Árdís - 01.01.1935, Qupperneq 41

Árdís - 01.01.1935, Qupperneq 41
39 Viðauki. Fyrir tveimur árum var mér faliö aö skrifa ritgerð um “Fé- lagssamtök íslenzkra lúterskra kvenna í Vesturlieimi”. Þrátt fyrir margar tilraunir reyndist erfitt að ná í upplýsingar og skýrslur um stofnun og starf hinna ýmsu félaga .1 hinum dreifðu bygðum íslendinga. Gat eg þess í lok þeirrar greinar að nokkur fleiri félög mundu hafa verið stofnuð meðal íslenzkra kvenna þó mér hefði ekki tekist að ná í skýrslur þeim viðvíkjandi. 'Nú hafa mér borist upplýsingar viðvíkjandi þremur kvenfélög- um er hin áminsta ritgerð greinir ekki frá. Þakka eg innilega konunum sem þær upplýsingar sendu, og er mér ánægja að geta stofnun þeirra félaga hér. íslenzkt kvenfélag var stofnað að Hallson, N. D., snemma á árum. Því miður hafa fyrstu bækur þess eyðilagst í eldi, en samkvæmt dagbók Jóhanns Schrams var félagið sítarfandi 1887 og mun hafa verið stofnað nokkru fyrir þann tírna, er það því eitt af okkar elstu kvenfélögum. Hefir félag þetta starfað með dugnaði nálægt fimtíu ár, hjálpaö bágstöddum og sjúkum, haldið jclatrés-samkomur fyrir börn, haft umsjón með sunnudagaskóla, lagt fé til að 'byggja samkomúhús fyr á árum, gefið innanhús- muni í kirkju sína og styrkt söfnuðinn. Á stríðsárum vann það fyrir Rauða-Kross starfið með miklum dugnaði. — Enn starfar félag þetta sem fyr og telur þrjátíu meðlimi. Kvenfélag Pembina-safnaðar var myndað kringum 1899 og starfaði þar 1925, því miður virðislt nokkur óvissa með hvenær stofnfundur var haldinn, sömu'leiðis hvenær félagið hætti starfi. Fyrsti forseti mun hafa verið Mrs. Arnheiðúr Goodman. fyrsti skrifari Miss Oliver (nú Mrs. J. A. Sigurðsson í Selkirk). Hin síðustu ár er félagið starfaði var Mrs. J. W. Benson forseti þess, Rcsa Johnson skrifari. — Mun félag þetta hafa starfað með sarna bætti og hin önnúr safnaðakvenfélög. Þegar það hætti starfi skifti það sjóð sínum til fátækra, til Jóns Bjarnasonar skóla og til gamalmenna heimilisins Betel. íslenzkar konur á Pembina fjöllum stofnuðu félag 20. ágúst 1893, skrifuðu sig þá tuttugu konur í félagið. Tilgangur félagsins var að hlynna að kristindómsmálum og stýrkja fáJtæka. Fyrsti forseti var Mrs. Kristín Goodman, skrifari Mrs. Anna M. Grímson, féhirðir Mrs. Ingunn Benson. Félag iþetta starfaði í 26 ár eða þar til árið 1919. Öll þau ár gengdi Mrs. Anna Grímson skrifara störfum, en tvær konur skipuðu forsetasæti á tímabilinu: Mrs. Kristín Goodman og Mrs. Guðrún Einarsson. — Þetta félag lét margt gott af sér leiða og störfuðu meölimir þess með áhúga og dugnaði að velferðarmálum bygðar sinnar. Ingibjörg J. Ólafsson

x

Árdís

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.