Morgunblaðið - 04.01.2009, Page 13

Morgunblaðið - 04.01.2009, Page 13
13 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 inu River Plate. Öllum tilboðunum hafnaði Albert meðal annars vegna þess að hann gat ekki hugsað sér að leika knattspyrnu í hitanum í Suður- Ameríku. Viðurnefnið verður til Vorið 1947 voru hæfileikar Al- berts orðnir mönnum kunnir á Bret- landseyjum og hafði þar verið fjallað talsvert um hann, sérstaklega miðað við að hann var ekki atvinnumaður. Albert nam viðskiptafræði í London og lagði drög að því að flytjast heim vegna þess að ekki fékkst atvinnu- leyfi til þess að leika með Arsenal. Þá barst tilboð frá franska liðinu FC Nancy sem Albert taldi í fyrstu að væri frá Racing Club Paris. Þess má geta að Nancy keypti á dögunum Garðbæinginn Veigar Pál Gunn- arsson. Þegar Albert samdi við Nancy hinn 29. júlí 1947 varð hann ekki bara fyrsti atvinnumaður okkar Íslendinga í íþróttum, heldur einnig fyrsti Norðurlandabúinn sem varð atvinnumaður í knattspyrnu. Ljóst er að Albert hefur farið hamförum á þessari einu leiktíð sinni í búningi Nancy og er hann einn dáðasti leik- maður í sögu félagsins. Er hann þar í félagsskap ekki ómerkari manna en Michel Platini. Eftir fyrstu átta deildarleikina hafði Albert skorað um tvö mörk að meðaltali í leik og franskir íþróttablaðamenn spöruðu síst lýsingarorðin um þennan Íslend- ing sem komið hafði frá Bretlandi. Fékk Albert viðurnefnið ,,Hvíta perlan“ hjá stuðningsmönnum Nancy. Á þessum árum þótti Mar- okkóbúinn, Ben Barek, vera skæð- asti framherji á meginlandi Evrópu og þótt víðar væri leitað. Var hann þeldökkur á hörund og hafði fengið viðurnefnið ,,Svarta perlan“. Þegar leiktíðin var um það bil hálfnuð mættust þessir kappar í leik í fyrsta skipti þegar Nancy lék gegn Stade de Francias. Mikið var rætt og ritað um þetta einvígi í aðdraganda leiks- ins en frönsku blöðin settu leikinn upp fremur sem einvígi Alberts og Bareks heldur en viðureign liðanna. KR-ingurinn Guðbjörn Jónsson, sem bæði lék knattspyrnu og þjálf- aði, var í Frakklandi á þessum tíma og varð vitni að þessu einvígi. Hann lýsir því svo í bréfi sem hann skrifaði bróður sínum: ,,Virtist mér sem leik- ið væri upp á líf og dauða. Hraðinn og harkan í leiknum var eftir því enda var þetta bikarleikur og liðið sem sigraði hélt áfram keppni. Stade Francais hafði yfir í fyrri hálfleik 2:0. Ben Barek skoraði bæði mörkin og gerði það glæsilega. Þó að Alberti tækist ekki að gera mark var frammistaða hans engu að síður góð. En það var honum í óhag í hálfleik að Barek skyldi hafa tekist að gera tvö mörk. Í seinni hálfleik snerist dæmið við. Albert var maður vall- arins í orðsins fyllstu merkingu. Hann skoraði þrjú mörk en eitt þeirra var dæmt af vegna rangstöðu. Þessi mörk skoraði Albert eftir að hafa leikið stórkostlega á hinn kunna danska knattspyrnusnilling Arne Sörensen. Það virtist ekki nokkur vafi á því að Albert og blökkumaðurinn væru þess vel vit- andi að leikurinn skæri úr því hvor þeirra hreppti titilinn: Besti knatt- spyrnumaður Frakklands. Gerðist Barek svo heitur í leiknum að í lok hans gekk hann til Alberts og bauð honum að slást við sig. Albert hélt höndunum niður með síðum og bauð honum að slá ef hann langaði til þess. Var gengið á milli þeirra og komið í veg fyrir frekari aðgerðir. Þessum leik lauk með sigri Nancy 3:2. Frönsk blöð skrifuðu mikið um leikinn