Árdís - 01.01.1955, Blaðsíða 6

Árdís - 01.01.1955, Blaðsíða 6
4 ÁRDÍ S Saga og gildi íslenzka þjóðbúningsins Eftir HELGU SIGURBJÖRNSSON Þótt ég viti að mál það, sem ég ætla að reifa hér í kvöld, hafi oft verið rætt áður, báðum megin Atlantsála, og það af mörgum sem hafa verið íslenzka þjóðbúningnum kunnugri en ég, finnst mér samt þörf á að rifja upp fyrir sér á ný, gildi þessa búnings í augum íslenzkra kvenna, sögu hans og afdrif. Ég geri það ekki síður mín sjálfrar vegna en ykkar áheyrendanna, því að ég verð að viðurkenna, að við lestur heimildarrita við samningu þessa ræðustúfs uppgötvaði ég margt um búninginn og þá einkanlega sögu hans, sem mér hafði verið ókunnugt um áður. Það er heldur ekki lengra síðan en svo sem tveir mánuðir, er ég var spurð að atriði varðandi hinn íslenzka þjóðbúning, og vafðist þá tunga um tönn og gaf að lokum óviljandi rangt svar við spurningunni. Þetta atvik leið mér ekki úr minni og reyndi ég að fræðast meir um gerð búninganna og sögu bæði mér sjálfri til menntunar og ánægju og svo auk þess til að vera við öllu búin, ef ég yrði spurð í annað sinn. Þegar ég var svo beðin um að segja nokkur orð hérna á þingi ykkar, kvenna, hugsaði ég með mér, að það gætu verið fleiri íslenzkar konur en ég, sem hefðu gaman af að fræðast um íslenzka kvenbúninginn eins og þeir gerðust á gullöld vorri í fornöld, breytingar á þeim og hnignun á hörmungartímabilum þjóðar vorrar, endurreisn búninganna á síðustu öld og þá óvissu, er nú ríkir um framtíð þessa búnings, sem af mörgum er talinn vera fallegasti kvenbúningur í heimi. Það er alkunna að það sem sérkennir hinar ýmsu þjóðir og þjóðarbrot um allan heim er enginn einn hlutur heldur margir og margvíslegir sem allir hjálpast að um að skapa þjóð. Þjóð er svo skilgreind í mannkynssögunni að hún sé hópur manna, sem allir tali sömu eða svipaða tungu. Við vitum öll, að þótt slík skilgreining geti verið þægileg og réttmæt fyrir fræði- mennsku og sögulærdóm, þá er tungan, þótt hún sé auðvitað mikil-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.