunum þurfa börnin að læra þá list, að njóta í félagslífinu sameiginlegrar gleði með öðnum. Þau þurfa sem allra fyrst að skilja, að þau eru ekki komin aðeins til að láta þjóna sér, heldur til að þjóna öðrum. \ Foreldrar sem aldrei hafa ætlast til neins af börnum sínum þangað til þau eru orðin tíu eða tólf ára, geta ekki búist við, að þau taki alt í einu þeim breytingum að þau fari að gera sér ant um að vera foreldrum sínum og öðrum til gagns og gleði. Fimtán ára gamall drengur var efnu sinni kallaðiur fyrir rétt, þar sem unglingar aðeins eru yfirheyrðir, og sakaður um ein- hverjar misgerðir. Móðir hans bar það, að hún hefði gert alt sem hún hefði mögulega getað fyrir drenginn sinn, fætt hann og klætit ágætlega og gefiö honum vasapeninga svo hann gæti farið á kvikmyndahús í liverri viku og sarnt væri hann óskammfeilinn, óhlýðinn og óþakklátur. Faðirinn staðfesti það sem móðirin hafði

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.