og sögðu að Albert hefði unn- ið leikinn fyrir Nancy og sigrað Bar- ek“ Þannig lýsti Guðbjörn þessum fræga leik sem ýtti enn frekar undir orðspor Alberts. Albert varð bikarmeistari með Nancy og ekki verður annað sagt en hann hafi lagt sitt af mörkum því hann skoraði tvö mörk í öllum bik- arleikjunum. Hann og Barek léku síðan hlið við hlið í Madríd með franska úrvalsliðinu gegn spænska úrvalsliðinu fyrir framan áttatíu þúsund áhorfendur. Tilgangur leiks- ins var pólitískur því formleg sam- skipti Frakka og Spánverja höfðu engin verið síðan í borgarastríðinu. Lið Frakka sigraði 4:1 og voru fjórir úr fremstu víglínu liðsins keyptir frá Frakklandi um sumarið og þar á meðal Albert sem keyptur var til stórliðsins AC Milan. Ítalskur meistari með AC Milan Albert gekk til liðs við Milan árið 1948 eða fyrir sextíu árum. Þá eins og nú var Milan stórlið sem vildi vinna titla og lék fyrir framan tugi þúsunda áhorfenda á hinum fræga San Siro-leikvangi. Athygli vakti hversu mikið Milan var tilbúið að greiða fyrir krafta Íslendingsins og héldu ítölsku blöðin því fram fullum fetum að hann væri launahæsti knattspyrnumaður á Ítalíu. Stað- reyndin var sú að Tom Whitaker sá um að verðleggja Albert og var hon- um innan handar við gerð slíkra samninga. Hann vissi hvað Albert gat og hafði launakröfurnar eftir því. Frásögn Alberts af samninga- viðræðunum við Milan er engu að síður skondin: ,,Samningurinn við AC Milan færði mér miklu meira fé en ég sjálfur ímyndaði mér, að ég ætti skilið að fá. Blöðin í Mílanó sögðu þá, að enginn væri á hærra kaupi en ég. Þau laun voru að nokkru þannig til komin, að ég varð svo undrandi þegar heyrði Ítalina nefna fyrstu upphæð- ina sem þeir buðu, að ég horfði bara á þá. Þá héldu þeir að ég væri óánægður, og hækkuðu boðið. Enn þagði ég, vissi ekki hvað ég átti að segja. Þeir hækkuðu sig enn og loks stóð ég uppi með ótrúlega góð- an samning. Auk þess að borga vel, gengust þeir inn á að vinur minn frá Arsenal, Írinn Paddy Sloan, kæmi til þeirra upp á svipuð býti og ég.“ Milan-liðið var sterkt og þeim Alberti og Slo- an gekk vel. Mynduðu þeir frægt tríó með Sví- anum, Gunnari Nor- dahl, sem kom til Milan á þessari leiktíð og átti síðar eftir að verða einn af marka- hæstu mönnum í sögu ítösku deild- arkeppninnar. Hann notaði samning Alberts sem fyrirmynd og var Al- bert honum innan handar. Milan barðist um ítalska meistaratitilinn við Tórínó sem hafði innan sinna raða fjöldann allan af ítölskum landsliðsmönnum. Á þessari leiktíð fór Milan til Madrídar til þess að leika vígsluleik hins glæsilega San- tiago Bernabeu-leikvangs þar sem Real Madrid leikur heimaleiki sína. Áður en flogið var yfir Pyreneaskag- ann hittust liðsmenn Milan og leik- menn Tórínó á flugvellinum í Róm en þeir voru á leiðinni til Lissabon. Albert átti ekki góðar minningar frá vígsluleiknum á Bernabeu því í leikslok var leikmönnum Milan til- kynnt að allt Tórínó-liðið hefði farist í flugslysi á leið sinni frá Portúgal. Olli þetta þjóðarsorg á Ítalíu og nán- ast allt ítalska landsliðið féll frá á einu bretti. Milan varð Ítalíumeist- ari vegna þessa en þeim áfanga var aldrei fagnað sem slíkum þar sem Tórínó hafði verið á undan í kapp- hlaupinu þegar flugslysið varð. Læknir Inter bjargaði fætinum Á leiktíðinni sem Albert lék með Milan varð hann fyrir alvarlegustu meiðslum á sínum ferli. Albert hné- brotnaði