Árdís - 01.01.1955, Page 12

Árdís - 01.01.1955, Page 12
10 ÁRDÍ S fegurstar. Beltið var nauðsynlegur hluti kyrtilsins og hefur víst verið eitt aðalskraut búningsins og þess vegna verið vandað og oft afar-skrautlegt. Konur munu og oft hafa gengið með armana bera, að minnsta kosti á hinum Norðurlöndunum, og líklega á íslandi, þótt ekki sé þess getið. Oftast munu kyrtlarnir þó hafa haft ermar, ýmist hálfar eða heilar, oftast tvennar; ytri ermar víðari en þrengri ermar innst. Mörg önnur heiti koma fyrir þegar lýst er kvenbúningum í fornum sögum. í Rígsmálum segir svo: Sveigr var á höfði, smokkr var á bringu, dúkr var á hálsi, dvargar á öxlum. Um sveiginn eða faldinn hef ég rætt ýtarlega. Smokkr á bringu hefur án efa verið nærupphlutur — en dúkur á hálsi hefur verið höfuðdúkurinn, sveipaður um hálsinn. Dvergar eru enn í dag af sumum kallaðar stuttar stoðir sem standa á bitum, til að halda upp máttarröftum, en á búningum munu þeir hafa verið kallaðir dvergar, vegna þess að þeir hafa haldið upp upphlutnum eða verði einskonar hlírar. í sögunum er oft talað um serk, bæði á körlum og konum, og er oft sagt að þeir hafi verið úr silki eða ofnir silfri. Þannig segir Ragnar loðbrók um serk þann hinn dýra er hann gaf Áslaugu: Viitu þennan þiggja, er Þóra hjörtr átti, serkr við silfr of merktan, sama allvel þér klæði. Fóru hendr hvítar hennar um þessar gjörvar, sú var buðlungi bragar blíðum bekk til dauða. Af vísu þessari má sjá, að í serkinn hafa verið saumaðar rósir úr silfri, því mörk er sama og skraut og rósir. Serkirnir munu ætíð hafa verið ermalausir eða með hálf- ermum, búnir til úr léttu efni, sem konur og karlar báru oft yztan klæða. Serkurinn var þó stundum borinn innst og hafa konur jafnt sem karlar sofið í serknum, en þá voru þeir kallaðir náttserkir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.