Árdís - 01.01.1935, Side 18
16
Móðurin tærist af sorg og sút,
Sér ekki hvað honum líður,
Hlustar við dyrnar, horfir út,
Heyrir ei neitt, en bíður;
Hugsar: hvað sem að höndum ber.
Herra minn Guð, eg treysti þér;
Barnið á Jesú að bróður,
Hann bjargar því heim til móður.”
Mörg verður dýrleg gleðistund móðurinnar yfir velfarnan
barnanna, en rnörg fellir hún og harmatárin alt til þeirrar stund-
ar, að hún, sjálf heim komin í eilífðina, heimtar þangað úr helju
jarðlífsins barnið sitt, börnin sín öll, og fær hjá Iþeim að vera, þar
sem hvorki sorg né synd ná framar itil.
Af þessu leiðir það þá, að æðsta gleði móðurinnar og helgasta
skylda hennar er að varðveita barnið sitt til eilífs lífs. Meðan
hún lifir, og hve gömul sem hún verður, vakir góð móðir yfir
sálu'hjálp barnsins síns; engin fórn er svo stór að ekki leggi guð-
hrædd móðir hana fúslega fram fyrir barnið sitt. Skemtunum
sjálfrar sín og þægindum lífsins hafnar hún fúslega ef á þarf að
halda, til þess að aðstoða barnið sitt og vera því til fyrirmyndar í
sannri guðrækni. Margar yngri mæðúr í samtíð vorri virðast
tíðum vanrækja þessa æðstu skyldu stöðu sinnar. Skemtanir,
samkvæmistildur og enda heimilisstörf sitja fyrir guðsdýrkun
hennar með bömunum sínum.
Móðurlaus börn aumka allir góðir menn. Það er sárt að
horfa á blessúð móðurlausu börnin. Hvergi finnur maður meira
til þess en þegar maður sér móðurlaus börn í kirkju, börnin koma
móðurlaus þangað, sem þau þarfnast móðurhjartans mest, og
móður andans að leiða sig til Guðs í tilbeiðslu og trú.
Allar kristnar mæður gera það alt, sem þær geta, til þess að
innræta börnum sínum ást til Guðs, lotningú fyrir boðum hans
og hlýðni við þau. Þær kenna börnum sínum að lofa Guð og
biðja. Ótal menn hafa 'borið vitni um það, að hjá móðúr sinni
hafi þeir lært alt það bezta, sem þeir kunna. Það er sennilega
ekki sprottið af vísvitandi skeytingarleysi um velferð barnanna,
heldur af vanhugsun, þá mæður svifta börn sín aðstoð sinni við
kirkjúlega tilbeiðslu. Jafn raunalegt er það eigi að síður, þá
móðirin ekki kemur með börnum sínum, ekki kemur sjálf með
börnin sín í kirkju. Hvergi ríður þó börnum meir á samfylgd
móður sinnar, heldur en þegar þau eiga að koma fram fyrir Guð
sinn í musteri tilbeiðslunnar. Það getur enginn hönd leitt barnið
eins vel inn í helgidóm tilbeiðslunnar eins og móðu'rhöndin, og
ekkert hjarta eins vel kent barninu að dýrka Droittin,
og finna nálægð alls, sem heilagt er í Guðs húsi, eins og móður-
hjartað, þegar móðirin situr hjá baminu sínu í kirkjunni, syngur
með því, hlus'tar með þvi, biður með því, og móðir og barn sam-