illa í leik gegn Lacio di Roma í Rómaborg. Albert skaut á mark andstæðinganna en fékk skó- sóla andstæðingsins á móti hnénu. Brotið var verulega slæmt og læknar töldu útilokað að Albert léki knattspyrnu á ný. Raunar var ekki útséð með hvort hægt yrði að bjarga fætinum eða hvort kappinn þyrfti að notast við staurfót. Fyrir kaldhæðni örlaganna var það læknir erkifjend- anna í Inter Milan sem taldi sig geta hjálpað Alberti. Gerði hann aðgerð sem þótti mjög áhættusöm og vildu forráðamenn AC Milan sem minnst af þessu vita. Þeir höfðu látið sér- fræðinga frá þremur löndum skoða Albert og vildu ekki taka þátt í að- gerð sem gæti þýtt að fóturinn yrði aldrei jafn góður. Fyrir aðgerðina keypti Albert upp samning sinn við AC Milan fyrir litla upphæð og virt- ist því ekki úrkula vonar um að hann gæti leikið sem atvinnumaður á ný. Sú varð aldeilis raunin en á sjúkrabeðnum voru forráðamenn Racing Club Paris þegar farnir að setja sig í samband við Albert. Svo fór að Albert samdi við RCP og fluttist til Parísar sem hann hafði lengi langað til að gera sökum hrifn- ingar sinnar á borginni. Albert lék ellefu leiki með Milan eftir aðgerð- ina og skoraði fjögur mörk. Úr varð mikill hildarleikur sem ekki verður farið út í hér í smáatriðum. Í ör- stuttu máli urðu forráðamenn Milan hvekktir yfir því að missa Albert frá sér þegar þeir sáu að hann var orð- inn rólfær á ný. Þeir voru hins vegar of seinir til og reyndu þess í stað að beita ýmsum bolabrögðum til þess að fá Albert til þess að framlengja dvöl sína í Mílanó. Í krafti spillingar tókst þeim að hirða af Alberti vega- bréfið. Albert fór fram á skaðabætur vegna þessa sem Milan borgaði. Mikill hiti var vegna máls- ins um tíma en með ár- unum fennti yfir þessi leið- indi og Albert hélt góðu sambandi við félagið. Á skrifstofu L’Equipe Albert lék með RCP í fjögur tímabil eða allt til ársins 1953. Þetta hefur Albert sjálfur kallað sitt blómaskeið sem knatt- spyrnumanns og hann varð bikarmeistari með liðinu. RCP var mjög stórt félag sem síðar klofnaði í tvö félög og er annað þeirra Paris St. Germain. Heimaleikir félagsins fóru fram á Parc de Princes- leikvanginum þar sem Frakkar urðu Evr- ópumeistarar árið 1984. Rétt eins og þegar Albert lék með Nancy virtist hann vera í sérstöku uppáhaldi hjá stuðnings- mönnum RCP og ekki síður blaða- mönnum. Til er fræg mynd af Al- berti þar sem hann er í loftköstum, klæddur í jakkaföt og á lakkskóm, með leðurtuðru á tánum. Myndin er tekin á ritstjórnarskrifstofu franska stórblaðsins L’Equipe að beiðni blaðamanna. Það var engin tilviljun en Albert lýsir aðdraganda mynda- tökunnar með þessum hætti: ,,Það var í leik í París, að ég fékk sendingu frá vinstri, stöðvaði bolt- ann með vinstra læri, lét hann hoppa yfir á það hægra, vippaði honum til baka fyrir vinstri fótinn og skaut þrumuskoti og skoraði. Ég gerði þetta allt í loftinu og þetta gekk náttúrulega eins og örskot, bara vinstri-hægri-vinstri og skot. Ég hafði æft þetta nokkuð mikið, og þegar sama aðstaða kom upp í leikn- um gerði ég þetta eiginlega án um- hugsunar, þetta var ósjálfrátt við- bragð. Blaðamenn sem horfðu á þetta trúðu ekki að þetta væri hægt. Þeir fóru að deila um þetta sín á milli á ritstjórn blaðsins eftir leikinn, sögðu að þetta væri þvílík tilviljun, að enginn þeirra, enginn blaðamað- ur ætti nokkru sinni eftir að sjá neitt þessu líkt. Í hópnum var einn blaða- maður, sem hafði séð mig gera þetta á æfingum. Hann veðjaði við þá van- trúuðu, og svo var ég beðinn að koma og sýna atriðið aftur. ,,Sjálf- sagt,“ sagði ég og fór til þeirra á rit- stjórnina. Um leið og ég gekk inn í herbergið sá ég að uppi á vegg var teppi sem fótboltamark var málað á. ,,Þú veist hvað við ætlum að gera?