Árdís - 01.01.1955, Page 9

Árdís - 01.01.1955, Page 9
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 7 svipaður brúðarlíninu, en líklega ekki eins glæsilegur. Höfuð- dúkurinn hefur samt oft verið mjög skrautlegur og enn í dag er hann ein höfuðprýði faldbúningsins. í Gísla sögu Súrssonar er getið um höfuðdúk, er var 20 álna langur og ofinn gulli á þrem stöðum. Ekki er þó líklegt að slíkir höfuðdúkar hafi verið almennir í þá daga, enda væri dúksins þá varla sérstaklega getið í sögunni. Það er hins vegar athyglisvert að nú á dögum eru brúðarlín oft jafnlöng og lengri þessum dúk. Höfuðdúkurinn var stundum nefndur loðdúkur eða skúfur. Má af þessu ráða og auk þess fornum myndum að höfuðdúkurinn hafi verið kögraður eða með trefjum á röndum. Þegar faldað var með höfuðdúki var það oft kallað að skupla, enda er höfuðdúkurinn kallaður skyppill í Snorra Eddu. í mörgum sögum er þess getið að höfuðdúkurinn og brúðar- línið hylji andlitið gjörsamlega. Á þennan hátt mun Helgi Njálsson hafa sloppið úr brennunni, því að hann var klæddur í kvenbúning og með höfuðdúk sem huldi andlitið. Þess er hvergi getið að ógiftar konur hafi borið höfuðdúk fyrir andlitinu og bendir margt til þess að það hafi fyrst verið gert á brúðkaupsdaginn sjálfan. Ekkjur munu hafa klæðzt svörtum höfuðdúki er þær misstu menn sína, eins og talað er um í Heiðarvíga sögu. f sögunum er oft talað um motur, og er að sjá sem hann muni hafa verið hvítur höfuðdúkur eða brúðarlín. í Laufás Eddu segir: motrur heita þær konur er hvítum léreftum falda. í Laxdælu er einnig talað um motur, hvítan og gullofinn, þann er Kjartani Ólafssyni var gefinn. Brúðarlínið hékk niður af faldinum að aftan og ofan á herðar, en þegar konur vildu hylja andlitið, sveipuðu þær því fram fyrir það, enda mun þar af komið, nafnið sveipur, sem oft var notað um höfuðdúka. Brúðarlín, eins og það tíðkast nú á dögum er eftirleifar af brúðarlíninu gamla, en hylur þó ekki alltaf andlitið og er líklega úr þynnra efni. Konur í Austurlöndum bera enn í dag, eins og kunnugt er, lín
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.