Árdís - 01.01.1955, Blaðsíða 51

Árdís - 01.01.1955, Blaðsíða 51
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 49 var hlakkað til næsta fundar. Stöku sinnum var ekið á uxa eða uxapari „og þá var nú gaman að fara á fund“, sögðu þær. í mörg ár voru þrír ákveðnir fundir á ári, en 1940 var því breytt og fundir hafðir mánaðarlega frá apríl til nóvember. Þar sem lítið er hægt að framkvæma án peninga, mun fjárhagsmál félagsins hafa verið ofarlega á dagskrá. Til að afla fjárs voru haldnar skemmtisamkomur, ein eða tvær á ári. Var þá til skemmtunar ræður, upplestur, söngur og stundum tómbóla, happdrættir eða kökuskurður. Á fyrstu starfsárum félagsins var reynt að hafa stutta sjónleiki og var þá gott að leita til J. M. Bjarnasonar og Dr. Pálssonar, sem þá voru í bygðinni, að semja þá. Seinna var leitað lengra út á við og stærri íslenzk eða þýdd leikrit tekin til með- ferðar. Naut þá félagið oft hjálpar frá Tim. Böðvarssyni við æfing- arnar. Nú eru fjölda mörg ár síðan að félagið hætti algjörlega að annast um leiksýningar og hefir það treyst mest á danssamkomur, sem hafa reynzt arðsamar þessi síðustu ár. En einnig hefur félagið haft útsölu á heimaunnum munum, sem félagskonur hafa gefið. Þótt margt hafi breyzt í sambandi við samkomur félagsins, þá hefur eitt atriði haldist við frá því fyrsta og það er að hafa kaffi og góðar veitingar. Ekki hefur mér tekizt að finna út hvernig þessu var háttað á fyrstu starfsárunum, en eftir aldamót eða að líkindum kringum 1907 var það til siðs, að kvenfélagið keypti efni til veit- inganna og svo voru fengnar stúlkur til að skiptast á að gera baksturinn. Var það verk unnið vel og fljótt. Ekki treysti ég mér að nefna allar þær stúlkur, sem verkið unnu, því þá er hætt við að einhver þeirra gleymist. En dæmalaust voru kökurnar góðar og smábrauðið gómsætt. Fyrsta samkoma félagsins var höfð í litlu bjálkahúsi, sem var notað fyrir kenslustofu. Það stóð á Fljótshlíðarjörðinni fyrir norðan Kjarna. En svo var nýtt skólahús byggt miklu sunnar og var það notað í mörg ár fyrir samkomur eða þangað til kvenfélagið réðist í að byggja hið svonefnda Geysir Hall. Við þetta fyrirtæki hjálpaði „bændafélagið“, sem þá var starfandi innan bygðarinnar, og einnig afar margir einstaklingar. Þetta mun hafa verið um 1909, því í fjárhagsskýrslu frá 1908 er „útgjald, skólahúslán $300.00“, en ekki er minst á neitt þess konar útgjald í skýrslu frá 1909. Um 1916—1919 var óumflýjanlegt að flytja Geysir Hall nær miðpunkti bygðarinn- ar eða að „Norðstungu“. Þetta útheimtaði meira fé en félagið treysti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.