Árdís - 01.01.1955, Blaðsíða 54
52
ÁRDIS
minnumst með virðingu og þakklæti þeirra kvenna, sem með um-
hyggju fyrir öðrum og óbilandi trausti á framtíðina, stofnuðu
félagið. Við þökkum öllum þeim, sem hafa á einn eða annan hátt
hjálpað okkur við starfið. Það er óhugsandi að félagskonur hefðu
getað afkastað svona miklu, ef þær hefðu ekki getað reitt sig á
hjálp frá heimilum sínum og frá öðru bygðarfólki. Við þökkum
öllum þeim félagssystrum, sem hafa unnið svo vel og dyggilega
að öllum áhugamálum félagsins og sér í lagi þeim konum, sem
starfað hafa í stjórnarnefndum þess, því vanalega hvílir mesti vand-
inn á þeirra herðum.
Nú þegar við byrjum sextugasta og fyrsta starfsár félagsins
horfum við vongóðar fram á veginn. Ennþá er starfssviðið ótak-
markað og ennþá þörf fyrir nýja krafta, en Kvenfélagið Freyja
horfir kvíðalaust fram í tímann og veit, að „maður kemur í manns
stað“, og nú eins og áður munu ungu konurnar taka við og félagið
blómgast og vaxa í mörg ár enn, því eins og skáldið Magnús Markús-
son segir: —
„Þá margar hendur vinna verk,
má velta bjargi þungu,
sé hvöt til góðra gerða sterk,
með guð í sál og tungu.“
What is He building, the carpenter’s son
of Nazareth town?
He is building His church to stand unshaken
When storms sweep down.
What are the timbers with which he builds
This toiler divine
He builds with knotty and cross-grained lives
Like yours and mine.