Morgunblaðið - 04.01.2009, Qupperneq 6
6 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009
Liverpool er sigursælasta
félag enskrar knattspyrnu,
hefur átján sinnum orðið
deildarmeistari. Lengi
skildu himinn og haf Liver-
pool frá næstu félögum en
Manchester United hefur
saxað jafnt og þétt á for-
skotið á undanförnum ár-
um. Vann sinn sautjánda
meistaratitil sl. vor. Og það
sem verra er, þar af hafa tíu
komið í hús frá því Liverpool
kleif tindinn síðast. Það svíð-
ur sárt.
Sumir telja þessa stað-
reynd raunar öðru fremur ástæð-
una fyrir fjörkipp Liverpool á þess-
um vetri. Menn geti hreinlega ekki
hugsað sér að sleppa hendi af met-
inu.
Í vor verða nítján ár frá því Liver-
pool hampaði meistaratitlinum
síðast og það er lengsti þurrkur í
sögu félagsins. Að vísu liðu 24 ár
milli titla frá 1923 til 1947 en á
móti kemur að keppni lagðist af
þegar seinni heimsstyrjöldin
braust út 1939 og hófst ekki að
nýju fyrr en haustið 1946. Raunbið
Rauða hersins á þessum tíma var
því bara sautján ár.
Bið United og Arsenal lengri
Það er huggun harmi gegn að
erkikeppinauturinn, Manchester
United, hefur í þrígang þurft að
bíða lengur eftir meistaratitli.
Þrjátíu ár liðu frá því félagið var
stofnað, 1878, þar til það vann
sinn fyrsta titil, 1908. 41 ár leið
síðan milli titla frá 1911 til 1952
og sem frægt er 26 ár frá því Sir
Matt Busby vann sinn síðasta tit-
il 1967 og þangað til Sir Alex
Ferguson hóf sína stórbrotnu
vegferð vorið 1993. Þá var mörg-
um létt.
Þriðja sigursælasta félag Eng-
lands, Arsenal, þurfti að bíða heil
45 ár eftir sínum fyrsta meist-
aratitli, 1931, en lengsta bið fé-
lagsins þar fyrir utan var átján ár,
frá 1953 til 1971 og aftur frá 1971
til 1989.
Fjórði risinn í ensku knattspyrn-
unni, Chelsea, skýtur hinum þrem-
ur samt ref fyrir rass. Hinir blá-
klæddu biðu í hálfa öld eftir sínum
fyrsta deildarsigri, 1955. Þeir létu
ekki þar við sitja heldur biðu aftur
í hálfa öld eftir þeim næsta, 2005.
Þá leiddist þeim aftur á móti þófið
og vörðu þann titil.
Bið og ekki bið
Knatt-spyrnustjóri
Liverpool þegar
félagið vann
enska meist-
aratitilinn síðast
vorið 1990 var
goðsögnin
Kenny Dalglish.
Fyrirliði var
skoski miðvörð-
urinn Alan Hansen. Var það áttundi
og síðasti titillinn sem hann vann
með Liverpool. Það var met á þeim
tíma og stóð allar götur þangað til
vorið 2007 að Ryan Giggs landaði
sínum níunda meistaratitli með
Manchester United. Sá tíundi kom
svo í fyrra.
Skærasta stjarna Liverpool þenn-an vetur var þó útherjinn John
Barnes sem var fremstur meðal
jafningja í ensku knattspyrnunni á
þessum tíma. Sjálfur gerði hann 22
mörk af vinstri kantinum og lagði
upp fjölmörg önnur. Segja má að
enginn útherji hafi verið hans jafn-
oki fyrr en Cristiano Ronaldo kom
fram á sjónarsviðið.
Miðherjar liðsins veturinn 1989-90 voru garparnir Ian Rush, sem
snúinn var heim eftir stutta útlegð á
Ítalíu, og Peter Beardsley, sem
þarna var á hátindi ferils síns. Rush
gerði átján deildarmörk og Bear-
dsley tíu. Þá kom ísraelskur nýliði,
Ronnie Rosenthal, eins og storm-
sveipur inn í liðið um vorið og skor-
aði sjö mörk í átta leikjum. Hann er
þó líklega frægastur fyrir eina æv-
intýralegustu afbrennslu sparksög-
unnar í leik gegn Aston Villa tveimur
árum síðar.
