Árdís - 01.01.1963, Page 60

Árdís - 01.01.1963, Page 60
58 ÁRDÍS sápu, vatn, bón og húsmunaolíu. Gólfin voru skrúbbuð og bónuð af handafli eingöngu. f þá daga voru ekki einn eða tveir bílar á hverjum bæ. Fólkið labbaði til og frá og taldi ekki sporin. Auðugur var sá sem átti hest eða hest og kerru. Þeir sem bjuggu í stórborgum áttu því láni að fagna að eiga kost á að ferðast með strætisvögnum ef þeir vildu og áttu fyrir því. Fólkið sem kom að heiman á frumbýlingsárunum lagði mikið á sig að koma. Það kom með allar sínar eigur og var oft lengi á leiðinni. Ekki var skroppið frá íslandi til Ameríku á einum sólar- hring eins og tíðkast á vorri tíð. Nei, fara mátti með skipi og eins og nærri má geta ekki á fyrsta farrými. Margir urðu að þola mörg óþægindi og jafnvel erfiðleika og vanheilsu. Maður getur rétt ímyndað sér hvernig það hefir verið að vera með ung börn eða máske veik börn í lélegasta farrými eða upp á þilfari, sem auðvitað var það eina sem „imigrantar“ gátu veitt sér. Og þegar stigið var á land, lá löng leið framundan — margra daga ferðalag með óhentugri og oft óhreinni lest. Ekki bætti það fyrir að flestir eða allir voru mállausir. Ekki einungis lá löng leið framundan heldur líka óvissan, ókunnugleikin, leiðindin og fullvissan um að það væri búið að sjá á bak öllu sem dýrmætast og kærast var í lífinu. Það vissu allir sem komu hingað á landnámsdögum að afar ólíklegt var að þeir sæu aftur heimalandið, sem allt í einu var orðið þeim svo undur kært. Skyldmennin voru horfnir fyrir fullt og allt, því bæði þurfti mikið fé og talsverðan kjark til þess að ferðast heim aftur. Einkar ólíklegt var það að fullorðnu fólk- inu entist aldur og æfi til þessa ferðalags. Sögur fara af því, að ómögulegt var að fá keypta mjólk á lestinni handa börnunum. Það varð að fara út úr lestinni þegar stanzað var til þess að útvega sér mjólkur pela handa ungbörnum. Einu sinni fór ungur faðir ásamt nokkrum kunningjum sínum í mjólkur leit. Þegar þeir komu aftur mjög stoltir af árangrinum, þá var lestin komin á brott. Gaman hefir verið þá fyrir mállausu ungu móðirina sem beið með kjökrandi börnin sem voru orðin úrvinda af þreytu og þorsta. Vafalaust hefir hún haldið að mað- ur sinn væri horfinn út í bláinn og hún sæi hann ekki framar, en fegin hefir hún orðið þegar hann kom aftur — og með mjólk- ina. Hinir sem vissu ekki afhverju lestin stanzaði og beið svo

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.