Árdís - 01.01.1935, Blaðsíða 19

Árdís - 01.01.1935, Blaðsíða 19
17 einast í heilagri tilbeiðslu. Væri hér jarðneskur konungur í höll sinni og biöi eldri og yngri í heimsókn til sín í dag myndi nau'm- ast nokkur móðir segja við börnin sín: “Fariö þið nú í höllina tii konungsins og gæiiið ykkar nú að ganga kurteislega inn þangað, sem liann situr í hásætinu og hegðið ykkur vei hjá konunginum; eg ætla ekki að fara með ykkur; en eg skal hafa matinn til þegac þið komið aftur.” Það fengi sig engin móöir til að sitja heima, hvaö sem húsverkum liði. En glöð og stolt af börnum sínum myndi hún fara með þeim, sjálf leiða þau fyrir konu'nginn og sýna þeim, hvernig þau ættu aö hegða sér og tala við konunginn. Þegar farið er í Guðs hús er farið meir en til konungs. Það er komið til Guðs og þá mega ekki börnin vera móðurlaus. Það er dagur mæðranna í dag. Eg vildi gleðja hverja rnóður og biðja í dag góðan Guð’ fyrir hverri kristinni móður. Mér þykir fyrir ef eg verð að særa nokkura móður, og ef svo fer, þá er það gert í kærleika. En eg get nú ekki vegna ábyrgðar-vitu'ndar gagnvart Guði látið vera, að segja það hispurslaust, að einhver mesti skugginn, sem nú hvílir yfir kristninni, er móðurleysi margra barna í kirkjunni á sunnudögum. Margar einkuin hinar yngri mæður, koma ekki með börnum sínum í kirkju, eða koma ekki með börnin sín í kirkju, livorki hin yngi'i né hin eldri. Börn og móður eru aöskilin, þá stund, sem báðum mest ríður á, að þau sé saman. Eg veit að þetta getur verið örðugleikum liáð. Eg veit að margri ástríkri móðurinni finst, að hún þurfi að sinna heimilisstörfum sínu'm, og jafnvel undirbúa gleðistundir fyrir börnin, þá um daginn. Það er yndislegt. En þá misskilur hver móðir stöðu sína, ef það fer fram hjá henni, að heilagasta skyldan hennar og þaö verkið, sem öll önnur verk verða að víkja fyi'ir, er það að fara með börnum sínum í kirkju og sameinast með þeim í guðlegri tilbeiðslu þar. Hvort sem það er móðir eðá faðir, þá verður það ekki nema um stutt skeið að þau fá leitt og leiðbeinit börnum sínum. Eg veit ekki hvernig það veröur hinum megin. Eg tel þó víst, að eiltt- hvert samband lialdist óslitið þegar þangað er komiö við það, sem eftir varð á jörðu'. Eg te>l víst að sérliver guðelsk móðir fái að sjá til barna sinna og vita um þau, þá hún er komin í eilífðina. Eg get hugsað mér, að þar, jafnvel þar, verði það .hjarta liennar 'Sem spjótalög, ef hún verður að sjá upp á það, að barnið hennar á jörðunni fráhverfist Guði og víki á leiðir syndar og óhamingju, og hún skynji það þá, að ef til vill hefði hún í jarðnesku lífi getað afstýrt því, hefði hún ekki svo oft skilið barnið sitt eftir móður- laust, hefði hún sjálf verið ofta hjá því í húsi drottins. Guð gefi að mæðradagur þessi verði trúarlegur vakningar- dagur allra mæðra í söfnuðinum. Þið mæður eruð af Guði svo úátt settar. Þið hafið af Guði þegið svo mikla náð og gleði. Þið eruð og í svo vandasamri stöðu. Þið fellið flest og heitust tárin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.