Markvörður Liverpool árið 1990var sprellikarlinn Bruce Grob-
belaar og Svíinn Glen Hysén lék við
hlið Hansens í hjarta varnarinnar.
Barry Venison, Gary Ablett, Steve
Nicol, Steve Staunton og David
Burrows skiptu bak-
varðastöðunum á milli sín.
Á miðjunni var SteveMcMahon kóngur í
ríki sínu. Fá dæmi
eru um harð-
skeyttari og ein-
beittari leik-
menn
gegnum tíð-
ina. Í eitt
skiptið
stöðvaði
McMahon tuðr-
una á elleftu
stundu út við hlið-
arlínu áður en hún
fór út fyrir og hentist
við það upp í stúku.
Þar fékk okkar mað-
ur sér hressingu áður
en hann sneri aftur og
náði tuðrunni á undan
næsta andstæðingi og
lagði upp mark. Og þetta
eru ekki eyfirskar ýkjur!
Greinarhöfundur á atvikið
á VHS.
Honum við hlið var
dyggur þegn, Ronnie
Whelan, og Ray Houghton
var á sínum stað á hægri
kantinum þegar hann var
ekki meiddur. Af varamönn-
um má nefna Gary Gillespie
og Jan gamla Mølby sem var
fisléttur á fæti að vanda.
Eðalárgangurinn 1990
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
E
ngum er alls varnað, allra síst ær-
ingjunum á netinu. Við gerð þess-
arar greinar rakst ég á eftirfarandi
spurningu: Hvað er langt síðan Liv-
erpool var á toppnum í ensku
knattspyrnunni á jólunum? Og ekki stóð á
svarinu: Árið sem Jesús Kristur kom í heiminn!
Þannig verða stórlið eins og Liverpool að
gjalda. Ýmsir hafa meira yndi af því að sjá Rauða
herinn engjast en eigið lið vinna sigra. En það er
öðrum þræði ákveðinn gæðastimpill. Enginn
myndi hafa veru Hull City eða Wigan Athletic á
toppnum í flimtingum.
Að öllu gríni slepptu var Kristur löngu kominn
og farinn þegar Liverpool vermdi toppsætið í
Englandi síðast um þetta leyti. Það var fyrir tólf
árum, jólin 1996. Það er að vísu ekkert sér-
staklega hughreystandi fyrir stuðningsmenn fé-
lagsins að þann vetur lauk það keppni í fjórða
sæti. Það gæti samt verið verra, tímabilið 1949-
50 hafnaði Liverpool í áttunda sæti eftir að hafa
verið fremst meðal jafningja um jólin. Það er met
sem félagið deilir með Sunderland (1936-37) og
Manchester United (1971-72).
41% líkur segir tölfræðin
Sé eingöngu horft á tölfræðina eru raunar
minni líkur en meiri á því að Liverpool verði
enskur meistari í vor. Frá því fyrst var spyrnt í
Englandi, veturinn 1888-89, hefur liðið sem leiddi
mótið um jólin aðeins borið sigur úr býtum í 41%
tilvika. Frá því úrvalsdeildin var sett á laggirnar,
1992, hefur þetta hlutfall lækkað niður í 38%. Að-
eins sex af sextán liðum sem verið hafa á toppn-
um um jólin hafa unnið mótið, Manchester Unit-
ed í þrígang (1993-94, 2000-01 og 2006-07),
Blackburn (1994-95) og Chelsea (2004-05 og
2005-06).
Obbosí!
Það ætti hins vegar að færa Liverpool vind í
seglin að þrisvar á síðustu fjórum árum hefur
toppliðið um jól orðið meistari, aðeins Arsenal
brást bogalistin í fyrra. Það hlýtur líka að telja
kjark í bítlaborgara að þeirra eigin tölfræði er
býsna góð. Liverpool hefur fimmtán sinnum frá
upphafi vega haft forystu um hátíð ljóss og friðar
og þar af landað titlinum tíu sinnum. Það er
66,7% árangur, hvorki meira né minna. Yrði
áhangendum liðsins sagt núna að líkurnar á því
að það lyfti meistarabikarnum í vor væru tveir á
móti þremur stykkju vafalaust flestir á það.