“ sögðu þeir. ,,Já, já,“ sagði ég. ,,Eig- um við ekki að koma út á völl?“ ,,Nei,“ sagði ég, því að mér fannst óþarfi að vera að fara út og klæða mig úr vegna þessa – ,,við skulum bara vera hér inni.“ Um leið er fleygt til mín bolta, ljósmyndarinn var tilbúinn og það var tekin fræg mynd af mér þar sem ég var í loft- inu. Ég snerti boltann þrisvar alveg eins og í leiknum vinstri-hægri- vinstri og skot og hitti beint í teppið. ,,Aftur!“ sögðu þeir. ,,Nei,“ sagði ég og kvaddi.“ Hversu svalir geta menn eiginlega orðið? Frakklandsmeistari með Nice Albert lauk ferli sínum sem at- vinnumaður með Nice í suðurhluta Frakklands og lék þar frá 1953 til 1955 en fluttist þá heim til Íslands með Brynhildi, eiginkonu sinni, og börnum. Með Nice varð Albert bæði Frakklands- og bikarmeistari og var í stóru hlutverki eins og hjá öðrum liðum sem hann lék með. Síðasta vetur Alberts í atvinnumennskunni var Evrópukeppni félagsliða haldin í fyrsta skipti. Þá sigraði Nice lið Schalke 04 frá Þýskalandi í tveimur leikjum. Albert gerði öll mörkin í leiknum í Þýskalandi sem vannst 3:2. En það segir kannski meira en mörg orð um frammistöðu Alberts hjá Nice að hann var gerður að heið- ursborgara í borginni. Slíkur heiður féll aðallega fyrirmennum í skaut og fólki með blátt blóð í æðum. Engum ódrukknum manni hafði dottið það í hug fyrr að sæma íþróttamann þess- ari nafnbót. Albert var því sá fyrsti úr sinni stétt til þess að hljóta þetta sæmdarheiti og það mun jafnframt hafa verið í fyrsta skipti sem öll at- kvæði borgarfulltrúa féllu á sama veg í slíkri kosningu. Þegar Albert hélt heim á leið í byrjun árs 1955 er ljóst að hann átti einhver góð ár eftir sem knatt- spyrnumaður enda aðeins 32 ára gamall. Glasgow Rangers sóttist til dæmis hart eftir því að fá hann til fé- lagsins á ný en Albert tjáði þeim að hann og Brynhildur væru ákveðin í því að flytja til Íslands. Þá fékk Al- bert hreint ótrúlegt tilboð frá stór- liði Rangers sem bauð honum ein- faldlega að búa á Íslandi og fljúga til Skotlands um helgar og spila leik- ina! Eins og nærri má geta var slíkt ferðalag mun meira mál árið 1955 heldur en árið 2008. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon. Góður Albert sýnir opinmyntum áhorfendum knatttækni sína í aðdraganda Forsetakosninga árið 1980. Hann greip stundum til tuðrunnar við hátíðleg tækifæri hin síðari ár. ‘‘,,HVERNIG GEKK LEIKURINN FYRIR MÍL-ANÓ LIÐINU? ÞAÐ SÝNDI AÐ VÍSU EKKI AF-BURÐAGÓÐA KNATTSPYRNU, EN ÁTTISAMT MARGA ÁGÆTIS SPRETTI Í FYRRI HÁLFLEIK. LIÐIÐ KUNNI LÍKA AÐ NOT- FÆRA SÉR HÆFILEIKA ALBERTS GUÐ- MUNDSSONAR, ÞESSA SNJALLA OG GÁF- AÐA KNATTSPYRNUMANNS, SEM ER SÚ LIST GEFIN, AÐ SKIPULEGGJA SÓKN LIÐS SÍNS OG UNDIRBÚA.“ - IL CALCIO ILLUSTRATO, 1948. Tveir flottir Albert ásamt annarri goðsögn, Gunnari Huseby, tvöföld- um Evrópumeistara í kúluvarpi. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon. Félagar Albert ásamt vini sínum Paddy Sloan, en þeir léku saman bæði hjá Arsenal og síðar AC Milan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.