Árdís - 01.01.1955, Blaðsíða 55

Árdís - 01.01.1955, Blaðsíða 55
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 53 Vakningarprédikanir Billy Grahams Eftir INGIBJÖRGU J. ÖLAFSSON Samkvæmt fréttagrein eftir Glen Gibson, sem er fregnritari C.B.C., hefir prédikarinn Billy Graham haft djúp áhrif á íbúa Skotlands á sex vikna tímabili er hann hélt vakningarsamkomur í Glasgow. Er þó sagt að Graham hafi farið til Glasgow án þess að gera sér háar vonir, þar sem honum hafði verið sagt að búast ekki við of miklu því Skotar væru seinteknir og fátalaðir um trúar- afstöðu sína. Eftir því sem Glen Gibson segir frá voru áhrifin feikna djúp og víðtæk. Hann segir að hvirfilbylur hafi geysað um landið við komu hans, sem hafi rifið upp með rótum vantraust, deyfð og áhugaleysi fólksins. En sem hafi skilið eftir heilnæmt andlegt andrúmsloft. Nýr trúaráhugi hafi vaknað meðal fólksins og prestar hafi eignast nýjan þrótt og flytji kraftmeiri prédikanir en áður. Hann segir að án alls efa hafi heilagur andi verið að verki á samkomum Grahams. Þúsundir hafi snúist til trúar, þúsundir annara hafi orðið órólegir út af andlegu ástandi sínu, þó þeir hafi ekki verið í hópi þeirra, sem opinberlega játuðu trú sína á sam- komunum. Graham kveðst ekki hafa neinn nýjan boðskap að flytja, en hann flytur kenningu fagnaðarerindisins þannig að það snertir við samvizku hvers einstaklings. Hann dæmir alla hræsni og yfir- drepsskap og fer ómildum orðum um alla hálfvelgju og áhugaleysi. Hann talar eins og sá sem vald hefur. Vakningarsamkomurnar voru haldnar í hinu stóra Kelvin Hall í Glasgow, sem rúmar margar þúsundir. Á palli sat söngflokkur sem saman stóð af 1,200 manns. Konur voru í hvítum treyjum, karlmenn í dökkleitum fötum. Söngstjóri var Cliff Barrows, frægur í sinni stétt. Fimmtán þúsund sálmabókum var útbýtt meðal fólks- ins. Hver sálmurinn eftir annan var sunginn þar sem allir tóku undir, og þegar Graham hóf prédikun sína var hann ekki að tala við svo margar þúsundir einstaklinga heldur eina heild. Sálma- söngurinn og víxl-lestur Davíðssálma hafði sameinað hópinn ,er sungið hafði sameiginlega Drottni lof.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.