Fyrst við erum að velta okkur upp úr jólatöl-
fræði eru Liverpoolmenn væntanlega stoltastir
af afreki liðsins veturinn 1981-82. Þá var Rauði
herinn í tólfta sæti um jólin, með 24 stig eftir
16 leiki. Hann vann aftur á móti tuttugu af síð-
ustu 26 leikjunum og varð meistari. Það mun
vera í eina skiptið í sögunni sem tilvonandi
meistaralið var ekki í efri hluta deild-
arinnar um þetta leyti árs.
Þessar vangaveltur eru meira til gam-
ans, þegar allt kemur til alls eru þetta
bara tölur á blaði og hjálpa hvorki Liv-
erpool í síðari hluta mótsins né vinna
gegn liðinu. Lykilatriðið er líklega að
liðið virkar sterkara en það hefur
gert um langt árabil. Rauði herinn er
hreint ekki árennilegur og það er
engin tilviljun að hann leiðir mótið um
þessar mundir. Það hefur verið Akkilesarhæll
Liverpool að tapa stigum gegn minni spámönn-
um og enda þótt það hafi líka gerst í vetur
(Stoke, Fulham, West Ham, Hull), hefur þessum
leikjum fækkað, auk þess sem Liverpool hefur
aðeins lotið einu sinni í gras. Og það óverð-
skuldað gegn Tottenham. Þá hefur liðið látið
helstu keppinauta sína, Manchester United
og Chelsea, finna til tevatnsins, einkum
var sigurinn á Brúnni frækilegur, eins
og menn muna.
Vörnin hefur verið sterk að
vanda, aðeins fengið á sig 13
mörk í 20 leikjum. Hinn ómót-
stæðilegi Jamie Carragher
ber í brestina, gerist þess
þörf, og ýmsir eru á því að
Pepe Reina sé nú besti
markvörður deildarinnar.
Argentínumaðurinn ungi,
Emiliano Insúa, hefur
stokkið fullskapaður inn í
vörnina og skyldi Liverpool
loksins hafa eignast almenni-
legan vinstri-bakvörð? Þá á liðið
hinn firnasterka Martin Škrtel inni.
Allt snýst um Steven Gerrard
Um miðjuna þarf ekki að fjölyrða
svo lengi sem fleiri skífuþeytar
þvælast ekki fyrir Steven Gerrard.
Nei, svona segir maður ekki. Allar líkur eru þó á
því að það leiðinlega mál verði til lykta leitt með
fjársekt og mögulega samfélagsþjónustu. Í
versta falli. Javier Mascherano hefur styrkt liðið
mikið í vanþakklátu hlutverki og Xabi Alonso
lætur orðróm um að honum sé ofaukið sem vind
um eyru þjóta. Dirk Kuyt er duglegur.
Albert Riera hefur farið ágætlega af
stað en Rafa Benítez, knattspyrnu-
stjóri, mætti að ósekju sleppa beislinu
oftar af Ryan Babel, þó ekki væri
nema skemmtunarinnar vegna.
Það skýtur aftur á móti skökku
við að framlínan hefur ekki fundið
sig sem skyldi. Robbie Keane
var raunar loksins á skot-
skónum í desember en var
þá tekinn umsvifalaust út
úr liðinu! Þá hefur Fern-
ando Torres sama og
ekkert verið með vegna
meiðsla. Það er ekki
amalegt að eiga slíkan
leikmann til góða.
Er biðin loksins á enda?
Liverpool hefur orðið enskur meistari í tvö af hverjum þremur skiptum sem liðið hefur set-
ið á toppnum um jólin Síðast þegar það gerðist hafnaði Rauði herinn hins vegar í 4. sæti
Stóískur Rafael
Benítez sýnir á sér
sparihliðina. Venju-
lega dettur hvorki né
drýpur af kappanum.
Sókndjarfir Robbie Keane
og Steven Gerrard fagna
einu af fjölmörgum mörkum
Liverpool um hátíðarnar.
Reuters