Árdís - 01.01.1963, Page 49

Árdís - 01.01.1963, Page 49
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 47 kleinur og sagði hún mér margt um frumbýlisár sín hér. Mér finnst vera svo mikill íslendings bragur á öllu þar. Litli Karl, sem lenti í bardaganum, er sonar-sonur hennar. Móðir hans dó fyrir tveimur árum. Þú minntist á það í bréfi þínu, mamma mín, að ég mundi líklega gleyma íslenzkunni. Það er enginn hætta á því. Mér þykir svo vænt um allt sem íslenzkt er. Kannske við eigum eftir að fara skemmtiför til íslands. En hvað það væri gaman. Þetta er nú orðið „langt mál en lítið efni“ eins og þar stendur. Það er orðið framorðið. Guð gefi þér góða nótt. Þín elskandi dóttir, Anna. 11. október 1942. Elsku móðir mín; Ég hefi setið við skrifborðið mitt í langa stund. Finnst ég vera hálf lömuð á sál og líkama. Þegar ég var barn og eitthvað amaði að gat ég komið til þín og sezt í keltu þína. Þú þrýstir mér að þér og kysstir mig og allt í einu var allur heimur minn orðinn bjartur og glaður. Þegar ég fór að heiman skrifaði ég þér vikulega og ef að eitthvað kom fyrir sem mæddi mig, þá sagði ég þér frá því. Bréfin okkur brúuðu vegalengdina sem var á milli okkar. Á morgun förum við alfarinn úr þessari byggð. Ég kvíði fyrir að skilja við heimilið mitt eftir meira enn tuttugu ár. Ég lít til baka og minnist þess þegar ég kom hingað sem ung eiginkona og gerðist stjúpmóðir Karls. Hann var svo blíður og góður og ég elskaði hann eins og hann væri mitt eigið barn. „Nú á ég mömmu eins og hinir drengirnir“, sagði hann. í tólf ár var hann sólargeisli á æfiför okkar. Svo allt í einu dróg ský fyrir sólina og hann var horfinn. Ég var innilokuð í þoku angistar og efa. Það voru bréfin frá þér og bænir þínar móðir mín, sem veittu mér stuðning og bentu mér á rétta leið. „Það birtir til

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.