Árdís - 01.01.1935, Síða 48
46
sagt og viðvíkjandi sínum eigin afskiftum af uppeldi drengsins,
(bætti hann við: “Eg hefir líka gert alt sem eg hefi getað fyrir
drenginn; lagt hart á mig, svo hann gæti haft alt sem hann þyrfiti
og hirt hann fyrir strákapör hans, en ekkert dugar.”
Dómarinn vék sér að drengnum og spurði hann hvað hann
liefði sjálfur um þetta að segja. “Ef Guð hefði gefið mér aðra
foreldra, 'þá hefði eg verið öðruvsi,” svaraði hann.
Óskammfeilið svar mun flestum finnast, en í þessu óskamm-
feilna svari var meiri sannleikur heldur en drengurinn vissi sjálfur.
Þessum dreng hafði ekki verið kent, að hann sjálfur hefði
nokkrar skyldur að rækja innan fjölskyldiunnar. Hann vissi ekki
hvað sameiginleg þjónusta var. Á barnsárum hans, höfðu for-
eldrar hans ekki veitt honum þann skilning á sameiginlegri þjón-
ustu innan fjölskyldunnar, sem glæðir og fegrar og veiítir hærri og
göfugir skilning á siðferði og andlegu lífi— í þessu tilfelli, hans
eigin lífi. Og þar sem engu góðu sæði er sáð, má ekki búast við
uppskeru.
Eftir að barnið er orðið sex til sjö ára, fara hin utanaðkom-
andi áhrif að gera vart við sig. Þá byrjar skólalífið og kynnin við
skólasystkinin, sem ekki hefir lítið að segja. Kirkjan er barninu
ekki nýung. Hún hefir haft áhrif á huga barnsins frá byrjun,
gegn um foreldrana, en nú fer hún að hafa meiri og sterkari áhrif,
en áður. Trúarbragðakensla, sem foreldarnir byrja með bænum,
sögum o. s. frv., verður nú að reglulegri fræðslugrein, sem með
hjálp foreldranna verður öllu öðriu áhrifameiri á sálarlíf barns'ins.
Hvert þessi utanaðkomandi áhrif verða barninu itil góðs,
skilnings og andlegs þroska, er mest undir því komið, að samband
foreldra og 'barna sé eins og vera ber.
Ef vel á að fara, þarf að vera góð og traust samvinna milli
foreldranna og þeirra annara, sem þátt taka í uppeldi barna þeirra.
Þeir sem þátt taka í uppeldismálum og fræðslumálum, hafa líka
nú látið sér skiljast betur en nokkurntíma fyr að þeir þurfa
samvinnu foreldranna. ef verk þeirra á að koma að fullum notum.
Kirkjan skilur fyllilega, að framtíð hennar er undir æskunni
komin og það einnig, að samvinna hennar við foreldrana er afar
nauðsynleg bæði fyrir foreldrana og kirkjuna.
Það er ekkert til, sem hin hreina og göfuga ást, getur veitt
börnunum, sem jafnaSt geti við fræðslu og skilning á kenningum
og dæmi Krists. Og ef vér vanrækjum þá skyldu vora, að fræða
börn vor, og innræta þei-m kristindóminn, þá megum við búast við,
að vor eigin áhrif á þau komi að litlu haldi.
Þegar barnið kemst á unglingsárin, halda áhrif foreldranna
að vísu áfram, en þeirra gætir nú jafnvel minna heldur en annara