Árdís - 01.01.1963, Qupperneq 48

Árdís - 01.01.1963, Qupperneq 48
46 ÁRDÍS Ekki veit ég nema að ég hafi verið óttaslegnari en nemend- urnir fyrsta morguninn, þegar að ég stóð við skrifborðið og horfði á þennan stóra hóp. Það eru tuttugu og átta nemendur og verða tveir eða þrír fleiri þegar drengirnir sem eru að hjálpa við korn- slátt koma á skólann. Hér eru margar þjóðir samankomnar (en ekki eru neinir íslendingar í þessari byggð). Allt hefur gengið vel hingað til, en tveir litlir snáðar lentu í áflog fyrsta daginn. Annar þeirra heitir Karl, og hefur hann rautt hár, freknótt and- lit og falleg blá augu. Drengirnir sögðu að Karl hefði byrjað bardagann svo ég talaði við hann þegar hin börnin voru úti um hádegið. Ég spurði hann hvernig mömmu hanns mundi lítast á þegar hann kæmi heim, rifinn og blóðugur. Hann beygði höfuðið og sagði svo lágt að ég aðeins heyrði það. „Ég á enga mömmu“. Mig langaði til að taka hann í fangið og kissa tárið af vanga hans. Hvernig á maður að hugga lítinn dreng sem er aðeins sex ára gamall og á enga móður? Ég klappaði honum á rauða kollinn og sagði honum að það væri betra að jafna deilur öðruvísi en með hnefunum. Næsta dag kom hann til mín með lítinn glitrandi stein og spurði mig hvort það væri gull í þessum steini. Ég er til heimilis hjá fólki sem heitir Stewart. Konan er ensk en maðurinn af skozkum ættum. Þau eiga eina dóttir, en sonur þeirra fórst í stríðinu. Mr. Stewart er hár og þrekinn og mjög fámæltur, en hún er lítil og snör og talar mikið. Eina nóttina vaknaði ég snögglega við einhver ömurleg hljóð. Ég flýtti mér að glugganum og sá hvar Mr. Stewart var að ganga til og frá fyrir framan húsið og var hann að spila á belgpípu. Mrs. Stewart sagði mér um morguninn að hann gerði þettað einstöku sinnum þegar að honum liði illa og hann gæti ekki sofið. Þetta er mjög blómleg byggð, stórir gullnir akrar og grænir hólar á milli þeirra. Nokkur tré vaxa meðfram brautinni, eru þau byrjuð að klæðast haustskrúða sínum. Það er rúm míla héðan að skólanum. Ég hefi gaman af að ganga þennan spotta í inndæla haustveðrinu. Ég má til með að segja þér frá Mrs. Nickelson. Hún er norsk og býr skammt frá skólanum. Hún bauð mér að heimsækja sig, svo ég fór þangað í gær. Það mætti mér ilmandi lykt, því hún var að steikja kleinur. Við drukkum ágætis kaffi og átum heitar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Árdís

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.