Árdís - 01.01.1935, Qupperneq 11

Árdís - 01.01.1935, Qupperneq 11
9 Framsókn kvenþjóðarinnar. Eftir Mrs. B. B. Jónsson (Flutt á kvennanþingi í Winnipeg) Fyrir nokkrum árum síðan, var eitt aðalmálið á dagskrá í þessu landi, kvenréttinda-málið, og var þá sérstaklega barist um það, hvort konur skyldu hafa jafnrétti við karlmenn við kosning erindreka á hin ýmsu löggjafarþing þjóðarinnar. En frelsisbar- áíta kvenþjóðarinnar er ekki barátta fárra ára, heldur á hún sér afarlanga sögu. Hjá fremstu siðmenningarþjóðum heimsins, þá mannkynssaga er fyrst skráð, hjálpaðist alt að, borgaraleg lög, kirkjulegar kenn- ingar og gamlar siðvenjur, til að staðfesta þá trú, að karlmaður- inn hafi einkarétt til að stjórna heimili, r'íki og kirkju, en að kven- mannsins skylda sé að hlýða og þjóna, liljóð og uhdirgefin, karl- manninum, hvenær og hvernig sem honum þóknast. Hjá því gat eigi farið, að einhverntíma risi kvenþjóðin úr þeirn andlega dvala, sem hún hafði haldin verið um aldaraðir, og heimtaði viðurkenningu sem skynsemi-gædd vera með sjálfstæða hugsun og ákveðinn vilja. Hin fyrsta verulega kvenfrelsishreyfing, sem sögur fara af, hófst á Grikklandi og varaði meira og rninna í tvær aldir. í Rórna- borg braust hún út síðar með enn meiri krafti. Voru þar tví- vegis, fyrir Krists burð, hafin sterk samtök kvenna, sem mótmæii gegn ófrelsi og undirokun. í þau skifti hvorutveggjú, söfnuðust konur saman í stórum hópum á þingstað þjóðarinnar og kröfðust réttar síns. í báðum tilfellunum náðu þær takmarki því, er aö var kept. Kristindómurinn kom í heiminn og breiddist smátt og smátt út um Norðurálfuna. Kirkjan hélt sér við hina ríkjandi skoðun þátíðarinnar, og bætti því við í sinni kenningu, að það væri Guðs vilji og fyrirskipun að konan væri manninum undirgefin, þar eð hún hefði fyrst leitt syndina inn í heiminn. Þrátt fyrir það, hvað þessari kenningu var öflugt haldið fram, reis þó kvenfrelsishreyf- ingin upp enn á ný, sem einn þáttur hinnar ítölsku vakningar- eða þekkingar-öldu, (renaissance) á þrettándu og fjórtándu öld. Það má virðast næsta einkennilegt, að á ættjörð Mússolini, skyldi einmitt fæðast nútíðar frelsishreyfing kvenna, en sagan sýnir, að þannig er því þó varið. Eftir það dó hún aldrei algerlega út, og þótt oft væri hún nauðbeygð, á hinum dimmu stríðs- og einokun- ar tímum aldanna. sem á eftir kornu, til að hafa lágt um sig, braust hún jafnskjótt út sem eitthvað rofaði í lofti.

x

Árdís

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.