Árdís - 01.01.1935, Qupperneq 44
42
sem flest. Án þessarar sameiginlegu þjónustu, getur ekki heimilió
kallast heimili. Hér er um sameiginlegar skyldur og sameiginleg
réttindi að ræða innan heimilisins, allra meðlima fjölsrkylduhnar
hjóna og harna, þar sem hver og einn gerir sér það að skyldu, að
vera öllum öðrum í fjölskyldunni til gagns og gleði, þar er fyrir-
myndar heimili, og af því stafar mikil bessun, líka út á við, og á
það hlýtur Guð að líta með velþóknum
Það hefir verið sagt að þjóðfélagið væri það sem heimilin,
innan 'þess takmarka, væru. Þjóðlífið getur ekki hafið sig hærra
heldur en heimilislífið. Ef heimilislífið væri á öllum heimilum,
eins cg það á að vera, þá mundu vandamál og vandræðamál Iþjóð-
félagsns verða fá og auðráðin. Gildi heimilisins mælist ekki eftir
því, hve mikið þar er saman komið af skrauti og margskonar
þægindum. Gildi heimilisins mælist við það andlega llf, sem þar er
lifað, 'þá andlegu menningu sem Iþar er að finna, samræmi innan
fjölskyldunnar og þess skilnings, sem hver meðlimur fjölskyld-
unnar hefir á þvf að fegra og betra mannlífið.
Komum vér þá að einstaklingum fjölskyldunnar.
Það er engum efa bundið, að það er skapgerð foreldranna
sem fyrst og fremst mótar hið andlega andrúmsloft á heimilinu.
Ekkert er ríkara heldur en hin persónulegu áhrif, og hin daglega
umgengni barnanna við foreldra sína, og oft eldri systkini, mótar
hugarfar þeirra.
Það hafa margir sagt, að á fyrstu sjö árum æfinnar, móltist
skapgerðin aðallega og því séu þau svo afar mikilsverður hluti af
mannsæfinni.
Sagt er að kennari einn hafi einhverntíma sagt: “Látið mig
hafa ibarnið þangað til það er tíu ára. Þið getið svo haft það alla
æfina eftir það.” Þetta er vitanlega bygt á því að mannsandinn
mótisit aðallega á barnsaldrinum. Annar uppeldisfræðingur hefir
sagt, að mest ríði á fyrstu fimm árunum. En hvert það eru nú
fyrstu fimm árin, sjö eða tíu, sem skapgerð — hugarfar mannsins
myndast aðallega, er ekki aðal-atriðið. Það er á þeim árum, sem
skapgerð mannsins aðallega mótast. Á þeim árum lærir hann að
-hugsa og vilji og framkvæma og þá er grúndvöllurin lagður fyrir
alt hans líf. Á þessum árum er barnið aðallega undir umsjón
foreldra sinna og sú helga ábyrgð hvílir því fyrst og fremst á for-
eldrunum að móta mannssálina meðan liún er næmust fýrir
áhrifum.
Smábarnið hefir eftir það sem fyrir því er haft, það sem það
sér og heyrir og það sem það sér og heyrir kernur vanalega fyrst
og fremst frá foreldrum þess og það sem þannig dag frá degi,
kemst inn í huga þess, verður smátt og smátt að andlegu lífi
barnsins. Alt sem barnið sér og heyrir meðan það er ungt, verðúr
því að veruleika. Barnið tekur við þvf sem að því er rétt, án þess